Hættuleg veira notuð gegn krabba

Bandarískir vísindamenn hafa afhjúpað hvernig zíkaveiran ræðst á stofnfrumur í heila fósturs og það getur leitt af sér nýjar baráttuaðferðir gegn ólæknandi heilakrabba.

BIRT: 11/05/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

Zíkaveiran hefur alvarleg áhrif á þróun heilans á fósturstigi og börn fæðast með alltof lítinn heila.

 

Veiran ræðst á taugastofnfrumur í heilanum sem þar með ná ekki að mynda eðlilegan fjölda heilafrumna. En einmitt þetta kynni að mega nýta á jákvæðan hátt á öðru sviði.

 

Zíkaveiran gæti ráðist á krabbafrumur í heila

Vísindamenn hjá Kaliforníuháskóla í BNA vilja nota veiruna sem vopn gegn illvígri gerð heilakrabbameins sem reynst hefur erfitt að meðhöndla.

Sex prósent þeirra barna sem smitast af zíkaveirunni á fósturstigi eru afmynduð, yfirleitt með svokallað dverghöfuð.

Krabbameinsgerðin kallast „glíoblastom“ og það einkennir hana að breyta heilafrumum í eins konar stofnfrumur sem síðan fjölga sér hömlulaust og mynda æxli mjög hratt.

 

Sjúklingar sem greinast með þennan sjúkdóm eru yfirleitt látnir innan 20 mánaða.

 

Veiran 

Fyrri tilraunir höfðu sýnt að zíkaveiran er fær um að ráðast gegn krabbastofnfrumum en ekki hvernig það gerist. Þetta hafa bandarísku vísindamennirnir nú skýrt.

 

Kjósa frekar krabbafrumur

Á yfirborði zíkaveiru eru sérstök prótín sem passa við tilteknar sameindir á stofnfrumunum, rétt eins og lykill í skrá og þetta gerir veirunni kleift að komast inn í frumuna.

Zíkaveiran opnar krabbafrumu með tveimur lyklum.

Á veirunni eru tvö prótín sem passa við viðtaka á stofnfrumum heilans. Þegar stofnfruma verður krabbafruma fjölgar hún viðtökum af báðum gerðum og veiran á því auðveldara með að komast inn. Þetta þýðir jafnframt að heilbrigðar frumur sleppa.

Veiran hefur lykla

Zíkaveiran er með tvö prótín á yfirborði og þau passa í viðtaka á stofnfrumum í heilanum.

Heilbrigðar frumur sleppa

Á heilbrigðu frumunum eru aðeins fáir viðtakar af annarri gerðinni og veiran á því bágt með að hitta á réttan stað.

Krabbafruman fórnarlamb

Á krabbafrumunni er mikið af báðum viðtökunum og hún er því mun auðveldari bráð fyrir veiruna.

Veiran eyðir æxlinu

Veiran fjölgar sér í krabbafrumunni og drepur hana. Nýjar veirur eru nú tilbúnar að ráðast inn í aðrar krabbafrumur.

Vísindamennirnir rannsökuðu skrána „avB5“ og hún reyndist gerð úr tveimur viðtökum, „av“ og „B5“.

 

Zíkaveiran þarf að tengjast báðum viðtökunum til að komast inn.

 

Von um betri meðferð

Í rannsóknastofu könnuðu vísindamennirnir hæfni veirunnar til að komast inn í annars vegar heilbrigðar stofnfrumur og hins vegar krabbastofnfrumur og þá kom í ljós að veirunni gekk betur að komast inn í krabbafrumurnar.

 

Ástæðan er sú að á krabbastofnfrumum er mikið af báðum viðtökunum, av og B5 en á heilbrigðum stofnfrumum eru av-viðtakarnir algengir en B5-viðtakar mun færri.

 

Uppgötvunin vekur vonir um að zíkaveiruna megi mögulega aðlaga þannig að hún nýtist gegn krabbafrumunum án þess að ráðast á heilbrigðar frumur.

BIRT: 11/05/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is