Náttúran

Áætlanir og samstarf einkenna greind dýr

Stórir apar og höfrungar eru meðal greindustu dýra. Kolkrabbar eru líka greindir. Þeir geta t.d. skrúfað lok af sultukrukku, sem telst greindartengt atferli.

BIRT: 11/07/2023

 

Greind er torráðið fyrirbrigði sem erfitt er að skilgreina.

 

Þrátt fyrir margra ára rannsóknir eru enn miklar efasemdir um hvað greind sé í raun og veru eða hvort yfirleitt sé mögulegt að finna heildstæða skilgreiningu. Nú vilja margir vísindamenn fremur tala um mismunandi gerðir greindar.

 

Rannsóknir á greind dýra eru svo miklum vandkvæðum bundnar að erfitt er að meta nákvæmlega hvað dýrin gera í raun þegar þau takast á við tiltekið verkefni.

 

Apar nota áhöld

Til eru mörg dæmi um að apar noti ýmis áhöld, hvort heldur það er til að finna fæðu eða bara auðvelda sér verk.

Grafa út skordýr

Simpansar og fleiri apar geta tekið upp á því að nota greinar til að ná í fæðu. Mjór pinni er hentugt áhald til að plokka maura út úr maurabúi.

Steinn sem hnotubrjótur

Kapúsínapar í Mið- og Suður-Ameríku nota oft steina til að brjóta hnetur. Þeir leggja hnetuna á stóran stein eða tré og berja svo steini á hnetuna.

Steinar mola kræklingaskeljar

Makakapar m.a. í Taílandi nota smáa og stóra steina til að brjóta skeljar utan af t.d. kræklingi eða ostrum, sem þeir gæða sér svo á. Þeir eiga líka til að brjóta krabbaskeljar á sama hátt.

 

Til að meta greind dýrs neyðast vísindamenn oft til að rannsaka þau á grundvelli viðmiða sem notuð eru til að ákvarða greind manna. Þetta eru atriði á borð við hæfni til að leysa verkefni, til að vinna saman, til að hugsa óhlutbundið og til að hugsa fram í tímann.

 

Rannsóknir á greind dýra eru líka erfiðar vegna þess að margvíslegt flókið atferli er í rauninni eðlislægt viðbragð, sem sagt forritað í genin og því engin þörf fyrir að „hugsa“. Bestu dæmin um flókið en eðlislægt atferli er að finna í hegðun félagslyndra skordýra þegar þau byggja bú sín

 

Brýst út og opnar krukkur

Kolkrabbar eru dæmi um hryggleysingja sem búa yfir greind.

 

Í sædýrasöfnum er vel þekkt að kolkrabba þarf að loka tryggilega inni til að þeir sleppi ekki út. Þeir geta líka skrúfað lok af krukku og náð tappa úr flösku.

 

Kolkrabbar vita líka hvenær erfiði er líklegt til að skila árangri.

 

Sé óopnanleg glerkrukka fyllt af rækjum og sett niður í fiskabúrið átta reyndir kolkrabbar sig fljótt á því að verkefnið er óleysanlegt og láta síðan sem þeir sjái ekki rækjurnar.

 

Ungir kolkrabbar reyna hins vegar án afláts að opna eða brjóta krukkuna, þar til þeir eru orðnir örmagna. Atferlisfræðingar telja kolkrabba hafa greind á við kött eða mögulega á við hund.

Samvinna

Hæfnin til að vinna saman hefur alltaf verið talin merki um háþróaða greind og álitin ein mikilvægasta ástæða þess að menn hafa náð svo langt sem raun ber vitni.

 

En mörg dýr eru líka fær um að vinna saman. Ljón veiða t.d. saman og félagslynd skordýr svo sem maurar og býflugur byggja stór bú í sameiningu og annast saman ungauppeldi og mataröflun.

 

Fjöldi fuglategunda vinnur saman til að gæta unga sinna og sumir veiða í hópum, t.d. Galapagoshaukar sem viðhafa skýra vinnuskiptingu.

 

Krákur geta rænt fiski af línu með því að skiptast á um að draga línuna og halda henni til að hún renni ekki til baka, en aðrir fuglar ná svo fiskinum á land.

 

Galapagoshaukar veiða saman. Sumir skima eftir bráð, aðrir reka bráðina til þeirra sem svo ráða niðurlögum hennar.

Sexhyrningar heppilegastir

Menn geta beitt stærðfræði til að reikna út að sexhyrningar séu heppilegasta formið til að hólfa ákveðið rými, rétt eins og býflugur gera. Flugurnar gera þetta þó einungis vegna þess að í því felst bæði vinnu- og efnissparnaður.

 

Þrátt fyrir erfiðleikana við að ákvarða greind dýra hafa menn ákveðið slegið því föstu að sum dýr séu miklu greindari en önnur.

 

Greindustu dýrin eru stórir apar og litlir tannhvalir, sem sagt höfrungar, en hröfnungar og páfagaukar hafa líka reynst hafa hæfni til að leysa þrautir hugsa óhlutbundið.

Uglur eru oft taldar vitrar en það stenst ekki. Margir aðrir fuglar eru miklu greindari.

Uglur eru heimskar

Uglur hafa öldum saman verið notaðar sem tákn um fróðleik og þekkingu. En það hlýtur að stafa af andlitslögun þeirra því í rauninni er ekkert hæft í þessu.

 

Margir atferlisfræðingar hafa rannsakað uglur og ekki fundið nokkur ummerki um sérstaka greind.

 

T.d. er erfitt að temja uglur, þær hafa slakt minni og geta ekki lært flóknar athafnir.

 

Sé hæfni uglunnar borin saman við getu t.d. hröfnunga eða páfagauka til að leysa verkefni reynist geta uglunnar miklu slakari.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock, © Manoj Shah/Getty, © Berndt Fischer/SPL, © P. Wegner/Arco

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Lifandi Saga

Nasismi skýtur rótum í BNA: Flughrap afhjúpar spilltan þingmann

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

Tækni

Ferðin að botni hafsins

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Lifandi Saga

Nasismi skýtur rótum í BNA: Flughrap afhjúpar spilltan þingmann

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

Tækni

Ferðin að botni hafsins

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Vinsælast

1

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

2

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

3

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

4

Tækni

Ferðin að botni hafsins

5

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

6

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

1

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

2

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

3

Tækni

Ferðin að botni hafsins

4

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

5

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

6

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Vísindamenn hyggjast byggja nýja hraðbraut sem getur fengið bíla til að svífa af stað á allt að 1.000 km/klst. – og á sama tíma flytja loftslagsvænt vetni og rafmagn fyrir grænt orkunet framtíðar. Tæknin er þegar til staðar.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is