Hvernig væri dýralífið án mannanna?

Geta líffræðingar sagt til um hvernig dýralífið á jörðinni hefði þróast ef maðurinn hefði ekki komið til sögunnar?

BIRT: 28/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Á hnetti án mannkyns væri dýralífið einna næst því sem sjá má í þjóðgörðum Afríku þar sem dýralífið er mjög fjölbreytt.

 

Þetta sýnir athugun frá árinu 2015, þegar vísindamenn hjá Árósaháskóla í Danmörku unnu líkan af dreifingu spendýra um jörðina, eins og hún væri ef mannkynið hefði aldrei komið fram.

Við höfum rutt stórum spendýrum út

Víðast hvar í heiminum er nú sáralítið eftir af stórum spendýrum. Litakóðarnir á kortunum sýna fjölda tegunda eftir þyngd. Spendýr yfir 45 kg þyngd flokkast sem stór.

Í heimi án mannkyns hefðu stór spendýr haldið velli víðast hvar á hnettinum. Í Suður-Ameríku væru t.d. 45 tegundir stórra spendýra en ekki aðeins 5.

Hið raunverulega útbreiðslukort sýnir að einungis í Afríku er umtalsverð fjölbreytni í hópi stórvaxinna spendýra – m.a. vegna þess að þau lifa óáreitt í stórum þjóðgörðum.

Vísindamennirnir telja að án manna væru stór spendýr að líkindum útbreidd um stærstan hluta hnattarins.

 

Einkum í Norður- og Suður-Ameríku væru stór spendýr miklu fleiri, líklega ámóta mikið af þeim og í Afríku. Þeir segja að í Suður-Ameríku væru þá um 45 tegundir stórra spendýra en ekki aðeins 5 tegundir eins og raunin er.

Fílar og nashyrningar gætu lifað í Norður-Evrópu ef mannkynið stæði ekki í vegi fyrir því.

Nú er fjölbreytileika stórra spendýra einungis að finna í Afríku en þar eru t.d. fílar, flóðhestar, gíraffar og nashyrningar. Í öðrum heimshlutum hefur útbreiðsla manna og lifnaðarhættir þeirra farið langt með að útrýma stórum tegundum.

BIRT: 28/02/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © Søren Faurby,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is