70% af dýralífi jarðar hefur verið útrýmt á síðustu 50 árum.

Skýrsla frá Alþjóðlega dýraverndarsjóðnum WWF er hörmuleg lesning: Meira en tveir þriðju af dýralífi hafa horfið frá árinu 1970. En vísindamenn telja sig hafa fundið lausn.

BIRT: 04/05/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Meira en tveir þriðju af dýralífi jarðar hefur horfið frá árinu 1970 vegna athafna manna. Þetta er niðurstaðan í harla skuggalegri skýrslu frá WWF frá árinu 2020.

 

Skýrslan sem er unnin í samvinnu við Zoological Society of London, byggir á vöktun meira en 4.300 mismunandi hryggdýra frá öllum heimshornum – spendýrum, fiskum, fuglum og skriðdýrum.

 

Að meðaltali hefur stofni þeirra tegunda sem fylgst hefur verið með fækkað um 68 prósent frá 1970 til 2016. Breytingarnar hafa bitnað sérstaklega mikið á suðurríkjum Bandaríkjanna – í Karíbahafi og Rómönsku Ameríku – þar sem stofni þeirra dýra sem fylgst var með hefur fækkað um 94 prósent sem er frekar óhugnaleg þróun.

Mannkyn nýtir 1,56 falda getu jarðar

Mannkyn ber ábyrgð á þessari þróun. Samkvæmt skýrslunni er útrýming dýrastofna bein afleiðing vegna eyðingu skóga, ofveiði, mengunar, hækkandi hita, ofneyslu og annarra áhrifa af umsvifum manna sem hefur fjölgað ógurlega á síðustu áratugum.

 

Fram til ársins 1970 voru vistfræðileg áhrif manna ekki meiri en svo að jörðinni tókst að endurnýja sig en með auknum fólksfjölda og vaxandi neyslu er búið að raska jafnvæginu.

 

Núna notum við minnst 1,56 meira af auðlindum jarðar en hún getur staðið undir.

 

Viðvörunarljósin blikka og WWF eru ekki einu samtökin til að benda á þessa uggvænlegu þróun. Samkvæmt annarri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum stendur mannkyn nú á krossgötum, þar sem athafnir jarðarbúa á komandi árum munu skera úr um hvort vistkerfi jarðar – og þar með mannkyns – geti lifað af.

Það þarf aðgerðir til að ná kúrfunni niður

En er nokkur leið úr þessum vandræðum? Rannsóknarskýrsla frá árinu 2020 í hinu viðurkennda tímariti Nature sýnir að heimsbyggðin getur vissulega sveigt af þessari skelfilegu braut útrýmingar vistkerfa og jafnframt brauðfætt vaxandi fjölda íbúa jarðar.

 

Ein metnaðarfyllsta sviðsmyndin sýnir þannig hvernig stöðva má fjöldaútrýmingu um árið 2050 og þá taki dýralíf að vaxa á ný. En til þess þarf mannkyn að skipta algerlega um kúrs.

 

Draga verður verulega úr losun koltvísýrings, minnka matarsóun sem og hlutfall dýraprótína í fæðu okkar og vernda viðkvæm vistkerfi. Þá þarf að rækta upp önnur sem hafa verið eyðilögð.

 

Vísindamenn telja þetta vel mögulegt – en tíminn er að renna út.

BIRT: 04/05/2022

HÖFUNDUR: SOEREN HOEGH IPLAND

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is