Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

272 gráðu frost. 1000-faldur dauðaskammtur af geislavirkni. Bað í hreinu alkóhóli. Það er nánast ómögulegt að drepa bessadýr – þökk sé hæfileika þeirra til að leggjast í dvala við erfiðar aðstæður.

BIRT: 08/02/2023

Bessadýr minna helst á smásæja hlaupbangsa þegar þau hreyfa sig með erfiðismunum úr stað. En látum það ekki plata okkur.


Rétt eins og ofurhetjur teiknimyndanna gætu þau virst ofur hversdagsleg en búa hins vegar yfir nánast yfirnáttúrulegum hæfileikum.


Bessadýr eru harðgerðustu skepnur jarðar. Þau geta lifað árum saman án vatns, þola 272 stiga frost og 151 gráðu hita, þúsundfalt meiri geimgeislun en menn, lofttæmingu og sexþúsundfaldan þrýsting á við þann sem ríkir á yfirborði jarðar.

Bessadýrin hafa ofurhæfni

Lífseigja bessadýranna stafar af því að þau leggjast í miklu dýpri dvala en önnur dýr gera, þurrka þá allt vatn úr líkamanum og setja öll lífsmörk í núllstöðu.


Með þessu móti geta þau eytt allt að 90% af ævidögum sínum sem lifandi dauð. En þótt bessadýr geti þurrkað sig alveg upp, lifa þau alltaf í grennd við vatn.


Til þessarar undirfylkingar liðdýra teljast um 380 tegundir sem sumar lifa í sjó, allt frá sólskini yfirborðsins niður í svarta myrkur á mesta hafdýpi. Flestar tegundirnar er þó að finna á þurrlendi, í vatnshimnunni á mosa eða skófum.


Fæst fólk hefur nokkru sinni séð bessadýr. Til þess þarf yfirleitt smásjá.


Smæstu tegundirnar eru aðeins 0,05 mm að lengd en „risar“ undirfylkingarinnar geta orðið meira en 1,5 mm.


Þar með eru bessadýrin meðal allra smæstu fjölfrumunga. Þau eru svo smávaxin að þau þarfnast ekki sérstakra líffæra til að bera súrefni um líkamann, heldur geta tekið það beint í gegnum húð.

Hér sést bessadýr með sex egg

Bessadýr skipta 12 sinnum um húð

Á vaxtarskeiðinu skipta bessadýrin 12 sinnum um húð til að skapa líkamanum pláss.


Öfugt við önnur dýr vaxa bessadýr ekki með því að fjölga frumum, heldur stækka frumurnar sjálfar.


Í hverri tegund er þannig ákveðinn fjöldi frumna, iðulega í kringum 40.000.


Þessar 40.000 frumur eru þó óhemju vel nýttar og líffærafræði bessadýra er nokkuð flókin. Það má sem best bera nokkuð djúpa virðingu fyrir því hve margvíslegar aðgerðir svo smávöxnum líkama er fært að vinna.


Í taugakerfinu er stór, þrískiptur heili og átta taugabúnt.


Sumar tegundir hafa augu sem eru sokkin inn í framheilann og mynda eins konar dæld með ljósnæmum litarefnum.


Kjálkar bessadýra eru mjög sérstakir. Þeir hafa ummyndast í hvassa brodda sem dýrin skjóta fram úr munninum til að gata plöntu eða bakteríufrumur og soga innihaldið inn í kokið.

Bessadýrið virðist ekki harðgert en það er nánast ódrepandi.

Karldýrin gera sig til

Eins og kjálkana geta bessadýr dregið fæturna inn og út. Dýrin geta farið bæði áfram og aftur á bak, þar eð mjög skýr verkaskipting er milli fótaparanna sem eru fjögur talsins.


Bessadýrin nota fjóra fremri fæturna til að hreyfa sig áfram en jafnmarga afturfætur bæði sem bremsu og til að flytja sig aftur á bak.


Hjá mörgum tegundum háttar þannig til að karldýrin þurfa ekki að leita langt að maka. Í einu grammi af mosa geta leynst allt að 20.000 bessadýr og flest þeirra kvenkyns.


Karlinn þarf þó að sýna sínar bestu hliðar og verja löngum tíma í að strjúka hinni útvöldu með löngum þreifurum áður en hún þekkist boðið og þau para sig.


Afraksturinn birtist um 2 vikum síðar þegar kvendýrið verpir 1-30 eggjum. Þau klekjast eftir aðrar 2 vikur þegar litlu bessadýrin brjóta skurnina með hvössum kjálkum sínum.


Á skurn eggsins eru oft upphleyptar bólur sem mögulega er ætlað að tryggja súrefnisflæði ef eggin liggja mjög þétt saman, t.d. í dauðum laufblöðum, þar sem loftskortur getur orðið.


Eggmynstrið er reyndar ekki aðeins mikilvægt til að tryggja lífsskilyrði ungans heldur geta líffræðingar illa greint tegund bessadýrs án þess að rannsaka eggin nákvæmlega

 

Kjaftur bessadýrsins minnir á ryksugu og er notaður til að sjúga í sig næringu.

Bessadýr „ryðga“ af völdum súrefnis

Bessadýr er eiginlega að finna alls staðar.

 

Þau hafa fundist í hafdjúpum og í gufuhvolfinu í 10 km hæð, á Everestfjalli, langt inni á Suðurskautslandinu, undir steinum í Namibeyðimörkinni, í uppþornuðum saltvötnum í Sahara og djúpt niðri í Grænlandsjökli.

 

Því virðast nánast engin takmörk sett hvar bessadýr geta lifað og mjög erfið skilyrði geta jafnvel skapað þeim forskot á aðrar lífverur.

 

Það er hæfnin til að þorna upp sem gerir bessadýrin nánast ódrepandi. Uppþurrkuð geta þessi dýr ekki bara þolað ofboðslegan hita og kulda, geislun og lofttæmingu heldur líka eter eða alkóhól.

 

Uppþurrkuð eru bessadýrin í fullkomnum dvala, öll lífsmörk hafa stöðvast og dýrin geta varla lengur talist lífverur.

 

Efnaskipti eru að líkindum alls engin, þar eð ekkert laust vatn er í frumunum og í dvalanum eru bessadýrin því raunverulega lifandi dauð.

 

Myndskeið: Sjáðu bessadýr leggjast í dvala

Flest bessadýr lifa í 3-30 mánuði við eðlilegar aðstæður en dýrafræðingar vita ekki hve lengi þau geta legið í dvala og þar með ekki heldur hve gömul þau geta orðið.

 

Þar sem venjulegt loft leikur um dýrin hafa þau ekki reynst fær um að lifa lengur en eitt ár í dvala en þau geta trúlega lifað mun lengur í frosti eða í lofttæmdu rými þar sem súrefni veldur þeim ekki skaða.

 

Súrefnisvandinn felst í því að bessadýrin „ryðga“ ef svo mætti segja. Súrefni í likamanum myndar sindurefni sem geta eyðilagt erfðaefni og ensím og þar eð lífsmörk eru engin í dvalaástandi, hefur hæfni frumnanna til að gera við sjálfar sig einnig stöðvast.

 

Við súrefnissnauðar aðstæður virðast bessadýr hins vegar nánast ódrepandi. Þegar líffræðingar rannsaka lífshæfni bessadýra munar gríðarmiklu hvort þeir rannsaka dýr sem lifa eðlilegu lífi eða dýr í dvala.

 

Virk bessadýr eru viðkvæmari fyrir skyndilegum umhverfisbreytingum og þau drepast oft vegna þess að það tekur langan tíma að aðlagast nýjum aðstæðum.

 

Í dvala þola bessadýr frost nálægt alkuli en virk bessadýr drepast við miklu minni hitabreytingar.

 

Myndskeið: Sjáðu bessadýr éta frumu

Bessadýr send út í geim

Erfiðasta próf sem unnt er að leggja fyrir bessadýr er ferð út í geiminn.

 

Haustið 2007 sendu vísindamenn tvær tegundir uppþurrkaðra bessadýra út í geiminn þar sem þau voru höfð í litlum tanki utan á rússneskum gervihnetti, ferðalag sem kalla mætti „Mission Impossible“.

 

Í 258-281 km hæð svifu dýrin um í lofttómi. Þeim var skipt í þrjá hópa sem lentu í mismunandi geislun. Einn fékk enga útfjólubláa geislun, annar langbylgjugeislun og sá þriðji útfjólubláa geislun á víðu bylgjulengdarsviði.

 

Þegar komið var til jarðar reyndust flest dýrin hafa lifað lofttómið af en útfjólubláa geislunin hafði reynst þeim erfið.

 

Langbylgjugeislunin drap næstum alla einstaklinga af annarri tegundinni og vítt svið geislunar hafði líka drepið harðgerðari tegundina en þá geislun lifðu aðeins þrjú dýr af.

 

Líffræðingar hafa gert fleiri tilraunir til að afhjúpa ástæðurnar fyrir afburðaþoli bessadýranna.

 

Sýni úr frystum bessadýrum hafa sýnt að sykurefnið trehalose kemur í stað vatns í uppþurrkuðum dýrum og verndar sameindir í frumunum. Það á sinn þátt í hinni einstöku lífhæfni þessara örsmáu dýra.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDERS PRIEMÉ , SONJA MORELL LUNDORFF

Shutterstock,

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Af hverju kemur búmerang til baka?

Læknisfræði

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Af hverju kemur búmerang til baka?

Læknisfræði

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Vinsælast

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

5

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

6

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

5

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

6

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Alheimurinn

Stjarna sem blikkar gegnum ský

Náttúran

Breiðnefurinn er sannkallað furðudýr

Maðurinn

Hvers vegna er líkamshitinn nákvæmlega 37 gráður?

Náttúran

Greindustu hundarnir og þeir heimskustu

Lifandi Saga

Þýsku kjarneðlisfræðingarnir voru hikandi: Bomba Hitlers

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Af hverju kemur búmerang til baka?

Hvernig stendur á því að ef bjúgverpli er kastað kemur hann tilbaka?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is