Náttúran

Uppfinningasöm dýr halda dauðanum frá

Rándýrin þurfa að vera snemma á fótum ef þau ætla að gæða sér á einhverjum af helstu bragðarefum dýraríkisins. Sum dýr spúa eitruðu blóði, önnur taka á sig hátt fall til jarðar og enn önnur brynverja sig með saur en tilgangurinn er sá sami: Að bjarga lífinu.

BIRT: 06/10/2023

Eitrað blóðskot frá augunum

Körtueðlur eru smá en sterkbyggð skriðdýr á stærð við hnúðkörtur og hafast við á þurrum svæðum í Norður- og Mið-Ameríku.

 

Þótt allar 15 tegundirnar sem þekktar eru séu búnar þyrnihnúðum eru þær vinsæl bráð meðal ránfugla, sléttuúlfa og refa.

 

130

Komi sléttuúlfur of nærri körtueðlunni fær hann gusu af eitruðu blóði framan í sig.

Gegn ránfuglum hefur eðlan ekki aðrar varnir en að blása sig út í lítinn bolta og láta sem mest bera á stóru hnakkagöddunum en þegar fjórfætt rándýr eru á ferð hefur eðlan annað varnarvopn tilbúið.

 

Þyki eðlunni sér verulega ógnað getur hún skotið blóðbunum frá báðum augum allt upp í eins metra fjarlægð.

 

Blóðfyllt holrúm

Úr eins metra fjarlægð getur körtueðlan sprautað eitruðu blóði beint framan í rándýr.

 

Skotfærin eru kringum augun

Körtueðlan hefur allmörg holrúm með blóði við og bakvið augun. Í hættuaðstæðum lokar hún fyrir eðlilegt blóðstreymi út frá holrúmunum.

Háþrýstingur veldur skoti

Þrýstingurinn vex þar til holrúmshimnan brestur. Blóðið þeytist þá út frá auganu í allt að eins metra langri bunu líkt og vatn úr vatnsbyssu.

 

Til að auka áhrifin er blóðið blandað eitruðum og ertandi efnum sem hafa einkar öflug áhrif á spendýr. Eiturefnin eru að líkindum unnin úr maurum sem eru stór hluti fæðunnar.

 

Körtueðlan getur skotið blóði mörgum sinnum en hefur þó ekki ótæmandi birgðir, þar eð hún nýtir sitt eigið blóð.

 

MYNDBAND: Sjáðu blóðinu skotið:

Tvöfaldar stærð sína

Kúlufiskar eru litlir og upp í meðalstórir fiskar sem lifa í hlýsjó víðast hvar á hnettinum. Þessir fiskar eru ekki hraðsyndir og geta því ekki flúið.

 

Þegar ógn steðjar að bregðast fiskarnir við með því að svolgra í sig svo mikið vatn á fáeinum sekúndum að þeir tútna út eins og blöðrur.

Á augnabliki belgir kúlufiskurinn sig út af vatni þannig að gaddarnir standa alls staðar út í loftið og hann verður afar sársaukablandin munnfylli.

 

Margir kúlufiskar eru alsettir göddum og verða með þessu móti bæði heldur stór munnfylli og mjög sársaukafull máltíð. Sumar tegundir kúlufiska blása sig líka út til að ganga í augun á verðandi maka.

 

Vængjalaus dýr hafa fulla stjórn á fallinu

Sumar tegundir geta látið sig falla langa leið án nokkurra vængja. Þess í stað dugar þeim að hafa stjórn á fallinu.

Eðla svífur á rifbeinunum

Litla suðausturasíska drekaeðlan svífur á húðarhimnu sem þanin er yfir löng rifbein. Þótt eðlurnar séu ekki nema 10-20 cm geta þær svifið 50-60 metra.

Slanga breytir sér í svifdisk

Flugsnákar í Suðaustur-Asíu lifa í trjám. Þegar rándýr nálgast kastar snákurinn sér af hárri grein og spennir rifbein út til hliðanna þannig að hann svífur líkt og ástralskur bjúgverpill.

Froskar nota  sundfit sem fallhlíf

Þegar hitabeltisfroskar þurfa að flýja, stökkva þeir einfaldlega út í loftið, sveigja útlimina upp að skrokknum en teygja á sundfitinni milli tánna. Froskar geta svifið þannig allt að 30 metra.

Fiskar stökkva og svífa um loftið

Þegar flugfiskar lenda í háska ná þeir upp miklum hraða með sporðinum, stökkva svo upp úr vatnsborðinu og breiða úr gríðarstórum eyruggum. Flugfiskar geta svifið allt að 400 metra og ná 70 km hraða.

 

Hvassar burstanálar valda brunasviða

Brenniormar eru um 15 cm að lengd og á bakinu eru skelplötur með löngum burstum á endunum.

 

Þótt einhvern geti langað til að klappa dýrinu mjúklega, þarf ekki nema létta snertingu til að sannfærast um að brenniormar standa undir nafni.

 

Burstanálarnar eru fullar af eitri og brotna auðveldlega af og sitja þá fastar í húð þess sem snerti orminn.

 

Langir og fíngerðir burstar brenniorms vaxa tveir og tveir saman. Í þeim er öflugt taugaeitur.

 

Kafarar sem komist hafa í snertingu við brenniorm lýsa sársaukafullri brunatilfinningu sem varir í marga daga.

 

Aðferðin tryggir að rándýr sem ákveður að gæða sér á brenniormi geri það aldrei aftur.

 

Leyniherbergið í hreiðri pungmeisu

Afrískar pungmeisur byggja stórt, dropalaga, hangandi hreiður úr fléttuðum stráum. Á hreiðrinu er vel sýnilegt op sem leiðir inn í rúmgott hreiðurstæði með fléttuðum botni.

 

En þar eru ungarnir ekki. Bæði inngangurinn og hreiðurstæðið þjóna þeim tilgangi að gabba rándýr sem halda að hreiðrið sé tómt.

 

Rándýrin blekkt með fölsku hreiðri.

Hreiðrið er tveggja hólfa. Annað hólfið er tómt en í hinu er hreiðrið sjálft. Svo þéttofið er hreiðrið að jafnvel apar eiga í vandræðum með að ná því í sundur.

 

Rándýr leidd á ranga slóð

Slöngur og ránfuglar láta blekkjast af falska hreiðurhólfinu með vel sýnilegu opi. Þetta hreiður reynist þó tómt og rándýrið missir því áhugann.

Innganginum lokað með köngulóarvef

Þegar fuglarnir fara inn til eggja og unga nýta þeir mjúkan, leynilegan inngang sem fellur saman að baki foreldranna. Innganginum er lokað með köngulóarvef sem er límdur yfir kantana til að vindgustur nái ekki að opinbera hreiðrið sjálft.

 

Hreiðrið sjálft er undir falska botninum og inngangurinn að því er dulbúinn. Í hvert sinn sem foreldrarnir nota innganginn er honum lokað vandlega með köngulóarvef sem límir kantana saman.

 

Ungarnir gera líka sitt til að lifa af. Yfirleitt skrækja fuglsungar þegar þeir finna hreyfingu á hreiðrinu en ungar pungmeisu steinþegja ef einhver hreyfing kemst á hreiðrið.

 

Pungmeisan sýnir snilli sína með því að flétta sér hreiður með leyniherbergi.

Lirfurnar skíta upp á bak

Skjaldbjöllulirfur nota saurinn til að fæla frá sér soltin rándýr.

 

Ýmist líma þær saurinn fastan á bakið eða þær halda honum föstum á afturendanum og veifa síðan þessu daunilla hrúgaldi að nefi rándýrsins. 

 

135

Skjaldbjöllur nota sveigjanlegan afturenda til að koma illþefjandi saur fyrir á bakinu.

 

Lirfur sumra söngtífna notað svipaða aðferð og umvefja sig illa þefjandi saur. Þær lirfur blása lofti í allt saman þannig að úr verður saurfroða.

 

Svarmi stingur sér niður eftir skyni

Leðurblökur eru erkifjendur svarmanna. Til að komast hjá því að lenda í kjöftum þessara fljúgandi spendýra hafa fiðrildin þróað ofurnæm heyrnarskynfæri báðum megin á aftanverðum búknum.

 

Þetta eru skynfrumur sem eru sérhæfðar til að greina hátíðnihljóð sem leðurblökur nota til að skynja bergmál frá bráð.

 

Hljóðinu er breytt í rafboð sem berast út í vængina og fiðrildið lætur sig þá samstundis falla.

 

Svarmi stingur sér niður eftir skyni

Eyru fiðrildisins eru beintengd við vængina og þetta heyrnarskyn bjargar dýrinu frá gráðugum leðurblökukjöftum.

Hátíðnihljóð finnur svarma

Hátíðnihljóð leðurblöku endurkastast af fiðrildinu og leðurblakan tekur stefnu á bráðina.

Heyrnarskynfærið  greinir ógnina

Aftan við vængi svarmans eru næm heyrnarskynfæri sem greina hljóð frá leðurblöku í allt að 100 metra fjarlægð.

Flóttaviðbrögð eru sjálfvirk

Hljóðinu er umbreytt í rafboð sem berast út í vængvöðvana og gangsetja sjálfkrafa flóttaviðbrögð fiðrildisins.

 

Svefnpoki dylur lykt páfisksins

Þar eð páfiskar eru tiltölulega stórir eru því takmörk sett hve litlar glufur eða sprungur geta verið til að þeir nái að dyljast þar. Þess vegna hafa fiskarnir komið sér upp sérstakri aðferð til að dyljast fyrir lyktarskyni ránfiska.

 

Þegar páfiskur hyggst ganga til náða finnur hann sér sæmilega öruggan stað á sjávarbotni og tekur svo að losa slím úr munninum. 

 

137

Páfiskar mynda slímpoka utan um sig og sleppa engri líkamslykt út meðan þeir sofa.

 

Slímið leggst yfir fiskinn líkt og svefnpoki en þó með opum sem leiða sjó inn og út þannig að fiskurinn fær súrefni.

 

Möguleg lyktarefni sem fiskurinn gefur frá sér, haldast þó inni í pokanum og ránfiskar finna því ekki þessa bráð á lyktinni.

15 búningar meistarans

Harlekínkolkrabbinn fannst fyrst við Indónesíu upp úr 1990 og vísindamenn uppgötvuðu fljótlega að hæfni hans til að dyljast var miklu fjölskrúðugri en þeir áttu að venjast.

 

Eins og allir aðrir kolkrabbar getur hann skipt um lit af mikilli nákvæmni og á svipuðum tíma og neonljósaskilti en litaskiptin eru smáræði í samanburði við ýmislegt annað.

 

Kolkrabbi dulbýr sig sem eitrað dýr

Náttúran er full af dýrum sem kunna þá list að dulbúast en aðeins litli harlekínkolkrabbinn á dulbúninga fyrir heilan sirkus.

 

Armar minna á eiturslöngu

Þegar kolkrabbinn felur sig í sandinum og stingur upp tveimur örmum líkist hann eitraðri kóralslöngu.

Dylst innan um marglyttur

Til að dyljast í hópi marglyttna snýr kolkrabbinn örmunum upp.

Líkir eftir flatfiski

Þegar kolkrabbinn er innan um flatfiska klemmir hann armana saman og getur þá t.d. líkst flundru.

 

Harlekínkolkrabbinn getur líka breytt áferð húðarinnar sem getur verið alveg slétt eða gróf og hrjúf líkt og gamall, hrúðraður steinn og allt þar á milli.

 

En það er heldur ekki allt og sumt. Skepnan getur lika líkt eftir líkamsburðum og atferli annarra dýra.

 

Sé t.d. ránfiskur á eftir honum, getur hann falið sig í holu og sett tvo arma saman upp á botninn þannig að hann líkist eitraðri kóralslöngu, dýri sem flestir ránfiskar bera djúpa virðingu fyrir.

 

MYNDBAND: Sjáðu meistara dulargervanna 

 

Harlekínkolkrabbinn er svo sjaldgæfur að enn er óvíst hve mörgum sjávardýrum hann getur líkt eftir.

 

Hingað til hafa menn þó greint a.m.k. 15 mismunandi dulbúninga og stór hluti þess fjölda eru eftirlíkingar af eitruðum tegundum, svo sem skötum, sæanímónum eða drekafiskum.

 

Harlekínkolkrabbinn getur líka fallið inn í umhverfið og líkt eftir rótgrónum svömpum eða rörormum. Þessi skepna hefur meira að segja sést líkja eftir kókoshnetu á reki.

 

Nýir limir vaxa á tveimur vikum.

Mexíkóska kartan axoloti getur fórnað fæti í rándýrskjaft og stungið af án þess að missa hreyfigetuna.

 

Frumurnar í sárinu skipta sér á methraða og mynda nýjan vef svo hratt að nýr fótur eða nýtt líffæri getur verið fullskapað eftir örfáar vikur.

 

141

Auk þess að endurmynda afrifna limi getur axoloti ræktað ný líffæri og hluta af heila.

 

Ein af ástæðunum er sú að þessi karta lifir alla ævina á lirfustiginu en púpar sig ekki, eins og t.d. halakörtur sem verða að froskum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Lars Thomas

© J. Cancalosi/NaturePL, © Nature Picture Library, © T. MacMillan/NaturePL, © T. Laman/National Geographic, © S. Dalton/NaturePL, © Shutterstock, © Mary Beth Angelo/Scanpix, © Claus Lunau, © Des & Jen Bartlett/National Geographic Coll., © Alamy/ImageSelect, Claus Lunau & M. Durham/Getty Images, © Nature Prod./NaturePL, © Nature Picture Library & Mikkel Juul Jensen, © Alamy/Imageselect, © Nature Picture Library

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Maðurinn

Hvað veldur dauðastjarfa?

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Fimm svefntruflanir sem geta komið þér til að kvíða nóttinni

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

3

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

4

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

5

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

3

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

6

Maðurinn

Hvað veldur dauðastjarfa?

Maðurinn

Stökkbreytingar valda flötu enni eða stóru nefi

Náttúran

Hér lifa hættulegustu marglyttur heims

Maðurinn

Þetta eru sjö mikilvægustu skilningarvitin

Lifandi Saga

Kveðjuveisla Washingtons endaði með rosalegu fylleríi

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Fljótlega eftir að eldstöðvar falla saman, taka þær að endurbyggja sig. Þetta ferli hafa vísindamenn nú sett upp í líkan eftir að hafa safnað saman meira en sex áratuga upplýsingum. Niðurstöðurnar eiga að lágmarka fjölda fórnarlamba við hamfarir í framtíðinni.

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.