Er það virkilega rétt að píranafiskar geti étið fullvaxinn mann upp til agna á fimm mínútum? 

Þjóðsögurnar um píranafiska og græðgi þeirra eru fjölmargar og þegar litið er upp í kjaftinn á þeim blasa við hárbeittar skörðóttar tennur. En geta píranafiskar virkilega umbreytt manneskju í beinagrind á fáeinum mínútum?

BIRT: 13/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Það þarf milli 300 og 500 píranafiska til að tæta í sig fullvaxinn karlmann á fimm mínútum. Þetta sýna útreikningar dýrafræðingsins Raymond Owczarzak. 

 

Þar sem píranafiskar halda sig oft í stórum hópum er slík matarveisla alveg möguleg, þrátt fyrir að raunveruleg dæmi séu fágæt. 

 

Roosevelt forseti varð vitni að blóðbaði

Þetta slæma orðspor fiskanna stafar líklega frá atburði sem fyrrum forseti BNA, Teddy Roosevelt, varð vitni að árið 1913.

 

Hann var þá á ferðalagi um Amazonfljótið og þegar vitað var að hann myndi sækja heim þorp eitt, undirbjuggu þorpsbúar komu hans með því að girða af lítinn hluta af fljótinu með netum og fylltu staðinn með píranafiskum. Þeir létu síðan vera að fóðra dýrin í nokkra daga. 

Píranafiskar veiða í hópum

 

  • Skynfæri þeirra eru ákaflega næm: Píranafiskar skynja strax blóð í vatni. Þetta sýnir tilraun þar sem einum dropa var bætt í 200 lítra af vatni. Fiskarnir þyrpast líka saman þegar þeir heyra gusur í vatni. 
     
  • Hjarðeðli styrkir sjálfsöryggi fiskanna: Píranafiskar vilja helst veiða í hópum. Því stærri sem hópurinn er þess rólegri eru fiskarnir þegar þeir ráðast á stærri rándýr, samkvæmt rannsóknum. 

 

  • Öflug bit rífa bráðina í sundur: Píranafiskar hafa, miðað við eigin líkamsþyngd, eitt öflugasta bit í dýraríkinu og með hárbeittum, skörðóttum tönnum geta þeir flegið bráðina í sundur á skömmum tíma. 

„Hamsleysi og illska einkennir skepnurnar“

Þegar Roosevelt kom til þorpsins vildu þorpsbúar skemmta honum með því að henda lifandi kú til fiskanna sem voru allir sársoltnir. Fiskarnir hreinsuðu allt kjöt af skepnunni á fáeinum mínútum. 

 

Síðar sagði Roosevelt að píranafiskar væru skelfilegri en bæði hákarlar og barrakúðar og skrifaði í ferðabók sinni Through the Brazilian Wilderness: „Kvikindin eru með stutt trýni, starandi meinfýsinaugu og gapandi kjaft með hárbeittum tönnum og atferli þeirra einkennist af algjöru hamsleysi sem passar alveg við útlit þeirra.“ 

 

Það er nokkuð til í orðspori því sem fylgir þessum fiskum en þeir eru ekki alveg eins árásargjarnir eins og sögusagnir segja. 

  Hópur 300 – 500 píranafiska getur tætt í sig fullvaxinn mann á um fimm mínútum. 

Líf píranafiska er ennþá nokkur ráðgáta

Í janúar 2020 kom út rannsókn sem vísindamenn frá Brasilíu og Portúgal framkvæmdu en í henni kemur fram að þeir áverkar sem finnast á mönnum sem drukkna á svæðum píranafiska stafa fremur af öðrum fiskategundum. 

 

Orðspor píranafiska sem hamlausra drápara hefur valdið því að þeir hafa verið fremur lítt rannsakaðir miðað við aðrar dýrategundir. 

 

Líffræðingar vita t.d. ekki með vissu hve margar tegundir eru til og fæðuval þeirra hefur heldur ekki verið kortlagt með nokkurri nákvæmni.

BIRT: 13/02/2023

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is