Af hverju eru sítrónur súrar?

Ávextir þurfa að öllu jöfnu að vera sætir til þess að dýrin leggi sér þau til munns og dreifi fræjunum. Hvers vegna eru sítrónur súrar?

BIRT: 04/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

 

Erfitt er að gefa eina nákvæma líffræðilega skýringu á því hvers vegna sítrónur eru súrar.

 

Þar sem æðsti tilgangur ávaxta felst í því að laða að dýr sem vilja leggja sér þá til munns, eru þeir að öllu jöfnu sætir og einkar bragðgóðir.

 

Þess ber þó að geta að til eru ávextir sem hafa það markmið að fæla dýr frá því að éta þá áður en fræin þroskast.

 

Sítrónan heyrir að öllum líkindum til þessara ávaxta en þó er erfitt að staðhæfa nokkuð um þetta, því sítrusávextir hafa verið ræktaðir og kynbættir árþúsundum saman. Villtur ættfaðir sítrónunnar fyrirfinnst að öllum líkindum ekki og fyrir bragðið er erfitt að geta sér til um að hve miklu leyti útlit og eiginleikar nútímasítróna eiga rætur að rekja til upprunalegu arfberanna.

 

Annað hvort hafa sítrónur ávallt verið litlar og eilítið súrar á bragðið ellegar hafa þær áður fyrr verið stórar og mjög súrar.

 

Litlir, smásúrir ávextir fyrirfinnast í mörgum afbrigðum í náttúrunni. Mörg dýr, einkum fuglar, eru sólgin í þau og eiga þátt í að dreifa fræjum þeirra. Stórir ávextir með afar beiskt bragð spjara sig á hinn bóginn vel án aðstoðar dýranna.

 

Þau eru gerð með það fyrir augum að velta frá trjánum þegar þau falla til jarðar og bragðið fælir dýr yfirleitt frá því að éta ávaxtakjötið. Með því móti er fræjunum tryggð næring og vatn þegar þau spíra.

 

Fimmta frumbragðtegundin nefnist úmamí. Hér má lesa sér til um það hvernig úmamí bragðast og hvað bragðtegundin eiginlega felur í sér.

 

BIRT: 04/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is