Í rótum plantna er oft mikil næring og þær hafa því vakið sérstaka athygli dýra sem lifa á plöntufæði.
Til að verjast ágangi dýra hafa sumar plöntur komið sér upp eiturefnum í rótunum.
Það eru þó alls ekki allir rótarávextir sem innihalda efni sem ætluð eru til að halda svöngum dýrum í hæfilegri fjarlægð.
Gott dæmi er rauðrófan, en litur hennar stafar frá andoxunarefni sem auðveldar plöntunni að takast á við breytingar í umhverfinu.
Á þurrkatímum þegar þegar jörð verður saltari, eykst innihald litarefnisins og dökkrauði liturinn verður enn meira áberandi.
Í öðrum tilvikum hafa menn haft áhrif á lit rótarávaxta. Appelsínugulur litur gulróta er þannig ræktaður, enda talinn lystugri en hin upprunalega hvíta og grænleita áferð.
Að auki er rótin hollari í þessum lit. Í gulrótum er nefnilega mikið af litarefninu betakarótíni sem skapar þennan fallega lit og breytist í A-vítamín í lifur mannsins.
Að öllum líkindum hafa menn þó ræktað gulrætur í þessa átt eingöngu litarins vegna.
Það var ekki fyrr en seinna sem vísindamennirnir gerðu sér ljóst að betakarótín er mikilvægt fæðubótarefni fyrir mannslíkamann.