Doppleráhrifin lýsa því hvernig hljóðtónn breytist þegar sendir og heyrandi hreyfast í hlutfalli hvor við annan.
Eitt best þekkta dæmið úr hversdagslífinu er hvernig „babú-babú“-hljóðið frá t.d. sjúkrabíl breytist úr háu í lágt þegar bíllinn fer fram hjá okkur.
Loft þrýstist saman

2
Tónninn verður dýpri
Áhorfandi sem bíllinn er kominn fram hjá heyrir færri þrýstingssveiflur en sjúkrabíllinn sendir frá sér á sekúndu og heyrir því dýpri tón.
1
Loft pressast saman
Í útkalli sendir sjúkrabíllinn frá sér hljóð í formi þrýstingsbreytinga í lofti sem pressast saman í akstursstefnu bílsins.
3
Tónninn hækkar
Áhorfandi sem sér sjúkrabílinn nálgast heyrir fleiri þrýstingssveiflur á sekúndu en sjúkrabíllinn sendir frá sér og heyrir því hærri tón.
Heilinn skapar hljóð
Hljóð er skynjun sem heilinn skapar á grundvelli lítilla þrýstingsbreytinga í loftinu. Því tíðari sem breytingarnar eru verður tónhæðin meiri.
Fjöldi þrýstingsbreytinga á sekúndu er þekkt sem tíðni eða hljóðbylgjutíðni.