Maðurinn

4.000 ára gömul steinhella reyndist vera fjársjóðskort

Mörg þúsund ára gömul steinhella sem fannst 2014 gæti, að sögn fornleifafræðinga, leitt menn til óþekktra fjársjóða frá bronsöld.

BIRT: 05/10/2024

Við vinnu sína nota fornleifafræðingar nú gjarnan háþróaðan radarbúnað og loftmyndir til að finna fornminjar neðanjarðar eða í bergveggjum.

 

En nú gæti ævaforn steinplata með dularfullum ristum boðið evrópskum fornleifafræðingum upp á nýja en um leið hefðbundna aðferð.

 

Fornleifafræðingar hjá franska UBO-háskólanum (Université de Bretagne Occidentale) telja að hin 4.000 ára gamla Saint-Bélec-hella sé í rauninni fjársjóðskort frá bronsöld og gæti vísað á aðra hulda muni frá þessum tíma.

 

Hellan er 2,5 metra löng og 1,5 metrar á breidd og þykir sérstök vegna þess að hana má nota sem landakort til að finna forna þéttbýlisstaði – afar sjaldséð aðferð í fornleifafræði.

 

Sýnir ár og fjöll

Saint-Bélec-hellan fannst árið 2014 og er þéttrist með alls kyns línum sem taldar eru mynda kort yfir gamalt furstadæmi. Steinhellan er þannig elsta landakort sem þekkt er í Evrópu og það liðu rúm átta ár þar til vísindamenn fóru fyrir alvöru að reyna að ráða í hana.

 

Úr ójöfnum og línum á hellunni töldu vísindamenn hjá UBO sig geta greint fljót og fjöll í Roudouallec á Bretagne-svæðinu um 500 km vestur af París. Þegar þeir mynduðu helluna og báru saman við núgildandi landakort reyndist þetta tvennt falla saman nálægt 80%.

 

Uppgötvunin gæti leitt af sér fund fornra bæja og þorpa og um leið til þess að merkar fornminjar finnist.

Jörðin myndaðist fyrir á að giska 4,54 milljörðum ára en hver er eiginlega elsti þekkti steinn jarðar og á hann rætur að rekja til sjálfrar jarðarinnar?

Svo virðist sem meitlaðar hafi verið fíngerðar misfellur í helluna og vísindamennirnir telja að þannig séu sýndir grafarhaugar, byggð svæði og setlög í Roudouallec.

 

Kortið nær yfir um 630 ferkílómetra svæði á þessum hluta Bretagne.

 

Vísindamennirnir hyggjast nú mæla allt svæðið upp og bera saman við risturnar á hellunni og áætla að sú vinna geti tekið 15 ár.

 

Nýr uppgröftur hefur þegar leitt í ljós brot úr munum og þannig sýnt að Saint-Bélec-hellan hefur a.m.k. yfirbragð fjársjóðskorts.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

© Denis Glicksman / University of Western Brittany.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.