Hundsrófa gegnir umfram allt tveimur hlutverkum. Annars vegar er hún eins konar jafnvægisstöng þegar hundurinn gengur eða hleypur.
Vilji hundurinn t.d. skipta snögglega um stefnu notar hann rófuna sem eins konar mótvægi til að snúa afturhlutanum rétt.
Rófan er líka tjáskiptatæki og gefur sálarástand hundsins til kynna, svipað því sem við notum andlitssvipinn til að sýna í hvernig skapi við erum.
Flestir halda að rófudillið sýni gott skap en vísindamenn vita nú að málið er ekki alveg svo einfalt.
Vísindamenn hafa nú afkóðað margvísleg rófuboð hunda og m.a. fundið út að það er ekki bara jákvætt þegar hundur dillar rófunni.
Ef hann t.d. sveiflar rófunni einkum til vinstri er það merki um ótta eða reiði. En dillist rófan aðallega til hægri er hann í góðu skapi.
Hvers vegna halla hundar undir flatt?
Þegar hundur hallar undir flatt er það oft vegna þess að eitthvað fangaði athygli hans.
Í hóp getur þetta verið kostur ef aðrir geta séð félaga í hópnum meðvitaðan um t.d. hættu.
Að halla undir flatt getur líka verið merki um leik á sama hátt og dillandi rófa. Hundur getur hallað undir flatt í von um góðgæti.
Til eru dæmi um hunda sem snúa munnvikum í eins konar bros í von um verðlaun.