Regnbogi er meira en bara litskrúðugur bogi. Geislar sólarinnar brotna þannig í regndropunum að hluti ljóssins endurkastast til sjáandans innan þeirrar hvelfingar sem regnboginn myndar. Sá hluti himinsins sem er undir regnboganum virðist því bjartari. Stundum sjást tveir regnbogar og í þeim tilvikum virðist himinninn bjartari undir þeim neðri.
Regnbogi myndast þegar sólarljósið brotnar á ytra borði fallandi regndropa. Þar eð litir ljósrófsins brotna í örlítið misstór horn er regnboginn rauður yst en blár eða fjólublár innst. Í neðri regnboga hefur ljósið brotnað tvisvar og röð litanna snýst þess vegna við.
Dökki borðinn milli ytri og innri regnboga hefur verið nefndur hinn myrki borði Alexanders. Það heiti á uppruna kringum árið 200 þegar Alexander frá Afrodisias lýsti fyrirbrigðinu. Reyndar er þetta svæði ekki dekkra en afgangurinn af himninum. Svo virðist þó vera þar eð svæðin innan aðalregnbogans og hins minni endurkasta sólarljósinu.