Lifandi Saga

Af hverju er svona erfitt að taka Krím?

Í gegnum tíðina hefur ótal þjóðir dreymt um að leggja Krím undir sig. En allir urðu að gera sér grein fyrir því að hinn hernaðarlega mikilvægi skagi er skapaður til að halda óvinaherjum í burtu.

BIRT: 13/09/2024

Grikkir, Gotar, Býsansmenn, Mongólar, Ottómanar, Rússar og fleiri.

 

Í árþúsundir hefur þjóð eftir þjóð farið í stríð til að leggja undir sig Krímskagann.

 

Með staðsetningu sinni á norðurströnd Svartahafs virkar Krímskagi sem brú milli Evrópu og Asíu og hefur verið eftirsóttur sem hernaðarlega mikilvægur staður og fyrir viðskipti í þúsundir ára.

 

Þrátt fyrir að Krím hafi verið vettvangur ótal bardaga hefur innrásarherjum mjóu eiði. Á meðan háir klettar verja hann gegn árásum frá sjávarsíðunni er auðvelt að stöðva innrásir eftir eiðinu.

 

Í seinni heimsstyrjöldinni var Krímskagi vettvangur einhverra blóðugustu bardaga á austurvígstöðvunum og vel smurð stríðsvél Hitlers þurfti að eyða nokkrum mánuðum í að berjast um hið 30 km langa eiði.

Krím tengist meginlandinu með 30 km löngum skaga.

Um aldir hafa mikilvægustu borgir Krím verið búnar sérlega sterkum varnarmannvirkjum. S

 

em dæmi má nefna að stóra hafnarborgin Sevastopol var umkringd virkjum, stórskotaliðsstöðvum, jarðsprengjum og neti jarðgangna sem gerði það að verkum að borgin var nánast ósigrandi.

Íbúafjöldi Rússlands hefur farið snarminnkandi á síðustu árum – og þetta getur valdið Pútín miklum vanda en hann dreymir um að fá nánast endalausar raðir af ungum og vel þjálfuðum hermönnum.

Í Krímstríðinu (1853-56) þurfti bandalag breskra, franskra og tyrkneskra herja að sitja um borgina í eitt ár áður en hún féll og í rússnesku borgarastyrjöldinni (1917-22) gerðu óyfirstíganlegar varnir Sevastopol borgina að einu af síðustu vígjum hvíta hersins, hers keisarans, í baráttunni gegn bolsévikum.

Baráttan um Krímskagann

Skaginn hefur alltaf verið eftirsóknarvert svæði. Í tímans rás hefur fjölda þjóða lent hér saman – allar með löngun til að stjórna hinu hernaðarlega mikilvæga horni Svartahafsins.

Rússnesk-tyrkneska stríðið (1768-74)

Orsök:

Rússar myndu auka áhrif sín til suðurs og fá aðgengi að Svartahafinu. Mikilvægt skref var að hertaka Krím sem var stjórnað af herræðisríki undir vernd Ottómana.

 

Niðurstaða:

Friðarsáttmáli veitti Rússum aðgang að tveimur höfnum við Svartahaf og yfirráð yfir Krímskaga. Rússland var einnig viðurkennt sem verndari kristinna manna undir stjórn Ottómana.

Krímstríðið (1853-56)

 

Orsök:

Rússar vildu meiri völd í Suður-Evrópu en Evrópuveldin höfðu áhyggjur af valdahlutföllum á svæðinu og vildu koma í veg fyrir útrás Rússa.

 

Niðurstaða:

Engin landsvæði skiptu um hendur í Krímstríðinu en Svartahafið var lýst hlutlaust svæði sem var ósigur fyrir metnað Rússa.

Rússneska borgarastyrjöldin (1917-22)

 

Orsök:

Eftir rússnesku byltinguna 1917 var Rússland mjög skipt. Bolsévikar höfðu hrakið Nikulás II keisara frá völdum en her keisarans barðist við þá til að endurheimta yfirráð keisarans.

 

Niðurstaða:

Eftir nokkurra ára borgarastyrjöld þurftu hersveitir keisarans að yfirgefa síðasta vígi sitt á rússneskri grundu – Krím. Bolsévikar treystu völd sín og stofnuðu Sovétríkin.

Krímherferðin (1941-44)

 

Orsök:

Eftir innrás Þjóðverja í Sovétríkin árið 1941 varð Krím mikilvægt skotmark Nasista, þar sem skaginn myndi veita þeim yfirráð yfir Svartahafinu og tækifæri til að loka sovéskum birgðalínum.

 

Niðurstaða:

Í júlí 1942 hertóku Þjóðverjar síðustu borgina á Krímskaga, Sevastopol, eftir margra mánaða hörð átök. Árið 1944 hófu Sovétmenn gagnsókn sem hrakti Þjóðverja út af svæðinu.

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

Collections du château de Versailles. © NASA Earth Observatory. © Hermitage Museum. © Imperial War Museum. © Public Domain.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.