Lifandi Saga

Af hverju eru konungbornir sagðir vera með blátt blóð?

Á miðöldum var Spánn fjölmenningarlegt samfélag þar sem blönduð hjónabönd voru algeng. En sumir þjóðfélagshópar voru mjög andvígir blöndun ólíkra kynþátta og þannig kom fram hugmyndin um ‘sangre azul’ – blátt blóð.

BIRT: 16/01/2025

Sú hugmynd að blátt blóð renni í æðum konungborinna manna er upprunnin frá miðöldum á Spáni.

 

Á tímabilinu frá árinu 711 til 1497 réðu múslimskir Márar ríkjum á stórum hluta Íberíuskaga, þar sem ólíkir þjóðflokkar lifðu saman í sátt og samlyndi.

 

Blönduð hjónabönd voru harla algeng en ekki voru allir sáttir með slíkan ráðahag. Það voru spænskir aristókratar – einkum fornar og æruverðugar aðalsfjölskyldur í Kastilíu – sem neituðu að blandast framandi kynþáttum og lýstu því yfir að í æðum þeirra rynni ‘sangre azul’ – blátt blóð.

 

Aristókratarnir fullyrtu að þeir gætu rakið ættir sínar til tiginborinna kristinna aðalsmanna sem réðu ríkjum áður en Márar hertóku Spán.

 

Aðallinn var jafnan með mun ljósari húð en norður-afrískir Márar, spænskir Gyðingar og alþýðan sem þurfti að strita daglangt í sterku sólskini.

 

Undir fölri húðinni voru æðarnar áberandi og ætla mátti að blátt blóð rynni um æðarnar.

Spænskir aristókratar giftust einvörðungu innbyrðis. Fyrirkomulagið varðveitti hvítan húðlit þeirra og skapaði mýtuna um blátt blóð.

Bláa blóðið dreifðist um alla Evrópu

„Blátt blóð“ varð þannig samheiti yfir konunglegan uppruna og hreint blóð sem ekki var blandað framandi kynþáttum eða lágstéttinni.

 

Frá Spáni barst þessi túlkun síðan um alla Evrópu, þar sem líkingin var notuð til að styrkja sérstöðu aðalborinna manna og kóngafólks, til að greina það rækilega frá almennum borgurum.

Flestir hafa orðið dauðþreyttir á tilteknum fjölskyldumeðlimi en fæstir hafa þó gengið eins langt og frú Brinvilliers gerði á 17. öld.

Hugtakið náði miklum vinsældum með bókmennta- og listaverkum á Endurreisnartímanum og er enn þann dag í dag oft notað um kóngafólk.

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

British Library & TA BLUE Capture/Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve lengi lifði hundurinn Laika í geimnum?

Lifandi Saga

Hvenær urðum við pólitískt réttsinnuð? 

Maðurinn

7 mýtur um hæð: „Hávöxnu fólki vegnar betur í lífinu“

Alheimurinn

Hvernig hafa geimför samband við jörðina?

Lifandi Saga

Í fríríkinu Flöskuhálsi var aðaliðja flestra smygl

Heilsa

Vísindamenn: Hægt er að lengja lífið um heilan áratug með breyttu mataræði

Alheimurinn

Pólstjarnan er leiðarvísir á næturhimni

Lifandi Saga

Hvaða harmleikur á íþróttaleikvangi kostaði flest mannslíf?

Maðurinn

Hve langt nær skaðsemi óbeinna reykinga?

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Lifandi Saga

5 ástæður þess að Gandhi var hræsnari

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.