Glæpir

Yfirstéttarfrú skipulagði hið fullkomna morð

Flestir hafa orðið dauðþreyttir á tilteknum fjölskyldumeðlimi en fæstir hafa þó gengið eins langt og frú Brinvilliers gerði á 17. öld.

BIRT: 23/01/2023

Árið 1666 veiktist háttsettur franskur embættismaður að nafni Antoine Dreux d’Aubray skyndilega.

 

Herra d’Aubray kastaði upp og var með skelfilegar magakvalir þar sem hann dvaldi á óðalssetri sínu í Norður-Frakklandi.

 

Þrátt við fyrsta flokks umönnun dótturinnar Marie-Madeleine Marguerite de Brinvilliers lést hann af veikindum sínum örfáum mánuðum síðar.

 

Þegar læknirinn fyllti út dánarvottorðið datt honum engin skárri skýring í hug en að maðurinn hefði látist af völdum gigtar en hr. d’Aubray hafði verið gigtarsjúklingur í áraraðir.

 

Skýring læknisins kom sér vel fyrir dóttur mannsins, frú Brinvilliers.

 

Eitrið í súpunni sem hún lagaði fyrir föður sinn gerði sitt gagn og engan grunaði neitt glæpsamlegt. Hún var viss um að sér hefði tekist að fremja hinn fullkomna glæp.

„Í þá daga var ekki unnt að greina eitur í líkum með vísindalegum aðferðum og gullgerðarmenn og aðrir álíka græddu stórar fúlgur á að selja eiturefni“.

Eitur var vinsælt

Konan hafði skipulagt ódæðið gegn föðurnum um langa hríð. Þegar Marie-Madeleine Marguérite d’Aubray var 21 árs að aldri gekk hún að eiga efnaðan markgreifa að nafni Antoine Gobelin de Brinvilliers en um var að ræða erfingja hinna þekktu gobelín-verksmiðja, þar sem ofin voru vönduð veggteppi.

 

Markgreifinn naut mikillar virðingar en var engu að síður leiðinlegur, auk þess sem hann var spilafíkill. Eiginkonan unga fékk sér því ástmann að nafni Godin de Sainte-Croix sem var liðsforingi og alræmdur kvennabósi.

 

Föður hennar geðjaðist engan veginn að þessu og reiddist dótturinni mjög svo. Pabbinn hafði sambönd innan hirðarinnar og honum tókst að láta fangelsa Sainte-Croix í hinu alræmda Bastillufangelsi.

 

Í fangelsinu úði og grúði af föngum sem kunnu ýmislegt fyrir sér í eiturblöndum. Í þá daga var ekki unnt að greina eitur í líkum með vísindalegum aðferðum og gullgerðarmenn og aðrir álíka græddu stórar fúlgur á að selja eiturefni.

 

Sainte-Croix drakk í sig vitneskjuna og þegar hann loks losnaði úr varðhaldinu að einu ári liðnu vissi hann allt sem hægt var að vita um eitur. Hann og frú Brinvilliers hófust strax handa og fóru að undirbúa skelfilega hluti.

 

Í heimsókn á sjúkrahús staðarins stundaði markgreifafrúin tilraunir sem fólust í að gefa sjúklingunum inn eitur. Árið 1666 hafði henni lærst hvernig myrða ætti fólk án þess að nokkurn grunaði. Skömmu síðar eitraði hún fyrir föður sínum.

 

Brinvilliers-hjónin erfðu gífurlega fjármuni en dýrar venjur elskhuga frúarinnar, Sainte-Croix, gerðu það að verkum að peningarnir hurfu á skömmum tíma. Parið tók því þá ákvörðun að myrða þrjú systkini frúarinnar í því skyni að komast sjálf yfir alla fjármuni fjölskyldunnar.

 

Árið 1670 létust bræður frúarinnar, þeir Antoine og Francois, eftir að hafa borðað köku.

Frú Brinvilliers var tíður gestur á fátækrasjúkrahúsinu hôtel-Dieu á hægri bakka árinnar Signu í París

Veikt fólk var notað í banvænum tilraunum

 

1. Frú Brinvilliers komst um allt á sjúkrahúsinu 

Líkt og við átti um margar yfirstéttarkonur fór frú Brinvilliers iðulega í heimsókn á nærliggjandi sjúkrahús. Tilganginn sagði hún vera að styðja og gleðja sjúklingana en reyndar bjó allt annað undir.

 

2.  Eitrið falið í góðgæti

Þegar frú Brinvilliers heimsótti sjúklinga á sjúkrahúsið hafði hún iðulega meðferðis góðgæti handa sjúklingunum sem eitri hafði verið komið fyrir í. Vín, heimagerð súpa og aldinmauk voru í hópi þeirra matvæla sem hentaði vel að koma fyrir eitri í.

 

3. Sjúklingurinn var hjálparvana

Sjúkdómar voru oft svo langt gengnir að skyndileg andlát komu heilbrigðisstarfsfólki ekkert á óvart. Flestir þeirra sem lagðir voru inn á sjúkrahús voru enn fremur fátækir einstæðingar, svo fáir söknuðu þeirra.

Óhapp leiddi til uppljóstrunar

Systir frú Brinvilliers og mágur hennar voru næst á listanum en þá vildi svo til að sprenging varð í eiturefnarannsóknarstofunni hans Sainte-Croix og hann lést samstundis.

 

Þegar lögreglan hóf að rannsaka slysið varð rauð leðuraskja á vegi þeirra. Askjan innihélt bréf frá frú Brinvilliers, svo og dropaglös og eiturduft.

 

Bréfin sýndu svart á hvítu hvað átt hafði sér stað. Um leið og frú Brinvilliers frétti af rannsókninni tók hún til fótanna og lét sig hverfa.

 

Hún faldi sig í klaustri í borginni Liège þar sem lögreglan gat ekki hreyft við henni.

 

Það var ekki fyrr en lögregluþjónn einn, dulbúinn sem ábóti, narraði hana út fyrir klaustrið, undir því yfirskyni að fara með hana í gönguferð, að loks tókst að handtaka frúna og færa hana í fangelsi í París.

„Helmingur fína fólksins tekur þátt í slíku og ég gæti eyðilagt líf þeirra ef ég færi að kjafta frá“

Hún viðurkenndi glæpina og var dæmd til dauða, án þess þó að iðrast hið minnsta.

 

„Ég á eftir að verða fræg!“, lýsti frúin yfir eilítið upp með sér þar sem hún beið aftökunnar.

 

Hún gat meira að segja sagt frá því að notkun á eitri væri orðin algeng meðal aðalsins. Aðeins efnafólk hafði efni á að greiða fyrir hvern skammt sem hæglega gat kostað 3.000 frönsk pund en það var sexföld sú upphæð sem fátækur Frakki hafði sér til lífsviðurværis yfir allt árið.

Átakamikið líf frú Brinvilliers var enn vinsælt afþreyingarefni á 19. öld. Heftið sem sagan er fengin úr er frá árinu 1887.

„Helmingur fína fólksins tekur þátt í slíku og ég gæti eyðilagt líf þeirra ef ég færi að kjafta frá“, lýsti hún yfir. Frú Brinvilliers steinhélt munni.

 

Ári síðar kom upp annað hneyksli þegar eiturbraskarinn La Voisin var handtekinn. Alls 367 manns voru teknir höndum og 36 teknir af lífi. Flestir tilheyrðu þeir hástéttinni.

 

Árið 1682 lét Loðvík 14. konungur raunar stöðva rannsóknina þegar í ljós kom að ástkona konungsins, frú de Montespan hafði keypt eitur, sennilega með það fyrir augum að drepa keppinaut sinn í ástamálum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Else Christensen og Jannik Petersen

© Album/Coll. Jonas/Kharbine-Tapabor/Imageselect. © Image taken from page 165 of ’[The Marchioness of Brinvilliers, the poisoner of the seventeenth century. A romance of old Paris.].

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is