Þann 27. febrúar 2022 lýsti tyrkneski utanríkisráðherrann því yfir að Tyrkland liti á innrás Rússa í Úkraínu sem stríð og meinaði í kjölfarið Rússum að sigla um Bosporus-sund. Rússar geta því ekki siglt milli Svartahafs og Miðjarðarhafs.
Norðurlönd hafa hins vegar ekki möguleika að hindra siglingar Rússa á Eystrasalti. Ástæðan er sú að Eystrasalt er alþjóðleg siglingaleið en um þær gildir hafréttarsáttmáli SÞ frá 1982.
MYNDBAND: Hvað er Montreux-sáttmálinn?
Samkvæmt honum eiga skip jafnan greiða leið í Eystrasalti og væri Rússum meinað að sigla þar um jafngilti það broti á alþjóðlegum sáttmála.
Nokkuð sem Rússar myndu líta á sem mikla ögrun – og jafnvel túlka sem stríðsyfirlýsingu.
Fjöldaaftökur kvenna og barna, LSD-tilraunir á samkynhneigðum og þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á minnihlutahópum – Norðurlöndin hafa ýmsar ógeðfelldar aðgerðir á samviskunni.
Ástæðu þess að Tyrkir geta lokað Bosporus-sundi má rekja til Montreux-sáttmálans frá árinu 1936. Þegar Mussolini var að styrkja stöðu Ítala á Miðjarðarhafi og ógnaði þannig stjórn Tyrkja á innsiglingunni til Svartahafs tókst Tyrkjum að endurvekja gamlan samning frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Með stuðningi Frakka, Breta og Rússa veitti Montreux-sáttmálinnTyrkjum fulla stjórn á m.a. siglingum um Bosporus-sund. Því geta þeir núna lokað á siglingar Rússa um sundið, enda er stríð í gangi í Úkraínu.