Lifandi Saga

Svört samviska Norðurlanda

Fjöldaaftökur kvenna og barna, LSD-tilraunir á samkynhneigðum og þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á minnihlutahópum – Norðurlöndin hafa ýmsar ógeðfelldar aðgerðir á samviskunni.

BIRT: 26/11/2022

FORSÍÐUMYND

Sænski mannfræðingurinn Gustaf Retzius mælir hér höfuðkúpu karlmanna af samískum uppruna í því skyni að reyna að átta sig á hvað norrænt fólk ætti sameiginlegt sem kynstofn. Rannsóknir í líkingu við þessa voru síðar meir notaðar í kynþáttakenningum nasista.

Við sem lifum á Norðurlöndunum segjumst aðhyllast gildi á borð við manngæsku, mannréttindi og sömu meðferð á öllum en sé horft aftur til síðustu eitt hundrað ára kemur í ljós að Norðurlöndin hafa öll sitt lítið af hverju á samviskunni.

 

Ofbeldi, þvingun og innilokun hefur verið beitt gegn minnihlutahópum og þeim sem ekki eru alveg eins og aðrir. Skelfilegar tilraunir hafa verið gerðar á varnarlausum borgurum. Markmiðið var ávallt að gera samfélagið að betri stað og segja má að mannvonskunni hafi ætíð verið beitt með gott eitt fyrir augum.

1. SJÚKLINGAR FENGU LSD ÁN ÞESS AÐ VITA ÞAÐ

Einar Geert-Jørgensen var yfirlæknir á Friðriksberg-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn frá árinu 1950 og sá sem stjórnaði LSD-tilraununum.

Á árunum upp úr 1960 bundu læknar um allan heim vonir við að nota mætti skynörvandi efnið LSD til að lækna geðsjúkdóma. Hvergi fóru tilraunirnar þó fram undir minna eftirliti en við átti á sjúkrahúsinu á Friðriksbergi.

 

Annars staðar þar sem gerðar voru tilraunir með LSD skrifuðu þátttakendurnir undir leyfi fyrir þátttöku og hlutu síðan meðhöndlun til að vinna úr reynslunni að tilrauninni lokinni. Þannig var málum ekki háttað á Friðriksbergi. Þar fengu þátttakendur tilraunanna einungis vatnsglas sem LSD hafði verið bætt út í og voru síðan skildir eftir í kjallara, sumir hverjir bundnir fastir. Þá voru skammtastærðirnar jafnframt allt að tífalt stærri en við átti í áþekkum tilraunum.

 

Langflestir þátttakendanna þjáðust ekki af neinum alvarlegum geðrænum veikindum, heldur voru haldnir m.a. kvíða, stami, þreytu og taugaveiklun. Einstaka þátttakandi var samkynhneigður en samkynhneigð flokkaðist sem geðrænn kvilli.

 

Tilraunirnar höfðu mjög slæm áhrif á geðslag þátttakendanna og margir þeirra leiddust út í misnotkun eða frömdu sjálfsmorð. Á bilinu 400 til 500 sjúklingum var gefið LSD á sjúkrahúsinu á Friðriksbergi og var sá yngsti aðeins 15 ára að aldri. Árið 1986 fengu alls 154 þeirra sem enn voru á lífi bætur fyrir tilraunirnar.

2. RÓMAFÓLK ÞVINGAÐ TIL ÓFRJÓSEMISAÐGERÐA

Sænska ríkisstjórnin lét gjarnan vana Rómafólk sem handtekið var.

Á fyrri hluta 20. aldar sýndu læknar, stjórnmálamenn og aðrir framámenn á Norðurlöndum arfbótum manna mikinn áhuga. Trúin á það að samfélagið geti bætt erfðamengi íbúanna, með því að gera þá ófrjóa sem bjuggu yfir óæskilegum einkennum, varð að veruleika.

 

Stjórnmálamenn í Svíþjóð álitu nauðungarvönun vera kraftaverkameðal sem unnt væri að beita gegn þeim sem væru „líffræðilega lítilsmegandi“, líkt og það hét í opinberri skýrslu frá árinu 1929. Slíkum aðferðum var iðulega beitt gegn þeim sem sagðir voru vera þroskaheftir en í Svíþjóð beindu yfirvöld sjónum sínum að heilum þjóðernisminnihlutahópi, nefnilega „sígaunum“.

 

Þeir voru álitnir hafa slæm áhrif á þjóðfélagið sem yfirvöld vildu fyrir alla muni losna við. Stjórnmálamenn ákváðu að innleiða þvingaðar ófrjósemisaðgerðir til að tryggja að þessi þjóðfélagshópur hyrfi með öllu þegar fram liðu stundir.

 

Talið var að um 700 af þeim 8.000 sígaunum sem bjuggu í landinu á árunum 1934-1976 hafi verið vanaðir en sagnfræðingar telja að talan sé miklu hærri.

3. HEIMILI FYRIR BÖRN ÓGEÐFELLDR

Mjög lítið eftirlit var haft með finnskum fósturheimilum á árunum 1937-1983.

Árið 2014 lét finnska ríkisstjórnin gera viðamikla rannsókn á aðstæðum á upptökuheimilum fyrir börn þar í landi á árunum 1937-1983.

 

Skelfilegar niðurstöður komu í ljós eftir tveggja ára vinnu. Allir þeir 299 sem viðtöl voru tekin við höfðu verið vanræktir, beittir ofbeldi, andlegum hremmingum eða kynferðisofbeldi. Ekki hafði verið skipt um föt á börnunum og þau nánast slitnað upp á líkömum þeirra. Vannæring var algeng og fyrir vikið mátti greina líkamleg og andleg mein á mörgum barnanna.

 

Við þetta bættist svo hreint og beint ofbeldi. Mörg barnanna höfðu verið lamin daglega, þeim hótað, þau niðurlægð og gert að þeim gys. Meðferð þeirra barna sem komið var í fóstur reyndist ekki ýkja frábrugðin og rannsóknin leiddi í ljós að opinbert eftirlit með börnunum hefði nánast ekkert verið.

 

Eftir að niðurstöður þessar voru birtar bað finnska ríkisstjórnin öll fórnarlömbin opinberlega afsökunar fyrir það nánast kerfisbundna barnaofbeldi sem átt hafði sér stað. Talið er að hartnær 150.000 börnum hafi verið komið fyrir á upptökuheimilum eða hjá fósturfjölskyldum á umræddu tímabili.

4. SAMÍSKRI MENNINGU SKYLDI ÚTRÝMT

Frá því í lok 19. aldar varð vinsælt meðal ferðamanna að heimsækja samíska íbúa í óbyggðum Noregs.

Árið 1905 hlaut Noregur loks sjálfstæði eftir 500 ára ríkjasamband við Danmörku og síðar meir Svíþjóð, ríkjasamband sem hafði verið komið á þvert gegn vilja þeirra. Þjóðin unga sló því föstu að Noregur skyldi vera fyrir Norðmenn. Í raun réttri bjó þó stór samískur þjóðfélagshópur í landinu. Í norðlægum sveitum voru Samar meira að segja í meirihluta.

 

Norska stórþingið samþykkti ýmis lög sem vörðuðu Sama beint. Markmiðið var að aðlaga þá að norsku samfélagi og að bæla niður menningarleg sérkenni þeirra. Þúsundir þeirra voru fluttir nauðungarflutningum frá landi forfeðra sinna til þess að þeir sem voru norskir að uppruna gætu nýtt landsvæði þeirra. Ríkið leiddi í lög hámarksstærð hýbýla þeirra og sums staðar varð fólk að tala reiprennandi norsku til að gerast landeigendur. Þá voru tugþúsundir hreindýra þeirra leidd til slátrunar því stjórnmálamenn sögðu dýrin ekki komast fyrir á landinu, auk þess sem þau eyðilegðu sveitabýlin.

 

Norðmenn voru ekki einir um að beita Sama ofbeldi. Bæði Svíar og Finnar innleiddu lög sem mismunuðu Sömum í upphafi 20. aldar en þeir ofsóttu þá raunar ekki í sama mæli og Norðmenn gerðu.

5. ÓSIÐLEGAR KONUR EINANGRAÐAR Á EYJU

Konurnar á stofnuninni fyrir „siðferðislega brenglaðar“ konur voru ekki í varðhaldi, þær komust hins vegar einfaldlega ekki frá Sprogø.

Á árunum milli 1923-1961 var að finna sérstaka stofnun fyrir konur á eynni Sprogø í miðju Stórabelti úti fyrir Danmörku. Tilgangurinn með stofnuninni var að lækna „siðferðislega brenglaðar“ konur og losa þær við þau samfélagslega skaðlegu mein sem hrjáðu þær. Konurnar voru í raun oft einfaldlega fórnarlömb þess samfélagssiðgæðis sem ríkti í þá daga.

 

Konur áttu á hættu að verða sendar til Sprogø ef þær t.d. stálu, höfðu ekki fasta búsetu eða voru það sem kallaðist „kynferðislega lauslátar“, þ.e. höfðu lagt stund á kynlíf fyrir giftingu eða átt nokkra bólfélaga. Á þessari umræddu einangruðu eyju gátu þær ekki lengur smitað samfélagið með ósiðlegri hegðun sinni.

 

Stúlknaheimilið gegndi þó ekki hlutverki fangelsis, heldur var það álitið vera betrunarheimili en í raun réttri höfðu stúlkurnar engin tök á að komast þaðan og dvölin var ekki skilgreind í tímalengd. Til þess að öruggt mætti telja að arfberar stúlknanna gengju ekki áfram voru margar þeirra gerðar ófrjóar, gegn vilja þeirra.

 

Á árunum 1911-1961 var sambærileg stofnun fyrir karla starfrækt á eynni Livø í Limafirði. Alls 500 konur og um 740 karlar dvöldu gegn vilja sínum á þessum tveimur stofnunum.

6. GEÐSJÚKIR ÞVINGAÐIR TIL AÐ BORÐA SÆLGÆTI

Þegar tilrauninni í Lundi lauk gátu vísindamennirnir öðlast yfirsýn yfir hvað komið hefði fyrir tennur fanganna.

Á árunum upp úr 1930 var tannhirða Svía í svo slæmu ásigkomulagi að yfirvöld fóru að leita að fyrirbyggjandi lausnum.

 

Fyrsta skrefið fólst í að skýra hvað leiddi til tannskemmda. Grunurinn beindist að sykri og sætindum. Ákveðið var að gera tilraunir undir nákvæmu eftirliti og í því skyni varð heimilið Vipeholm fyrir þroskaskerta í Lundi fyrir valinu.

 

Á árunum 1945 til 1955 var allri fæðu sjúklinganna, án samþykkis þeirra, breytt í sykurríka fæðu. Sumir fengu brauðsneiðar sem sykri hafði verið sáldrað yfir, aðrir voru látnir innbyrða ógrynnin öll af súkkulaði. Í samstarfi við sælgætisframleiðendur var meira að segja þróuð sérstök „Vipeholms-karamella“, einstaklega sykurrík og klístruð karamella sem var vel til þess fallin að festast á milli tannanna.

 

Niðurstaðan var ótvíræð: Tennur sjúklinganna voru eyðilagðar algerlega. Tilraunin leiddi af sér mikilvæga vitneskju um tannhirðu en enginn veit hver reynsla sjúklinganna var. Þeir voru heldur aldrei spurðir.

7. ÞÚSUNDIR LÉTUR LÍFIÐ Í FANGABÚÐÐUM

Sagnfræðingar telja að um 38.000 manns hafi látist í finnsku borgarastyrjöldinni og þar af voru þúsundir manna teknar af lífi.

Allar götur til ársins 1917 var Finnland stórhertogadæmi undir stjórn rússneska keisarans. Eftir byltingu bolsévíka í Rússlandi öðluðust Finnar loks sjálfstæði árið 1918 en í valdatóminu braust út borgarastríð milli „rauðliðanna“ (sósíalista) og „hvítliða“ (íhaldsmanna).

 

Íhaldsmenn létu hneppa um 80.000 finnska sósíalista í fangabúðir sem réttilega mætti lýsa sem helvíti á jörðu. Um 5.000 þeirra voru teknir af lífi á örfáum mánuðum. Konur og börn, allt niður í níu ára aldur, voru einnig líflátin.

 

Þegar „hvítliðarnir“ höfðu borið sigur úr býtum í borgarastyrjöldinni voru „rauðliðarnir“ hafðir áfram í varðhaldi. Í fangabúðunum var nánast enga fæðu að hafa og hreinlætinu var svo ábótavant að fangarnir létust af völdum blóðsóttar og bólusóttar. Þegar spænska veikin barst til Finnlands herjaði hún jafnframt í fangabúðunum.

 

Verst var ástandið í Tammisaari-fangabúðunum, þar sem að meðaltali létust 30 manns á dag sumarið 1918. Alls létust 12-14.000 fangar í búðunum.

 

Lengi vel reyndu finnsk yfirvöld að hylma yfir hryllingin. Það var ekki fyrr en árið 1973 sem einhverjar bætur voru greiddar til þeirra sem lifðu af.

8. TILRAUN MEÐ GRÆNLENSK BÖRN

Tilraunin með grænlensku börnin 22 hefur fallið í gleymsku en börnin munu finna fyrir henni alla ævi.

Í kjölfarið á síðari heimsstyrjöld lögðu Danir alla áherslu á að breyta Grænlandi í siðmenntað þjóðfélag. Í því skyni að mennta nýja kynslóð framámanna á Grænlandi ákváðu dönsk yfirvöld að flytja alls 22 grænlensk börn á aldrinum sex til sjö ára til Danmerkur.

 

Börnunum var ætlað að verja hálfu öðru ári í að læra dönsku og kynnast danskri menningu. Síðan skyldu þau halda heim til Grænlands aftur og „byggja brú“ yfir í danskt þjóðfélag.

 

Upprunalega hugmyndin var að nota aðeins munaðarlaus börn en þeir sem stóðu fyrir verkefninu fundu aðeins sex nothæf börn og fyrir vikið var ákveðið að hafa einnig með börn einstæðra foreldra. Foreldrarnir vissu í mörgum tilvikum ekki hvað þeir voru að samþykkja og margir þeirra áttu aldrei eftir að sjá börn sín aftur.

 

Börnunum 22 var komið fyrir hjá fósturfjölskyldum í Danmörku. Sex þeirra voru ættleitt í Danmörku og sneru aldrei aftur til Grænlands. Þau sem komu heim aftur urðu eftirleiðis að ganga í danska skóla á Grænlandi, því þau höfðu gleymt grænlenskunni.

 

Tilraun þessi féll fljótt í gleymsku í Danmörku en hún átti hins vegar eftir að setja mark sitt á börnin sem leið eins og útlendingum í báðum löndum. Helmingur þeirra lenti í neyslu og veiktust af geðrænum kvillum. Á síðasta ári höfðuðu sex barnanna mál gegn danska ríkinu. Dómsmálið endaði með sátt og fékk hvert barn jafngildi fimm milljóna íslenskra króna í bætur.

9. LÍK GRAFIN UPP OG KASTAÐ Í FJÖLDAGRÖF

Eftir margra ára starf tókst loks að finna nöfn þeirra 4.800 sovésku stríðsfanga sem lagðir höfðu verið til hinstu hvílu í fjöldagröf.

Á meðan heimsstyrjöldin síðari geisaði létust um 13.000 sovéskir stríðsfangar í Noregi þar sem þeir stunduðu nauðungarvinnu fyrir þýska hernámsveldið. Hermennirnir voru grafnir víðs vegar um landið en á dögum kalda stríðsins óttaðist norska ríkisstjórnin að látnu hermennirnir gætu gefið sovéskum njósnurum átyllu til að ferðast um landið og „heimsækja grafreiti“.

 

Þetta leiddi af sér „malbikunaraðgerðina“ árið 1951. Jarðneskar leifar þúsunda hermanna voru þá grafnar upp og lagðar í fjöldagröf á eynni Tjøtta í Norður-Noregi. Opinbera skýringin var sú að endurgera þyrfti gömlu grafirnar en upprunalegu legsteinunum hafði verið velt um koll eða þeir jafnvel sprengdir upp. Beinum og öðrum líkamshlutum hinna látnu var mokað ofan í pappírspoka, án þess að nokkur tilraun yrði gerð til að bera kennsl á einstaka hermenn.

 

„Við settum leifar af líkum ofan í poka og alls staðar stungust út bein og útlimir. Líkin voru morandi í ánamöðkum og fnykurinn var skelfilegur“, sagði einn hermannanna sem þátt tóku í flutningunum.

 

Fjöldauppgröfturinn leiddi einnig af sér stjórnmálakreppu milli Noregs og Sovétríkjanna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jónas Terney Arason, Bue Kindtler-Nielsen

Shutterstock,© Tage Christensen/Ritzau Scanpix/Shutterstock,© The Picture Art Collection/Imageselect,© SA-kuva,© Nasjonalbiblioteket, Norge,© Palle Jarner/Ritzau Scanpix,© Sverigesradio.se/Riksarkivet,© Ivar Ekström,© Allan Moe/Ritzau Scanpix,© Bjørn Christian Tørrissen

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.