Lifandi Saga

Af hverju óttast Ísraelsmenn Hizbollah meira en Hamas?

Það ríkir sannkallað stríðsástand á Gazaströndinni þar sem Hamasliðar veita Ísraelsher mótspyrnu. En í norðri gæti nýr aðili blandað sér í stríðið. Hizbollah-samtökin eru talin hafa um 100.000 hermenn og þau gætu hvenær sem er tekið upp baráttuna með Hamas.

BIRT: 03/11/2023

„Hizbollah leikur sér að mjög hættulegum eldi.“

 

Þetta sagði talsmaður ísraelska hersins eftir að hin herskáu samtök Hizbollah hótuðu að blanda sér í stríðsátökin milli Ísraels og Hamas.

 

En Ísraelsmenn taka hótunina alvarlega, því í þeirra augum stafar miklu meiri ógn af Hizbollah en Hamas.

 

Hizbollah-samtökin voru stofnuð í Líbanon 1982 eftir innrás Ísraela í landið. Klerkastjórnin í Íran studdi stofnun samtakanna, enda vildi hún breiða út hina íslömsku byltingu til annarra landa í Mið-Austurlöndum.

 

Og með stuðningi Írans hélt Hizbollah áfram baráttunni gegn Ísrael allt þar til Ísraelsmenn yfirgáfu Líbanon árið 2000.

 

Frá þeim tíma hefur Hizbollah þróast í öflugan stjórnmálaflokk, en samtökin hafa jafnframt viðhaldið hernaðarmætti sínum og byggt hann upp.

 

Kemur Hizbollah Hamas til hjálpar?

Talið er að Hizbollah eigi nú um 150 sprengiflaugar og ráði yfir um 100.000 manna herliði og áður en Ísraelsmenn réðust inn á Gaza, var jafnvel álitið að látið yrði til skarar skríða um leið og ísraelski herinn færi þar inn.

LESTU EINNIG

Hizbollah er á lista Bandaríkjamanna yfir hryðjuverkasamtök og sama gildir um mörg önnur vestræn ríki.

 

ESB gerir þó greinarmun á örmum Hizbollah og skilgreinir aðeins hernaðararminn sem hryðjuverkasamtök.

Hizbollah-hermenn börðust m.a. við hlið stjórnarhersins í hinu blóðuga stríði í Sýrlandi.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.