Lifandi Saga

Baráttan um Musterishæðina

Hæðin í gamla borgarhluta Jerúsalem er aðeins um hálfur ferkílómetri en mikilvægi hennar er gríðarlegt. Um aldir hafa gyðingar, múslimar og kristnir barist um Musterishæðina sem er einn helgasti staður allra þriggja trúarbragðanna.

BIRT: 31/03/2023

Grjót, stólar og rusl fljúga um loftið í átt að ísraelsku öryggissveitunum þegar þær fylgja Ariel Sharon, leiðtoga stjórnarandstæðinga, niður af Musterishæðinni í Jerúsalem fimmtudaginn 28. september árið 2000.

 

Hermenn skjóta táragassprengjum og gúmmíkúlum til að dreifa órólegum mannfjölda Palestínumanna.

 

Stuttu áður hafði Sharon komið með yfirlýsingu frá Musteristorginu: „Musterishæðin er í okkar höndum og hún verður áfram í okkar höndum.

 

Musterishæðin er helgasti staður gyðingdómsins og það er réttur hvers gyðings að heimsækja Musterishæðina “.

 

Yfirlýsingin ögrar múslimum sem búa í Jerúsalem og daginn eftir kastar hópur ungra Palestínumanna grjóti í biðjandi fólk við Grátmúrinn, einum helgasta stað gyðinga.

 

Ísraelskar öryggissveitir bregðast aftur við og drepa fjóra unga menn. Þannig hefst ný uppreisn Palestínumanna gegn Ísraelsríki – kölluð önnur intifada.

 

Næstu fimm árin nýta Ísraelsmenn sér skriðdreka og þyrlur í baráttunni á meðan palestínsku uppreisnarmennirnir svara með grjótkasti og sjálfsmorðsárásum.

 

Átök og ofbeldi eru þó engin nýmæli á Musterishæðinni.

 

Hæðin í miðri Jerúsalem er líklega umdeildasta svæði sögunnar.

 

Þrjú heimstrúarbrögð – gyðingdómur, kristni og islam – hafa barist fyrir réttinum á þessum litla bletti í meira en tvö þúsund ár.

Jerúsalem

Borgin varð mikilvæg þegar Davíð konungur gerði hana að höfuðborg sinni um 1000 f.Kr. Borgarmúrinn umkringdi gamla miðbæinn.

Musteri Heródesar

Heródes konungur hóf byggingu seinna musterisins u.þ.b. 20 f.Kr. Henni var þó ekki lokið fyrr en um 80 árum síðar.

Musterishæðin

Samkvæmt gyðingdómi var andi Guðs til staðar einmitt hér. Þess vegna var svæðið heilagt.

Grafhýsi Davíðs konungs

Sagt er að Davíð konungur sé grafinn sunnan við hæðina. Flestir fornleifafræðingar og sagnfræðingar eru efins um þessa túlkun en fyrir marga gyðinga er staðurinn heilagur.

Jerúsalem

Borgin varð mikilvæg þegar Davíð konungur gerði hana að höfuðborg sinni um 1000 f.Kr. Borgarmúrinn umkringdi gamla miðbæinn.

Musteri Heródesar

Heródes konungur hóf byggingu seinna musterisins u.þ.b. 20 f.Kr. Henni var þó ekki lokið fyrr en um 80 árum síðar.

Musterishæðin

Samkvæmt gyðingdómi var andi Guðs til staðar einmitt hér. Þess vegna var svæðið heilagt.

Grafhýsi Davíðs konungs

Sagt er að Davíð konungur sé grafinn sunnan við hæðina. Flestir fornleifafræðingar og sagnfræðingar eru efins um þessa túlkun en fyrir marga gyðinga er staðurinn heilagur.

Davíð konungur valdi musterishæðina

Fundur leirkerabrota í austurhluta Jerúsalem sýnir að á svæðinu var þegar búið þarna 4.000 árum fyrir fæðingu Krists.

 

Á 19. öld f.Kr. bjuggu kanaanítar þar umkringdir borgarmúr.

 

Virkið entist í 800 ár þar til Ísraelskonungurinn Davíð náði borginni á sitt vald og gerði hana að höfuðborg ríkis sem samkvæmt Biblíunni, sameinaði 12 ættkvíslir Ísraels.

 

Sagnfræðingar hafa ekki enn fundið neinar vísbendingar um að Davíð konungur hafi verið til í raun og veru – en Biblían segir að hann vildi sýna Guði þakklæti sitt sem hafði lofað honum að ríkið myndi endast að eilífu.

 

Eftir sigurinn fann konungurinn hæð norður af Jerúsalem, þar sem hann ákvað að reisa helgidóm.

 

Tengdafaðir Davíðs, Sál, var fyrsti konungur Ísraels. Fyrir hans tíma höfðu Ísraelsmenn verið frekar sundraðir og án raunverulegs leiðtoga.

 

Davíð vildi sameina ættbálkana með því að byggja musteri og sameina þá með einum guði.

 

Konungur staðhæfði að vald sitt væri fengið frá guði.

 

Davíð náði þó aldrei að byggja musterið – það var reist af syni hans og eftirmanni, Salómon.

 

Ekkert hefur varðveist af fyrsta musterinu en í Gamla testamentinu segir að það hafi verið frekar einfalt og byggt úr steini og timbri.

 

Í musterinu kom Salómon sáttmálsörkinni fyrir – stóra kistan sem sögð var innihalda steintöflurnar tvær með boðorðunum tíu sem Guð gaf Móse þegar Gyðingar flúðu frá Egyptalandi.

 

Ef Gyðingar héldu þessi boðorð samviskusamlega, myndi Guð vernda þá að eilífu, lofaði Drottinn.

 

Margir hinna trúuðu héldu því fram að guð væri að refsa þeim þegar babýlonski konungurinn Nebúkadnesar náði Jerúsalem á sitt vald og eyðilagði musterið árið 587 f.Kr.

 

Konungurinn sendi gyðinga í útlegð til Babýlon (sem staðsett er í núverandi Írak).

 

Musterið átti að heilla Gyðinga

Það var ekki fyrr en 48 árum síðar – árið 539 f.Kr. – sem gyðingum var leyft að snúa aftur heim.

 

Þeir hófu strax handa við að byggja nýtt musteri sem var svo tilbúið árið 515 f.Kr.

 

Næstu aldirnar var Jerúsalem undir stjórn hinna ýmsu valdhafa og árið 63 f.Kr. var borgin hertekin af rómverska hershöfðingjanum Pompeius.

 

Þannig varð Musterishæðin hluti af valdatafli Rómar og gyðinga.

 

Þessir pólitísku gerningar komu Gyðingum til góða um árið 20 f.Kr., þegar Heródes konungur sem sótti völd sín til Rómar ákvað að ná vinsældum meðal þegna sinna og um leið heilla Rómverja með því að stækka núverandi musteri í Jerúsalem.

 

Framkvæmdirnar voru líka þess virði að státa sig af. Til þess að skapa pláss fyrir hið mikla, nýja musteri þurfti Heródes að stækka hina upphaflegu hæð sem kallaðist Musterishæðin.

 

Mörg tonn af jarðvegi og steinum voru flutt að hæðinni svo hann gæti smíðað nýtt og mun stærra Musteristorg.

 

Til að halda saman hinni nýju hæð þurfti að byggja múr umhverfis hana sem stendur þar enn þann dag í dag.

 

Á fyrstu öldinni eftir fæðingu Krists urðu Gyðingar æ óánægðari með rómversku ráðamennina og að lokum gerðu þeir uppreisn.

 

Rómverjar brugðust aftur við með því að jafna borgina við jörðu og rífa musterið.

 

Múslimar yfirtóku helga staði

Síðan lagðist Musterishæðin í eyði. Kristna býsanska ríkið sem tók völdin í austurhluta Rómarveldis, vildi helst halda rústunum til minningar um ósigur Gyðinga.

 

Svæðið var fyrst endurreist þegar múslimskur her lagði undir sig Jerúsalem árið 637. Múslimar kölluðu fjallið Haram al-Sharif (Heilagur helgidómur) og hafði það mikla trúarlega þýðingu fyrir þá.

 

Upphafsmaður Islam, spámaðurinn Múhameð, átti samkvæmt helgisögnum að hafa stigið til himins og upp í guðsríki frá Musterishæðinni.

 

Eftir landvinninginn reistu múslimar því hof á staðnum sem hlaut nafnið Hvelfing klettsins.

 

Árið 705 reistu þeir annan helgidóm, al-Aqsa moskuna, á suðvesturhorni Musterishæðarinnar.

Hvelfing klettsins

Al-Aqsa moskan

Hvelfing klettsins

Al-Aqsa moskan

Krossfarar fetuðu í fótspor Davíðs 

Margir kristnir menn í Evrópu töldu að múslimar hefðu ranglega náð yfirráðum yfir Musterishæðinni helgu, þar sem Jesús hafði prédikað.

 

Þessi viðhorf nýttu Urban II. páfi og kaþólska kirkjan sér þegar árið 1095 var kallað eftir heilögu stríði til að frelsa Jerúsalem frá vantrúuðum múslimum.

 

Þann 15. júlí árið 1099 náðu krossfararnir loks yfirráðum yfir Jerúsalem.

 

Hermennirnir hófust strax handa við að drepa íbúa borgarinnar og ræna helgidóma Musterishæðarinnar.

 

Hvelfingu klettsins breyttu sigurvegararnir í kirkju en Al-Aqsa moskan var nefnd Templum Salomonis – Musteri Salómons.

 

Krossfararnir gerðu það sem þeir gátu til að þurrka út allt sem minnti á múslima og býsanska menningu því þeir litu á sig sem erfingja Jerúsalem samkvæmt Biblíunni.

 

Musterisveggur varð þungamiðjan

Gleði kristinna manna entist stutt. 2. október árið 1187 hertók herforingi múslima, Saladin, Jerúsalem á ný.

 

Hann fjarlægði strax krossinn sem krossfararnir höfðu sett upp á hvelfingu klettsins og setti gyllta hálfmánann í staðinn.

 

Að undanskildum árunum 1229-1239, þegar kristnir krossfarendur náðu yfirráðum yfir borginni, var Musterishæðin í höndum múslima fram á 20. öld.

 

Í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, árið 1918 leit heimurinn allt í einu allt öðruvísi út.

 

Ottómanaveldi múslima sem hafði ráðið ríkjum yfir Jerúsalem og Musterishæðinni frá árinu 1517, hrundi og hlutar hins mikla heimsveldis fóru undir stjórn vestur-evrópskra sigurvegara stríðsins.

 

England tók yfir stjórn Palestínu og þar með talið Jerúsalem. Aðstæður í borginni urðu fljótt aftur spennuþrungnar því vegna ofsókna í Evrópu flúðu margir gyðingar til gömlu svæðanna.

 

Palestínumenn mótmæltu innflytjendunum harðlega og átök urðu tíð við Musterishæðina sem varð fljótt deiluefni.

 

Lög frá tímum Ottómanaveldisins bönnuðu Gyðingum að setja upp bekki, stóla og önnur mannvirki við Grátmúrinn (síðustu leifar hins forna musteris Heródesar).

 

Í september árið 1928 braut hópur gyðinga opinberlega gömlu lögin með því að setja upp skerma til að aðskilja konur frá körlum við bænir en breskir hermenn gripu inn í.

 

Atvikið leiddi til ófriðar milli Breta og Gyðinga og árið eftir mögnuðust átökin og kostuðu 133 mannslíf.

 

Eftir seinni heimsstyrjöld reyndu SÞ að skipta Palestínu í tvennt milli Palestínumanna og Gyðinga en það gekk ekki eftir.

 

14. maí 1948 boðaði Þjóðarráð gyðinga stofnun Ísraelsríkis.

 

Austur-Jerúsalem og Musterishæðin voru hins vegar í höndum múslima þar til Ísraelar lögðu undir sig svæðið í stríði í júní árið 1967.

Grafarkirkjan

Kristnir menn telja að kirkjan hafi verið byggð á þeim stað þar sem Jesús var grafinn.

Via Dolorosa

Nafnið þýðir „Leið sorgarinnar“ og sýnir leiðina sem Jesús gekk með krossinn. Vísindamenn eru ósammála um leiðina en jafnan hafa þeir talið að upphafspunkturinn hafi verið við Antonia virkið norðan við Musterishæðina.

Getsemane

Garðurinn þar sem Jesús gisti með lærisveinum sínum nóttina fyrir krossfestinguna.

Olíufjallið

Samkvæmt kristinni trú steig Jesús upp til himna frá toppi fjallsins.

Grafarkirkjan

Kristnir menn telja að kirkjan hafi verið byggð á þeim stað þar sem Jesús var grafinn.

Via Dolorosa

Nafnið þýðir „Leið sorgarinnar“ og sýnir leiðina sem Jesús gekk með krossinn. Vísindamenn eru ósammála um leiðina en jafnan hafa þeir talið að upphafspunkturinn hafi verið við Antonia virkið norðan við Musterishæðina.

Getsemane

Garðurinn þar sem Jesús gisti með lærisveinum sínum nóttina fyrir krossfestinguna.

Olíufjallið

Samkvæmt kristinni trú steig Jesús upp til himna frá toppi fjallsins.

Þjóðirnar berjast enn

Musterishæðin er nú á landi undir stjórn Ísraels en samkvæmt gömlu samkomulagi frá tímum Saladins er henni stjórnað af múslimsku ráði – kallað Waqf.

 

Ráðið hefur m.a. neitað fornleifafræðingum aðgangi að Musterishæðinni – nema í stuttan tíma á þriðja áratug síðustu aldar.

 

Á tíunda áratug síðustu aldar leyfði ráðið þó byggingarverkafólki að fjarlægja mikið magn jarðvegs við endurbætur á mosku á fjallinu sem vísindamenn fengu síðan aðgang að.

 

Ísraelskir fornleifafræðingar mótmæltu, því þeir töldu bann á uppgreftri á fjallinu vera sökum þess að Palestínumenn neituðu tilvist gyðingamusteris.

 

En rifrildið um leyfi til að grafa fölnuðu í samanburði við vopnuð átök svæðisins.

 

Eftir heimsókn Ariels Sharons á Musterishæðina í febrúar árið 2000, létust u.þ.b. 2.000 manns úr báðum fylkingum áður en friður náðist árið 2005.

 

Friðarsamningarnir hafa þó ekki alfarið náð að stöðva óeirðirnar og enn deyja hundruðir ár hvert í baráttunni um þessa litlu hæð í Jerúsalem. Deilunni um Musterishæðina er alls ekki lokið.

 

—————————————————————————————————————— 

 

Gyðingarnir

Samkvæmt Biblíunni leiddi Móse Ísraelsmenn út úr Egyptalandi en þar voru þeir þrælar faraós. Á leiðinni gaf Guð Móse tvær steintöflur með boðorðunum 10.

 

Ef Ísraelsmenn héldu boðorðin, myndi Guð alltaf vaka yfir þeim, lofaði Drottinn Móse. Um 1000 f.Kr. náði Davíð Ísraelskonungur borginni Jerúsalem á sitt vald og gerði hana að höfuðborg sinni.

 

Spámaður nokkur sagði að Guð myndi veita konungi og afkomendum hans ríkið að eilífu. Í þakklæti ákvað Davíð að byggja musteri Guði til dýrðar í borginni.

Boðorðin 10 sameinuðu Ísraelsmenn

U.þ.b. 1400-1200 f.Kr.

Fornleifarannsóknir sýna að margir af fyrstu Ísraelsmönnunum voru fjölgyðistrúar – siður sem þeir áttu erfitt með að láta af.

 

Hið stóra uppgjör við fjölgyðistrú Gyðinga varð um 1400-1200 f.Kr. Samkvæmt 2. Mósebók var þetta gert með því að Móse fékk boðorðin 10 frá Guði á Sínaífjalli.

 

Strax í fyrsta boðorðinu segir að Ísraelsmenn megi aðeins einn guð hafa.

 

Hin boðorðin eru einfaldar grunnreglur sem nýttust við uppbyggingu samfélags.

Í fyrsta musterinu var sáttmálsörkin

U.þ.b. 950 f.Kr.

Davíð konungi tókst aldrei að byggja musteri. Þess í stað sá sonur hans og eftirmaður, Salómon, um framkvæmdirnar. Samkvæmt Biblíunni var musteri Salómons frekar lítil, ílöng bygging.

 

Inngangurinn var staðsettur að austanverðu, mót hækkandi sól og veggirnir voru byggðir úr stórum, útskornum steinum með viðarbjálkum á milli.

Sáttmálsörkin var sögð geymd í kistu úr akasíuviði sem stóð inni í musterinu.

Viðurinn veitti veggjunum sveigjanleika svo að þeir þoldu betur tiltölulega tíða jarðskjálfta svæðisins.

 

Í musterinu geymdi Salómon, að sögn, sáttmálsörkina sem innihélt steintöflurnar með boðorðunum tíu sem Móse var sagður hafa fengið frá Guði.

 

Gyðingar töpuðu trúargrunni

U.þ.b. 587 f.Kr.

Árið 587 f.Kr. Jerúsalem var hertekin af babýlonska konunginum Nebúkadnesar II. sem eyðilagði musterið.

 

Stór hluti gyðinga var tekinn til fanga og sendur í útlegð til höfuðborgarinnar Babýlon (í núverandi Írak).

Sáttmálsörkin hvarf þegar musteri Salómons var eyðilagt. E.t.v. fóru sigurvegararnir með það til Babýlon sem herfang.

Ánauðinni lauk árið 538 f.Kr. þegar Persakonungurinn Cyrus sigraði babýlonska heimsveldið.

 

Gyðingar voru sannfærðir um að Guð hefði brugðist þeim því þeir höfðu syndgað gegn boðorðum hans. Þeir sem snéru aftur byggðu því nýtt musteri svo þeir gætu lofað Guð samkvæmt fyrirmælunum.

 

Heródes stækkaði musterið

U.þ.b. 20 f.Kr.

Gyðingakóngurinn Heródes sem ríkti í Júdeu frá 37 f.Kr. þar til hann lést 33 árum síðar, þráði vinsældir og frægð.

 

Hann reyndi að koma sér í mjúkinn hjá Rómverjum og heiðraði t.d. Ágústus keisara árið 27 f.Kr. með því að endurskíra borgina Samaria í Sebaste (grískt nafn Ágústusar).

 

Heródes vildi þó einnig halda vinfengi við gyðinga í Jerúsalem.

 

Auk Masada-virkisins, Caesarea Maritima hafnarinnar og Heródíumhallarinnar fór konungur í gagngerar endurbætur og stækkun á musteri borgarinnar árið 20 f.Kr., með hjálp arkitekta frá Róm, Grikklandi og Egyptalandi.

 

Framkvæmdum á byggingunni lauk ekki fyrr en á sjötta áratug e.Kr. en gleði gyðinga stóð stutt yfir.

 

Í uppreisn gegn Rómverjum (66-70 e.Kr.) var musterið hertekið og eyðilagt.

Hliðin

Inngangur musterisins var að sögn Jósefusar, sagnaritara gyðinga, 15 m á hæð og 7,5 m á breidd. Aðeins gyðingum var leyft að fara um hliðið.

Hið heilaga

Hér stóð menóran, stór, sjö arma kertastjaki í musterinu og svokallað sýningabrauð – heilagt bakkelsi sem aðeins prestarnir fengu að borða.

Það allra heilagasta

Aðeins æðstipresturinn hafði aðgang að þessu herbergi og fór þar inn einu sinni á ári, á Yom Kippur – hinum helga friðþægingardegi Gyðinga.

Inngangar

10 hlið voru að forgörðum musterisins.

Garður prestanna

Svæðið var frátekið fyrir presta. Hér stóð altari þar sem þeir brenndu fórnarreykelsi, auk marmaraborða þar sem fórnardýrunum var slátrað.

Múrarnir

Múrar musterisbyggingarinnar voru úr kalksteini úr nálægri námu. Þyngstu steinarnir vógu meira en 100 tonn.

Garður karlanna

Hér höfðu aðeins karlkyns gyðingar aðgang.

Garður kvennanna

Hér höfðu bæði gyðingakonur og karlar aðgang.

Holdsveikraherbergi

Hluti kvennagarðsins var frátekinn fyrir líkþráa.

Herbergi musterisþjóna

Hér undirbjuggu nasarítar – Ísraelsmenn sem voru þjónar musterisins – fórnarmáltíðir sínar.

Ytri garðurinn

Hér fyrir utan var stór markaður með sölubásum, þar sem gestir gátu m.a. keypt mat, dýr til fórnar og skipt peningum.

Hliðin

Inngangur musterisins var að sögn Jósefusar, sagnaritara gyðinga, 15 m á hæð og 7,5 m á breidd. Aðeins gyðingum var leyft að fara um hliðið.

Hið heilaga

Hér stóð menóran, stór, sjö arma kertastjaki í musterinu og svokallað sýningabrauð – heilagt bakkelsi sem aðeins prestarnir fengu að borða.

Það allra heilagasta

Aðeins æðstipresturinn hafði aðgang að þessu herbergi og fór þar inn einu sinni á ári, á Yom Kippur – hinum helga friðþægingardegi Gyðinga.

Inngangar

10 hlið voru að forgörðum musterisins.

Garður prestanna

Svæðið var frátekið fyrir presta. Hér stóð altari þar sem þeir brenndu fórnarreykelsi, auk marmaraborða þar sem fórnardýrunum var slátrað.

Múrarnir

Múrar musterisbyggingarinnar voru úr kalksteini úr nálægri námu. Þyngstu steinarnir vógu meira en 100 tonn.

Garður karlanna

Hér höfðu aðeins karlkyns gyðingar aðgang.

Garður kvennanna

Hér höfðu bæði gyðingakonur og karlar aðgang.

Holdsveikraherbergi

Hluti kvennagarðsins var frátekinn fyrir líkþráa.

Herbergi musterisþjóna

Hér undirbjuggu nasarítar – Ísraelsmenn sem voru þjónar musterisins – fórnarmáltíðir sínar.

Ytri garðurinn

Hér fyrir utan var stór markaður með sölubásum, þar sem gestir gátu m.a. keypt mat, dýr til fórnar og skipt peningum.

Múslimar

Í Kóraninum er sagt frá fjölmörgum einstaklingum og atburðum sem einnig eru nefndir í Biblíunni – múslimar líta til dæmis bæði á Jesú og Móse sem mikla spámenn.

 

Jerúsalem leikur einnig stórt hlutverk í islam og fyrstu árin sneru Múhameð og fylgismenn hans sér til borgarinnar þegar þeir báðu.

 

Það var ekki fyrr en spámaðurinn og fylgjendur hans fluttu frá Mekka til Medina að þeir breyttu bænastefnu sinni þ.a. nú snéru þeir í átt að Mekka við bænir. Musterishæðin er heilagur staður í augum múslima því Múhameð sjálfur á að hafa heimsótt hana.

 

Múhameð steig upp til himins frá Musterishæðinni

621 e.Kr.

Íslam og Jerúsalem tengdust órjúfanlegum böndum samkvæmt helgisögnum þegar Múhameð spámaður kom til hinnar helgu borgar með erkienglinum Gabríel.

 

Í helgiritum múslima er sagt frá ferðalagi Múhameðs og erkiengilsins Gabríel árið 621 e.Kr. að Musterishæðinni í miðri Jerúsalem.

 

Borgin var þá í höndum Persa og þess vegna túlka vísindamenn frásögnina sem andlegt draumaferðalag fremur en raunverulegt, efnislegt ferðalag.

 

Frá musteristorginu steig Múhameð upp til himna á Buraq, vængjuðu kynjadýri sem er aðeins minna en asni.

 

Spámaðurinn fór í gegn um alla hina sjö himna og hitti meðal annars á ferð sinni Biblíupersónurnar Jesú, Nóa, Elía og Abraham.

Sagnadýrið Buraq sem Múhameð reið á, er oft sýnt með mannsandlit.

Þegar Múhameð stóð frammi fyrir Guði var honum sagt að héðan í frá ættu múslimar að biðja 50 sinnum á dag.

 

Múhameð lofaði þessu en á leiðinni til baka hitti hann Móse sem lagði til að hann myndi snúa við og semja við Guð um færri bænir.

 

Múhameð gerði eins og lagt var til og að lokum samþykkti Guð fimm bænir á dag.

 

„Fyrir hvert ykkar sem í trúfesti og trúmennsku biður þessar fimm bænir, munu þær eiga við um 50 bænir,“ lofaði spámaðurinn fylgjendum sínum í kjölfarið.

 

Bænin varð fastur siður í trú múslima. Viðburðurinn er kallaður af múslimum Isra (næturferð) og Mi’raj (uppstigning).

 

Ekki er mikið skrifað um þennan atburð í Kóraninum sjálfum en sagan er líka í hinu svokallaða Hadith safni sem er talið endurskapa orð og verk Múhameðs.

 

Eftirmaðurinn sigraði Jerúsalem

637 e.Kr.

Undir forystu Múhameðs réðust múslimskar hersveitir inn í Miðausturlönd – og landvinningarnir héldu áfram eftir dauða spámannsins.

 

Árið 634 e.Kr. þegar Omar tók við sem kalífi, stjórnuðu islamskar hersveitir bæði núverandi Írak og hlutum býsantíska veldisins.

 

Í nóvember 636 e.Kr. safnaði Omar liði sínu við Jerúsalem sem var umsetin í fimm mánuði.

 

Umsátrið og uppgjöfin í apríl árið eftir fór nokkuð friðsamlega fram þar sem múslimar vildu frekar svelta íbúa Jerúsalem til uppgjafar en að ráðast á þá.

Hvelfing klettsins er þriðji helgasti staður íslam

691 e.Kr.

Hofið var byggt af Kalíf Abdal-Malik á árunum 688-691 e.Kr. þar sem uppstigning Múhameðs á að hafa átt sér stað.

Vegna tengsla við spámanninn er byggingin talin þriðji helgasti staður islam á eftir borgunum Mekka og Medína.

Al-Aqsa moskan var byggð á ruslahaugum Býsantíumanna

705 e.Kr.

Á stjórnartíma arabísku Umayyadarættarinnar var tilbeiðsluhús á Musterishæðinni stækkað í stóra mosku.

 

Það þurfti hins vegar mikla hreinsunarvinnu. Kristnir Býsantíumenn ​​– sem áður stjórnuðu borginni – höfðu nefnilega notað svæðið sem ruslahaug.

Hvelfing klettsins er þriðji helgasti staður íslam

691 e.Kr.

Hofið var byggt af Kalíf Abdal-Malik á árunum 688-691 e.Kr. þar sem uppstigning Múhameðs á að hafa átt sér stað.

 

Vegna tengsla við spámanninn er byggingin talin þriðji helgasti staður islam á eftir borgunum Mekka og Medína.

Al-Aqsa moskan var byggð á ruslahaugum Býsantíumanna

705 e.Kr.

Á stjórnartíma arabísku Umayyadarættarinnar var tilbeiðsluhús á Musterishæðinni stækkað í stóra mosku.

 

Það þurfti hins vegar mikla hreinsunarvinnu. Kristnir Býsantíumenn ​​– sem áður stjórnuðu borginni – höfðu nefnilega notað svæðið sem ruslahaug.

Saladín vildi endurheimta Jerúsalem

1174

 

75 árum eftir að kristnir menn höfðu lagt undir sig Jerúsalem varð hershöfðingi Kúrda, Saladin, soldán yfir Egyptalandi árið 1174 e.Kr.

 

Markmið hans var að endurheimta borgina helgu og náði hann að sameina múslimsku þjóðirnar undir hans stjórn.

Fyrir andlát sitt í Damaskus árið 1193 e.Kr. gaf Saladin þegnum sínum stóran hluta auðæfa sinna.

Soldáninn var sagður harður en trúrækinn og réttlátur stjórnandi.

 

Þeir fylktust því á bak við Saladin í baráttunni í að ná hinni heilögu borg Jerúsalem aftur undir stjórn múslima.

Eftir orrustuna við Hattin tók Saladin af lífi yfir 200 musterisriddara og jóhanníta.

Hinn 4. júlí 1187 sigraði her soldáns krossfarana í orrustunni við Hattin og í október það ár gafst Jerúsalem upp fyrir Saladin.

 

Krossfararnir fengu að yfirgefa borgina ómeiddir gegn því að greiða lausnargjald.

 

_______________________________________________________________________                                                                                                 

Kristnir

Samkvæmt Biblíunni vandi hinn ungi Jesús komur sínar í musteri Gyðinga í Jerúsalem, þar sem hann tólf ára gamall sagði foreldrum sínum að hann væri sonur Guðs.

 

Þegar hann prédikaði fór það líka oft fram á Musterishæðinni.

 

Sagt er að á dómsdegi muni Jesús stíga niður af himni og ganga inn á Musteristorgið.

 

Dauði Jesú gerði Jerúsalem að miðpunkti kristninnar

U.þ.b. 30 e.Kr.

Jerúsalem varð helgasti staður kristninnar eftir krossfestingu Jesú en hermenn múslima sviptu þá stjórn á borginni.

 

Samkvæmt guðspjöllunum var Jesús dæmdur til dauða með krossfestingu í Jerúsalem.

 

Aftakan fór fram á Golgatahæðinni og var Jesús grafinn þar nálægt.

 

Eftir krossfestinguna varð borgin heilög í augum fylgjenda Jesú sem síðan dreifðu hinum kristna boðskap um Miðjarðarhafssvæðið.

Samkvæmt Biblíunni átti Jesús sjálfur að bera kross sinn til aftökunnar á Golgata hæð.

Um árið 320 e.Kr. heimsótti Helena, móðir rómverska keisarans Konstantíns mikla, Jerúsalem.

 

Líkt og sonur hennar var hún kristin og því bað hún hann að byggja kirkju þar sem Jesús hafði verið krossfestur og grafinn.

 

Konstantín reisti hina svokölluðu Kirkju hinnar helgu grafar eða Grafarkirkjuna sem þrátt fyrir mörg áföll er enn til staðar í dag.

 

Kirkjan er staðsett í upprunalegu hverfi Jerúsalemborgar sem hefur vakið furðu fræðimanna – því að Rómverjar tók fólk ekki af lífi innan borgarmúranna.

 

Árið 2012 sagðist hópur þýskra fornleifafræðinga þó hafa fundið vísbendingar um að borgarmúrinn á tímum Jesú hafi verið annars staðar og að Golgata lægi fyrir utan Jerúsalem.

 

Hvað sem því líður hefur borgin allt frá 4. öld verið mikilvæg kristnum mönnum og pílagrímsferðir þangað urðu stöðugt vinsælli. En árið 638 hertók múslimskur her borgina.

 

Kristnir menn fengu þó að búa í borginni en þeir urðu að hneygja sig fyrir framan moskur múslima og múslimskum prestum (Imam), þeir fengu ekki leyfi til að boða trú sína og fjöldi pílagríma var mjög takmarkaður.

 

Þessu var þó ekki mótmælt fyrr en árið 1095, þegar Urban II. páfi hvatti kristna hermenn Evrópu til að „taka krossinn“ og fara til Jerúsalem.

 

Niðurstaðan var fyrsta krossferðin sem árið 1099 gerði það að verkum að kristnir náðu borginni aftur á sitt vald.

Kristnir menn endurnýttu moskurnar

1099 e.Kr.

Hvelfing klettsins

Krossfararnir gerðu hinn næstum 400 ára gamla múslimska helgidóm upptækan og breyttu honum í kirkju.

 

Þeir afmáðu t.d. mósaíkveggi múslimanna og rituðu kristin vers á fletina.

 

Í hellinum undir klettunum var komið fyrir herbergi þar sem kristnir menn gátu játað syndir sínar.

 

Til að útiloka allan vafa um hina nýju trúarlegu starfsemi hússins settu krossfararnir risastóran gullkross efst á hvelfingu moskunnar.

 

Hinir kristnu leyfðu þó sérstaklega mikilvægum múslimum að fara inn í kirkjuna.

Al-Aqsa moskan

 Fyrstu 19 árin eftir hertökuna bjuggu konungar ríkis krossfaranna í moskunni.

 

Eftir það var hlutverki hennar breytt í höfuðstöðvar Musterisriddaranna.

 

Reglan fékk nafn sitt af því að meðlimir breyttu nafni byggingarinnar í „Musteri Salómons“ sem var tilvísun í musteri Salómons konungs sem hafði staðið þarna.

 

Allt sem minnti á múslimska menningu var fjarlægt.

 

Að innan var moskunni skipt niður í mörg herbergi þar sem riddararnir bjuggu. Krossfararnir reistu einnig viðbyggingar – t.d. vopnabúr og korngeymslu.

88 árum eftir fyrstu krossferðina töpuðu kristnir menn Jerúsalem og múslimar tóku við stjórnartaumum borgarinnar.

Fall hinnar heilögu borgar hratt af stað fjölmörgum árásum kristinna manna

 

– 2. krossferð (1147-1150)

Krossfararríkið Edessa var hernumið af múslimum árið 1144 og tilraun Evrópumanna til að ná aftur völdum mistókst.

Með sigrinum fengu múslimar þá trú að hægt væri að sigra kristna menn í Jerúsalem.

 

– 3. krossferð (1189-1192)

Eftir að Saladin hafði náð Jerúsalem á sitt vald aftur árið 1187 var farið í nýja krossferð að undirlagi páfa.

Bardagar hins enska Ríkharðs ljónshjarta og Saladins lauk með málamiðlun: Múslimar héldu borginni en kristnir pílagrímar fengu frjálsan aðgang að helgidómum hennar.

 

– 4. krossferð (1202-1204)

Aðeins 10 árum eftir friðarsamkomulagið við Saladin hófst ný krossferð.

Borgarríkið Feneyjar átti að sigla hermönnunum á staðinn en leiðtogar krossferðarinnar gátu ekki greitt fyrir ferðina.

Krossfararnir rændu m.a. kristnu borgina Konstantínópel. Atvikið olli því að páfi hætti við krossferðina.

 

– 5. krossferð (1213-1221)

Kristnum mönnum tókst að sigra borgina Damietta í Egyptalandi við mynni Nílar.

 

Krossförunum var boðin Jerúsalem af al-Kamil soldáni, frænda Saladins, gegn því að yfirgefa Damietta – en ríkidæmi egypsku borgarinnar var of mikil freisting.

 

Eftir 20 mánaða deilur um völdin, urðu kristnir menn hins vegar að láta frá sér bæði Damietta og Jerúsalem.

 

Nútíminn

Þótt Ísraelsríki hafi verið stofnað árið 1948 stjórnaði þessi nýja þjóð ekki Musterishæðinni.

 

Hún var í þeim hluta Jerúsalem sem laut stjórn Jórdaníu. Árið 1967 náði Ísrael hins vegar Austur-Jerúsalem á sitt vald í „Sex daga stríðinu“.

 

Í fyrsta sinn frá tímum krossferðanna var Musterishæðin ekki lengur múslimsk.

 

Staðan var þó allt annað en skýr, því heimssamfélagið viðurkennir ekki breytingar á skiptingu landa sem náðst hafa með stríði. Bæði Palestínumenn og Ísraelar halda áfram að gera tilkall til fjallsins.

 

Vopn og samningar tryggja frið á Musterishæðinni

Í dag reyna gyðingar, múslimar og kristnir menn að deila hinum heilaga stað – með aðstoð ísraelskra hermanna.

 

Musterishæðin er í dag á yfirráðasvæði Ísraels og aðgangur að helgidómum múslima á fjallinu er undir stjórn Ísraelsríkis.

 

Til að komast þangað verða gestirnir fyrst að fara í gegnum röð eftirlitsstöðva sem eru mannaðar vopnuðum, ísraelskum hermönnum.

 

Ef einhver ólga gerir vart við sig geta Ísraelsmenn hert stjórnina – m.a. með því að setja upp myndavélar og málmleitartæki.

 

Musterishæðinni sjálfri er stjórnað af Waqf í Jerúsalem, ráði múslima sem fjallar um bæði trúarleg og veraldleg málefni.

 

Almenn trúarleg málefni eru ákvörðuð af svokölluðum stórmúfta, æðsta trúarvaldi Musterishæðarinnar.

 

Hinir helgu staðir Musteristorgsins eru umvafðir röð reglna og reglugerða sem gestir verða að fara eftir.

 

Til dæmis er aðgangur að svæðinu fyrir aðra en múslima takmarkaður og aðeins múslimar fá að biðja á staðnum.

 

Þessar ströngu reglur hafa verið útfærðar bæði af ísraelska ríkinu og múslimska ráðinu, til að hafa skýrar leiðbeiningar um hvernig á að haga sér og til að draga úr spennu milli hinna ýmsu trúarhópa sem nota svæðið.

 

Í grundvallaratriðum tryggja reglurnar stöðu Musterishæðarinnar sem helgum stað múslima en veita kristnum og gyðingum rétt til að heimsækja svæðið.

 

Hins vegar hefur bænabannið vakið reiði gyðinga í gegnum aldirnar og í dag er það eitt af „heitu“ málum deilna Ísraela og Palestínumanna.

Árið 1967 höfðu ísraelskar hersveitir yfir að ráða um 800 skriðdrekum.

Deilurnar héldu áfram eftir síðari heimsstyrjöldina

– 1947

Sameinuðu þjóðirnar lögðu fram áætlun um skiptingu Palestínu sem hafði verið undir stjórn Breta síðan í fyrri heimsstyrjöldinni.

Vegna fjölda helgra staða í Jerúsalem leggja SÞ það til að borgin fái sérstaka stöðu sem alþjóðasvæði.

Allir íbúar Palestínu verða, eins og kostur er, að hafa aðgang að hinum heilögu stöðum.

– 1948-49

Í maí 1948 lýsti alþjóðaráð gyðinga, undir forystu Ben Gurion, yfir stofnun Ísraelsríkis.

Stríð milli þessarar nýju þjóðar og arabískra nágranna þess hefst.

Með vopnahléinu árið 1949 fékk Jórdanía yfirráð yfir austurhluta Jerúsalem, þar með talið Musterishæðinni.

 

– 1949

Fram til ársins 1967 neitaði Jórdanía gestum aðgangi að Musterishæðinni sem var augljóst brot á vopnahléssamningunum.

 

– 1967

Í sex daga stríðinu lagði Ísrael undir sig Jerúsalem, þar á meðal Musterishæðina og Grátmúrinn.

Til að skapa pláss fyrir biðjendur við múrinn jöfnuðu Ísraelsmenn marokkóska hverfið í borginni við jörðu – þar á meðal Sheikh Eid moskuna sem reist var á tímum Saladins.

 

– 1967

Í ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 242 segir að Ísrael verði að hverfa frá „svæðum hernumdum í síðasta stríði“ – með vísan til sex daga stríðsins.

Flestir túlka ályktunina á þann hátt að krafan eigi við um öll hernumin svæði. Ályktunin hefur legið til grundvallar öllum miðlunartilraunum síðan.

 

– 1987-1993

Uppreisn sem kölluð er fyrsta intifada, átti sér stað. Óeirðir hefjast þegar ísraelskur vörubíll keyrir á bíl palestínskra verkamanna frá Gaza svæðinu.

Sögusagnir fara af stað í kjölfarið um að þetta hafi ekki verið slys og fljótlega brjótast út óeirðir í borginni.

 

– 2000

Ísraelski stjórnarandstöðuleiðtoginn Ariel Sharon heimsækir Musterishæðina – umkringdur fjölmörgum öryggisvörðum.

Í heimsókninni fullyrðir Sharon að Ísrael muni aldrei afsala sér yfirráðum yfir Musterishæðinni.

Heimsókn Sharons og hin stóryrta yfirlýsing varð upphaf annarrar intifada: Um 2.000 manns – 1.551 Palestínumaður og 422 Ísraelar – létust meðan á uppreisninni stóð.

 

2017

Átök Palestínumanna og ísraelskra lögreglumanna á Musterishæðinni kosta u.þ.b. 100 manns lífið.

Lestu meira um Musterishæðina

 • Rivka Gonen: Contested Holiness, KTAV, 2003

 

 • John Lundquist: The Temple of Jerusalem: Past, Present and Future, Praeger, 2008

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ELSE CHRISTENSEN , ANDREAS ABILDGAARD

Shutterstock,© Balage Balogh, Archeology Illustrated,© Bridgeman Images,© Imageselect,© Bridgeman Images,© Getty Images,© Government Press Office of Israel/Assaf Kutin

Náttúran

Hér lifa hættulegustu marglyttur heims

Maðurinn

Þetta eru sjö mikilvægustu skilningarvitin

Maðurinn

Þetta eru sjö mikilvægustu skilningarvitin

Lifandi Saga

Kveðjuveisla Washingtons endaði með rosalegu fylleríi

Lifandi Saga

Kveðjuveisla Washingtons endaði með rosalegu fylleríi

Náttúran

Spendýr og eðlur skiptu um hlutverk

Náttúran

Hvernig brögðuðust risaeðlur?

Lifandi Saga

13 ódauðleg kveðjuorð

NÝJASTA NÝTT

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Fimm svefntruflanir sem geta komið þér til að kvíða nóttinni

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Fimm svefntruflanir sem geta komið þér til að kvíða nóttinni

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

Jörðin

Er Ísland eftirstöðvar af sokknu meginlandi?

Maðurinn

Einkabörn eru með sérstakan heila

Alheimurinn

Satúrnus: Gasplánetan með hringina fögru

Alheimurinn

Sólmyrkvi 2024 – Hvað er það og hvenær sést hann á Íslandi?

Vinsælast

1

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

2

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

3

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

4

Maðurinn

Er hættulegt að halda í sér prumpinu?

5

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

6

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

1

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

2

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

3

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

4

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

5

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

6

Alheimurinn

Hvað ef við höfum í raun fengið heimsóknir úr geimnum?

Náttúran

Háhyrningurinn: líklega skæðasta ránspendýr sögunnar

Jörðin

Vísindamenn finna sönnun fyrir stærsta jarðskjálfta mannkynssögunnar

Maðurinn

Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Menning

11 dýrustu málverk heims

Menning

Stærstu borgir heims

Maðurinn

Framtíðarmaturinn borinn fram: Borðum þörunga!

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

Náttúran

Hvers vegna eru sólin og tunglið ekki með sama lit? 

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

Lifandi Saga

Guðfaðir hrollvekjunnar: Edgar Allan Poe: Enn hvílir dulúð yfir meistara myrkranna

Menning og saga

Stórt nef arfur fortíðarinnar

Heilsa

Sannleikurinn um vítamín

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Hvernig kláraði fólk salernisferðina áður en klósettpappírinn kom til sögunnar?

Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is