Hvenær byrjuðu konur að ganga í buxum?

Í gegnum tíðina hafa konur í buxum verið nokkuð algeng sjón. Á Vesturlöndum varð það hins vegar fyrst samfélagslega samþykkt um miðja 20. öld.

BIRT: 06/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Í gegnum tíðina hafa konur frá nokkrum menningarheimum klæðst buxum.

 

Til dæmis klæddust konur í Kína til forna fötum líkum buxum og á forngrískum leirpottum frá um 470 f.Kr. má sjá myndir af buxnaklæddum kvenkyns bardagaköppum.

 

Buxur voru sérstaklega vinsælar hjá hirðingjafólki sem ferðaðist um á hestbaki – t.d. hinir írönsku Skýþar.

 

Á Vesturlöndum sáust buxur fyrst í fataskápum kvenna ekki fyrr en um miðja 19.öld.

 

Kvenréttindakonan Amelia Bloomer talaði fyrir fataumbótum og taldi að konur ættu að losa sig við m.a. korselettið og langa og þunga kjóla sem hömluðu mjög hreyfingum kvenna.

 

„Fatnaður konu ætti að fylgja óskum hennar og þörfum,“ sagði hún.

 

Í kjölfar yfirlýsingar Ameliu jókst fjöldi fylgjenda hennar sem á árunum um 1850 saumuðu ýmiss konar buxur.

 

Vinsælastar voru hinar svokölluðu bloomers – nefndar eftir Ameliu Bloomer. Þær samanstóðu af rúmgóðum og víðum buxum með tyrknesku sniði með stuttu pilsi utan um.

 

Amelia Bloomer byrjaði fljótlega að klæðast þessum nýju buxum og talaði vel og hlýlega um þær við marga af fylgjendum sínum.

 

Sumarið 1851 breiddist þessi nýja tíska út eins og eldur í sinu í Bandaríkjunum og var lýst sem uppreisn gegn hefðbundinni Parísartísku.

 

Þrátt fyrir mikla athygli var mótstaðan við Bloomer-buxur þó enn mikil og buxur þóttu ekki félagslega ásættanlegar fyrir konur fyrr en um miðja 20. öld.

BIRT: 06/01/2023

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Amoret Tannet/Imageselect

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is