Hróp og hríðir: Svona fæddu konur börn

Á miðöldunum óttuðust menn að aðstoðarfólk við fæðingar nýtti legkökuna í galdra og á 17. öld voru börn toguð út með undarlegum tólum.

BIRT: 20/08/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Miðaldir: Kökurnar leiddu hugann frá hríðum 

Á miðöldum var fæðing félagslegur viðburður og sú sem var að fæða hafði stöðugt kvenkyns ættingja, vinkonur, nágranna og aðstoðarmenn sér við hlið. 

 

Gestunum var boðið upp á öl og kökur sem verðandi móðir hafði sjálf bakað. 

 

Kökurnar áttu að leiða huga þeirra frá sársaukaópum konunnar í hríðunum við yfirstandandi fæðingu. 

 

Kakan innihélt jafnan mikið af eggjum og öðrum nærandi góðgæti sem átti einnig að styrkja konuna eftir fæðingu. 

 

Ljósmóðirin var mikilvægasti aðstoðarmaðurinn. Prestur þurfti að samþykkja aðstoðarfólk í fæðingunni, en þeir þurftu að heita því að naflastrengur og legkaka væru ekki fjarlægð, því það mátti nýta til í ýmsa galdra. 

 

Karlmenn fengu engan aðgang að fæðingarstofunni. Það var fyrst þegar ljósmóðirin hafði þvegið barnið sem faðirinn fékk leyfi til að hitta afkvæmi sitt. 

 

Kostur: 

 

Aðstoðarfólkið hafði margra ára reynslu og höfðu flestir verið viðstaddir ótal fæðingar. Því gátu þeir brugðist við hverju því sem á bjátaði. 

 

Ókostir: 

 

Hjátrú og misskilningur réði ríkjum.  Án læknisfræðilegrar þekkingar gat aðstoðarfólkið borið sig rangt að. Ýmis konar misgáfuleg húsráð og bábiljur gátu skaðað konuna. 

Bæði hin fæðandi og aðstoðarmenn hennar þurftu á vökva að halda. Ölið efldi andann ef fæðingin dróst á langinn

17. öld: Börnin voru toguð út með skeiðum 

 

Nánast allir á 17. öld þekktu til kvenna sem höfðu látist í fæðingu. 

 

Oftast stafaði andlátið af því að barnið sat fast í fæðingarveginum, en þann vanda leysti hinn franski hárskeri og skurðlæknirinn Peter Charmberlain á snjallan máta. Hann hannaði töng sem samanstóð af tveimur skeiðum sem voru búnar handfangi. 

 

Aðstoðarfólkið kom skeiðunum fyrir utan um höfuð barnsins og síðan gat það togað barnið út. 

 

Chamberlain gætti uppfinningar sinnar svo rækilega að hún varð ekki opinber fyrr en um 100 árum síðar. 18. öld: Fæðingarstólar gengu í arf

Þegar nálgaðist fæðinguna settist konan í fæðingarstól. Stóllinn var með áfast fótstig og sessan var með stóra rauf til að taka á móti barninu. 

 

Með því að setjast upp gat konan nýtt þyngdarkraftinn í lokafasa fæðingarinnar. 

 

Velmegandi konur áttu sinn eigin stól sem gekk í arf frá kynslóð til kynslóðar.

 

Aðrar fengu lánaðan stól frá ljósmóðurinni. Slíkan stóli mátti leggja saman til að létt væri að flytja hann. 

Fótstigið mátti laga að lengd fótleggja konunnar

BIRT: 20/08/2022

HÖFUNDUR: Else Christensen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Masterart.com & Sutterstock, © Science Museum, London

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is