Draumur kattarins: Hundurinn eldar

Á 16. öld fundu kjötelskandi Bretar upp á því að rækta hunda til starfa í eldhúsinu. Og hundakynið „turnspit dog“ erfiðaði í eldhúsinu öldum saman.

BIRT: 05/09/2020

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Lestími: 1 mínúta.

Meðan grillhundurinn skokkaði í hjólinu gat heimiliskötturinn setið í makindum og beðið eftir leifunum af kvöldmatnum.

Á 16. öld birtist nýtt og óvenjulegt eldhúsáhald í Bretlandi: Hundknúinn steikarteinn.

Bretum þótti fátt betra en kjöt steikt á teini en fæstir nenntu að eyða tíma sínum í að sitja og snúa teininum hring eftir hring.

Lausnin fólst í því að rækta hundakyn til verksins.

Grillhundurinn var smávaxinn, skrokklangur en með stutta fætur og hentaði þannig afar vel til að skokka í „hamsturshjóli“ sem sneri teininum með keðju.

Grillhundurinn náði með tímanum miklum vinsældum og 1853 lýsti rithöfundurinn John Wood því hvernig tveir hundar voru látnir vinna á vöktum:

„Hundarnir höfðu gott tímaskyn og væru þeir ekki leystir af á réttum tíma, stukku þeir sjálfir út úr hjólinu og þvinguðu félaga sinn til að taka við.“

Á sunnudögum voru hundarnir teknir með í kirkjuna, ekki til að hlusta á prestinn, heldur vegna þess að þeir héldu vel hita á fótum eigandans.

BIRT: 05/09/2020

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is