Menning og saga

Æfðu þig í 10.000 tíma!

Meðfæddir hæfileikar nægja ekki ef ætlunin er að skara fram úr, óháð því hvort okkur langar að verða rithöfundar, píanóleikarar eða íþróttastjörnur. Það sem gera þarf er hins vegar að æfa sig í 10.000 stundir af mikilli einbeitingu. Þetta kemur fram í nýrri bók þar sem sýnt er fram á að heilinn þurfi tiltekinn tíma ef ætlunin er að ná góðum framförum á tilteknu sviði.

BIRT: 01/02/2021

Á sínum yngri árum kom Indverjinn Rajan Mahadevan vinum sínum oft á óvart því hann átti einstaklega auðvelt með að muna tölur. Þegar hann romsaði upp úr sér fyrstu 31.811 tölunum í tölunni pí tryggði hann sér umfjöllun í Heimsmetabók Guinness.

 

Þegar Rajan síðar meir var spurður að því hvers vegna hann hefði ekki munað meira sagði hann: „Talan númer 31.812 í röðinni? Ég veit það ekki. Ég lendi alltaf í basli með hana.“

 

Í augum venjulegs fólks, sem varla getur munað venjuleg símanúmer, liggur í augum uppi að Rajan Mahadevan hljóti að hafa fæðst með einstakan hæfileika til að muna tölustafi, líkt og Mozart var undrabarn á sviði tónlistar.

 

Engu að síður gefa rannsóknarniðurstöður til kynna að æfing og þjálfun hafi miklu meira að segja en hæfileikar, óháð því hvort ætlunin er að skara fram úr á sviði minnistækni, tónlistar eða íþrótta.


Í raun réttri hafði Rajan Mahadevan æft sig árum saman í að muna tölur með því að beita sérlegri minnistækni. Þegar hann síðar meir var prófaður með tilliti til þess að muna aðra hluti, á borð við orð eða rúmfræðiformúlur, kom í ljós að minni hans var rétt í meðallagi.


Sagt er að æfingin skapi meistarann og þessi staðhæfing er einmitt viðfangsefni vísindafréttamannsins Malcolms Gladwells í bók hans, „Outliers-The Story of Success“. Þar fjallar hann um ýmsar rannsóknir sem leitt hafa í ljós að goðsögnin um meðfædda hæfileika, sem sagt er að ráði því oft á tíðum hvort fólk skarar fram úr á sínu sviði, sé alger bábilja og eigi alls ekki við rök að styðjast.


Sem dæmi mætti nefna rannsókn sem sænski sálfræðingurinn K. Anders Ericsson vann að við tónlistarakademíuna í Berlín, þar sem hann skipti fiðluleikurum í þrjá hópa: þá bestu, sem vonuðust til að verða einleikarar seinna meir, þá góðu og þá sem sennilega áttu eftir að sætta sig við að verða tónlistarkennarar.


Nemendurnir voru spurðir að því hve mörgum tímum þeir hefðu varið í æfingar meðan á náminu stóð og svörin voru eftirtektarverð:


Allir höfðu nemendurnir byrjað að læra á hljóðfæri fimm ára að aldri og fyrstu árin höfðu allir æft sig álíka mikið, þ.e. tvo til þrjá tíma á viku. Þegar nemendurnir voru orðnir átta ára gamlir voru þeir, sem síðar meir áttu eftir að verða í hópi þeirra bestu, byrjaðir að æfa sig meira en hinir, þeir æfðu sig í sex stundir á viku við níu ára aldur, átta tíma þegar þeir voru 12 ára og þar fram eftir götunum, þar til þeir voru farnir að æfa sig meira en 30 stundir á viku um tvítugt.


Í ljós kom að þeir sem sköruðu fram úr höfðu varið u.þ.b. 10.000 tímum alls í að æfa sig.

 

Mozart stóð sig ekki mjög vel í upphafi

Sama niðurstaða kom í ljós þegar Ericsson bar áhugamenn á sviði píanóleiks saman við atvinnupíanóleikara. Enginn af áhugamönnunum hafði varið meira en þremur tímum á viku í æfingar í æsku.

 

Hins vegar fjölguðu atvinnupíanistarnir æfingatímunum ár hvert, þar til þeir um tvítugt höfðu varið u.þ.b. 10.000 stundum alls í að æfa sig.

 

Ekki nóg með það, því Ericsson fann ekki einn einasta tónlistarmann sem skarað hafði fram úr um tvítugt án þess að hafa varið u.þ.b. 10.000 klukkustundum í æfingar.


Hann fann að sama skapi engan sem æft hafði sig í þessum mæli og var enn í hópi þeirra lélegustu.
Ýmislegt virðist benda til þess að 10.000 klukkustundir, sem svarar nokkurn veginn til þriggja stunda á dag í tíu ár, sé það minnsta sem hægt er að verja í þjálfun fyrir þann sem langar að skara fram úr á sínu sviði.


Margir sérfræðingar hafa staðfest þessa töfratölu, m.a. bandaríski taugasérfræðingurinn Daniel Levitin. Ef marka má Daniel á þessi tímafjöldi við um tónskáld, rithöfunda, körfuboltaspilara, skautaiðkendur, skákmenn og ýmsa aðra.

 

Enginn sagðist hafa rekist á iðkanda á heimsmælikvarða sem náð hafi svo langt án þess að hafa æft sig í að minnsta kosti 10.000 klukkustundir.


„Engu er líkara en að þetta sé sá tímafjöldi sem það tekur heilann að fullnema sig svo vel að iðkandinn nái fullkomnu valdi á grein sinni,“ segir Daniel Levitin.

 

Jafnvel þeir sem sagðir eru vera gæddir meðfæddum hæfileikum komast ekki á toppinn án þess að hafa æft sig í 10.000 tíma.


Þrátt fyrir að Mozart hafi verið byrjaður að semja tónlist sex ára gamall, þá voru þessi fyrstu verk hans alls ekki góð, ef marka má enska sálfræðinginn Michael Howe, sem er höfundur bókarinnar „Genius Explained“.

 

Mozart var í rauninni orðinn 21 árs gamall þegar hann samdi fyrsta verkið sem taldist vera meistaraverk síðar meir. Meira að segja Mozart, sem álitinn er vera undrabarn á sviði tónlistar, gat ekki stytt sér leið.


Sömu sögu er að segja af einum af ríkustu mönnum heims, Bill Gates. Hann var raunar ekki ýkja gamall þegar fyrirtæki hans fór að bera ávöxt en hafði engu að síður lagt stund á tölvuforritun árum saman.
Skólinn sem Bill Gates gekk í var einn af fyrstu skólunum sem keypt var tölva í, í því skyni að leyfa nemendum að stunda forritun. Upp frá því lagði Bill stund á forritun nótt sem nýtan dag, allt frá því að hann var í áttunda bekk og þar til hann útskrifaðist úr menntaskóla.

 

Þegar hann hætti í námi í Harvard háskóla og setti á fót fyrirtæki sitt, Microsoft, hafði hann í raun réttri setið fyrir framan tölvu mestalla æsku sína.

 

Það er sem sé ekki hægt að stytta sér leið: Ef við viljum skara fram úr þurfum við að verja í það 10.000 tímum.

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Í einstæðri tilviksrannsókn lýsa læknar því hvernig fóstur með fingur og vísi að fótum var fjarlægt úr lítilli stúlku í Kína.

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Lifandi Saga

Hvenær voru fóstureyðingar gerðar frjálsar í Bandaríkjunum?

Maðurinn

Hvers vegna þarf eldra fólk minni svefn?

Lifandi Saga

Fjöldamorðin í Katyn: Stalín hugðist brjóta Pólverja á bak aftur

Maðurinn

Matseðill morgundagsins: Skordýrabrauð með ostlíki úr geri

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

Maðurinn

Íhugun getur breytt heila þínum

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Árið 2009 kom dularfullur forritari fram með heimsins fyrstu rafmynt. Það átti eftir að gjörbreyta fjárhagslífi heimsins. Rafmynt gæti gert banka ónauðsynlega og komið í veg fyrir verðbólgu – en hún er fullkominn myntfótur fyrir glæpamenn.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.