Heilsa

Algengur drykkur kann að auka hættu kvenna á hjarta- og æðasjúkdómum um 21 prósent

Viðamikil rannsókn, sem gerð var við háskólann í Uppsölum, leiddi í ljós að konum er ráðlagt að takmarka sig við tvö glös á dag af þessum vinsæla morgundrykk.

BIRT: 12/12/2024

Öll fæða og allir drykkir sem við látum inn fyrir varir okkar hafa áhrif á heilsufar hjarta- og æðakerfisins.

 

Nú hafa sænskir lýðheilsufræðingar greint frá því að þessi vinsæli morgundrykkur kunni að auka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum í konum.

 

Mjólk er ómissandi hluti af morgunverði margra og er hún oft nefnd sem viðbót við aðra heilnæma fæðu sökum þess hvað hún inniheldur mikið af kalki og próteinum.

 

Sýrðar mjólkurafurðir geta varið hjartað

Í nýlegri rannsókn fylgdu vísindamenn eftir 40.000 körlum og 60.000 konum yfir 30 ára tímabil í því skyni að rannsaka samhengið milli mjólkurneyslu og hjarta- og æðasjúkdóma.

 

Rannsóknin greindi á milli sýrðrar og ósýrðrar mjólkur.

 

Ósýrð mjólk er sú hefðbundna sem við eigum iðulega í kæliskápnum og sem ekki hefur undirgengist gerjunarferli.

 

Sýrðar mjólkurafurðir, á borð við skyr og jógúrt, eru viðbættar gerlum eða geri sem breyta bragðinu og gera afurðirnar súrari á bragðið.

 

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að konur sem drekka meira en tvö glös af mjólk á dag, óháð fitumagni, virðast vera í aukinni hættu á að fá hjartaáfall og kransæðastíflu en ella.

 

Síðargreindi kvillinn gerir vart við sig þegar blóðflæði til hjartans minnkar en um er að ræða einhvern þann alhættulegasta skaðvald sem herjar á mannkynið.

 

Hættan á hjartasjúkdómum jókst í hlutfalli við magn mjólkurinnar, þ.e. um 5% þegar drukknir voru 400 ml, 12% ef neyslan nam 600 ml og 21% er drukknir voru 800 ml á dag.

Vísindamenn við háskólann í Uppsölum telja að hjarta kvenna geti beðið tjón ef mjólkur er neytt í of miklum mæli. Sýrð mjólk, í líkingu við jógúrt, virðist ekki skaða hjartað, óháð því í hvaða magni hennar er neytt.

Vandamálið sem tengt er óhóflegri mjólkurdrykkju er fólgið í myndun skaðlegra próteina í líkamanum, segir Karl Michaëlsson, prófessor í læknisfræðilegri faraldsfræði við háskólann í Uppsölum, aðalhöfundur rannsóknarinnar.

 

„Okkur hefur tekist að sýna fram á lítillega aukna hættu á hjartasjúkdómum hjá konum sem drekka meira en tvö glös af mjólk á dag, óháð fitumagni mjólkurinnar. Mikil neysla hefðbundinnar mjólkur tengist próteinmagninu í blóðinu, próteinum sem hafa áhrif á þróun hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Karl Michaëlsson í viðtali við Lifandi vísindi.

 

Vísindamennirnir fundu engin tengsl milli gerjaðra mjólkurafurða, annars vegar, og hjarta- og æðasjúkdóma, hins vegar.

 

Mjólkurafurðir, í líkingu við jógúrt, súrmjólk og skyr, hafa vænleg áhrif á hjartað, ef marka má vísindamennina, því allar innihalda þær gerla sem draga úr bólgum.

 

Milljónir manna taka vítamíntöflur á hverjum degi. En eru þær nauðsynlegar? Lestu hér vítamín:

Vítamín eru líkamanum nauðsynleg eigi hann að starfa rétt. En getum við fengið þau úr töflum frekar en fæðu? 

Eins undarlega og það kann að hljóma, fundu vísindamennirnir að baki rannsókninni engin skýr tengsl þegar karlar eiga í hlut.

 

Þetta segir Michaëlsson reyndar að eigi sér einfalda skýringu.

 

„Kynjamunur kemur fram í því hvernig líkaminn brýtur niður sykursameindina galaktósa svo úr verður glúkósi. Galaktósa er að finna í mjólkursykri og tilraunir með dýr hafa leitt í ljós að mikil galaktósaneysla getur leitt til frumustreitu og bólgumyndunar, ótímabærrar öldrunar og neikvæðra áhrifa á hjarta- og æðakerfið,“ segir Karl Michaëlsson.

 

Vísindamennirnir mæla með því að konur vandi val sitt á mjólkurafurðum og hugi að því hversu mikils þær neyta.

 

Í rannsókninni er þó ekki beinlínis dregin sú ályktun að mjólk geti valdið hjarta- og æðasjúkdómum.

 

Því er þörf fyrir frekari rannsóknir í framtíðinni til að auka skilning okkar á því hvað veldur, bætir Michaëlsson við.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© Liya Graphics/Shutterstock,© Wikipedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.