Alheimurinn

Hve víður er alheimurinn?

Alheimurinn er um 13,8 milljarða ára, en mér skilst að hann sé miklu víðari en 13,8 milljarðar ljósár. Stemmir það? Og hvernig getum við þá séð svo langt fyrst ljóshraðinn er mesti mögulegi hraði?

BIRT: 15/06/2023

Hve víður er alheimurinn?

Stjörnufræðingar giska á að vídd alheimsins sé 93 milljarðar ljósára, en telja skekkjumörkin um 10%. Þá ætti 84-102 milljarðar ljósára að vera nokkuð öruggt svar.

 

Vísindamenn hafa náð að greina þessi mörk þrátt fyrir að aldur alheimsins sé um 13,8 milljarðar ára og þrátt fyrir að ljóshraðinn sé mesti mögulegi hraði.

 

Skýringin felst í því að alheimurinn er stöðugt að þenjast út.

 

Hugsum okkur stjörnuþokuþyrpingu í 87 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðu. Ljósið byrjar vegferð sína þaðan og í átt til jarðar, en þar eð alheimurinn þenst út, lengist leiðin og ljósið þarf því á endanum að fara lengri leið en vegalengdin var í upphafi.

 

Þar með þarf ljósið að fara lengra en 87 milljón ljósár.

 

Reyndar er fjarlægðin orðin 173 milljón ljósár þegar ljósið nær loksins alla leið til okkar.

 

Og hversu langt hefur ljósið þá ferðast? Svarið er: Einhvers staðar á bilinu 87-173 ljósár.

 

Við þurfum að beita sömu hugsun um afganginn af alheiminum og það ljós sem allra fyrstu stjörnuþokurnar gáfu frá sér.

 

Víkkun alheimsins og þar með lenging vegalengdarinnar ræðst af skiptingu efnis og orku.

Rautt ljós sýnir vídd alheimsins

 Vídd alheimsins er mæld með svonefndri rauðhliðrun sem stafar af útvíkkum alheimsins. 

Ljós leggur af stað

Ljós leggur af stað frá stjörnuþoku sem stödd er í útjaðri hins sýnilega alheims. Alheimurinn þenst út og vegalengdin, sem ljósið þarf að leggja að baki, lengist stöðugt.

Ljósið verður rautt

Þar eð stjörnuþokan hreyfist í áttina frá okkur, tognar á ljósinu á leiðinni til jarðar. Þegar ljósbylgjurnar lengjast verða þær rauðleitari og því kallast fyrirbrigðið rauðhliðrun.

Hliðrun sýnir vídd

Því lengri sem bylgjulengdir ljóssins verða, því rauðleitara verður ljósið sem við sjáum og þeim mun lengri leið hefur það farið. Þess vegna má reikna vídd alheimsins út frá rauðhliðruninni.

Ef öll orka í alheiminum væri í formi geislunar, þá væri það ljós sem nú berst til jarðar eftir 13,8 milljarða ljósára leið, komið frá himinhnöttum sem nú væru komnir í 27,6 milljarða ljósára fjarlægð.

 

Væri einungis efni í alheiminum, væri ljós sem nær til jarðar eftir 13,8 milljarða ljósára ferð, komið frá himinhnöttum sem nú eru 41,4 ljósár í burtu.

 

Geislun og efni ásamt svokallaðri myrkri orku gefur hina raunverulegu niðurstöðu – fjarlægð upp á 46,5 milljarða ljósára til fjarlægustu sýnilegra staða í alheiminum. Og það er um leið fjarlægð jarðar frá ytri mörkum hins sýnilega alheims.

 

Heildarvídd alheimsins fæst með því að margfalda þá tölu með tveimur, sem sagt 93 milljarðar ljósára.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

Pablo Carlo Budassi/Wikimedia

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

Lifandi Saga

„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Náttúran

Finna skordýr sársauka?

Maðurinn

Heilaþvottur á að losa þig við versta óttann

Maðurinn

Sannleikurinn um heilabilun

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is