Úr hverju er alheimur?

Alheimur er augljóslega fullur af stjörnum, plánetum og gasþokum. En fjölmargir útreikningar sýna að eitthvað annað sem við getum ekki séð, hlýtur nauðsynlega að vera til staðar. Hvað er það?

BIRT: 10/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Hvað er vitað?

Þegar ljósið sem berst frá fjarlægum stjörnuþokum er greint, kemur upp úr dúrnum að ljósið svignar meira en vænta má á leið sinni til jarðar. Þyngdarkrafturinn frá þeim stjörnuþokum sem ljósið fer hjá er of lítill til að skýra mælda sveigju ljóssins.

 

Fyrir vikið telja stjarnfræðingar að það fyrirfinnist svokallað hulduefni sem skýrir þann þyngdarkraft sem þarf til að reikningsdæmið gangi upp. Jafnframt þenst alheimur sífellt hraðar út og þá þarf að gera ráð fyrir fráhrindandi krafti sem hefur verið nefndur „hulduorka“.

 

Það er hægt að umreikna þá orku sem verður að vera til staðar, yfir í massa, þökk sé hinni víðfrægu jöfnu Einsteins: E = mc2. Þannig er hægt að fá haldbært svar við því hve stór hluti alheims samanstendur af hulduefni og hulduorku.

 

Getum við vænst svars?

Hvað hulduefni varðar, þá leita stjarnfræðingar ennþá að stórum og þungum öreindum sem geta útskýrt þennan óþekkta þyngdarkraft. Það er komin ágæt reynsla af því að finna nýjar öreindir á rannsóknarstofum svo vera má að það takist.

 

Hulduorkan er öllu erfiðari viðfangs og í raun eru engar góðar tilgátur um hvað það fyrirbæri kunni að vera. Málið flækist síðan enn frekar þar sem örðugt er að mæla útþensluhröðun alheims.

BIRT: 10/02/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is