Er alheimurinn allur jafn gamall?

Einstein sagði að tíminn væri afstæður allt eftir því hvar maður er staddur í alheiminum. Þýðir þetta að aldur alheimsins sé annar, séður frá einhverri fjarlægri stjörnuþoku?

BIRT: 17/11/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Svarið er bæði já og nei. Ákefð bakgrunnsgeislunar í geimnum sem afhjúpar hve langur tími er liðinn frá Miklahvelli, er hin sama óháð því hvert við lítum í alheiminum.

 

Þessi ákefð samsvarar geislun frá svonefndum svörtum himinhnetti þar sem hitinn er aðeins 2,7 gráðum yfir alkuli og þetta segir okkur að alheimurinn sé 13,8 milljarða ára gamall.

 

Að þessu leyti er allur alheimurinn jafn gamall. En þetta lítur ekki svona út frá hvaða punkti í alheiminum sem vera skal.

Massi og hraði hægja á tímanum

Tíminn verður fyrir áhrifum af massa og hreyfingu og þess vegna gengur klukka í gervihnetti öðruvísi en á jörðu niðri.

1. Þyngd hægir á tímanum

Því nær sem við erum miðpunkti þyngdarafls, því hægar líður tíminn – utan frá séð – Klukka á jörðinni gengur því hægar en klukka langt frá yfirborði jarðar.

2. Hraði seinkar klukkunni

Tíminn virðist líða hægar hjá hlut sem er á hreyfingu miðað við stöðu okkar. Séð frá jörðu virðist klukka sem hreyfist fram hjá okkur ganga hægar en okkar klukka.

3. Fjarlægð nær jafnvægi

Gervihnettir eru langt frá jörðu en hreyfast líka frá okkur séð. Í 3.174 km hæð myndast jafnvægi milli áhrifa þyngdaraflsins og hraðans.

Hin almenna afstæðiskenning Einsteins segir okkur að á himinhnetti með annað þyngdarafl en við finnum, muni tíminn skynjast á annan hátt. Þetta fyrirbrigði hefur t.d. áhrif á klukkur í gervihnöttum.

 

Sérstaka afstæðiskenningin segir okkur að tíminn líði hægar hjá þeim sem eru á hreyfingu frá okkar sjónarhorni.

 

Séð frá stjörnuþoku sem ferðast á því nær ljóshraða í samanburði við bakgrunnsgeislunina, virðist aldur alheimsins mun minni en séð frá öðrum stöðum í alheiminum.

Í Viking-ferðum NASA til Mars voru gerðar mælingar sem staðfestu kenningar Einsteins um afstæði tímans.

Slík stjörnuþoka gæti t.d. hafa myndast einum milljarði ára eftir Miklahvell og síðan náð 99% af ljóshraða með þyngdarorkusamskiptum við aðrar stjörnuþokur.

 

Séð með okkar augum eru liðnir 12,8 milljarðar ára síðan þessi stjörnuþoka myndaðist en frá henni séð hefðu aðeins liðið 1,8 milljarðar ára.

 

En þegar stjörnuþokan og íbúar hennar hefðu minnkað hraðann í hlutfalli við bakgrunnsgeislunina, væru íbúarnir – rétt eins og við – staddir í 13,8 milljarða ára gömlum alheimi.

BIRT: 17/11/2022

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock & Lotte Fredslund, Nasa

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is