Læknisfræði

Blindir fá sjón með genagræðslu

Augnsjúkdómurinn gláka eyðileggur sjóntaugina, þá taug sem tengir augað við sjónstöðvar heilans. Nýjar tilraunir sýna að tiltekið prótín geti gert við þessa sköddun. Það vekur vonir um að hægt verði að veita blindum sjón.

BIRT: 03/01/2024

Vísindamenn hjá Cambridgeháskóla hafa sýnt fram á að mögulegt sé að byggja aftur upp sjóntaugar sem eyðilagst hafa í blindu fólki.

 

Í músatilraunum virkjuðu þeir gen sem kóðar fyrir prótíninu protrúdín. Þetta prótín er nauðsynlegt byggingarefni bæði í svonefndum griplum á taugaendum sem taka við boðum frá sjónfrumum og þeim taugaþráðum sem bera boðin áfram.

 

Samband rofnar milli augans og sjónstöðvanna

Taugaþræðirnir sem flytja sjónboðin ná alveg frá nethimnunni aftur til sjónstöðvanna sem eru aftast í heilanum.

 

Þannig gera vísindamenn við sjóntaugina

Prótín endurbyggir sjóntaugina

Vísindamenn hafa uppgötvað prótín sem fær taugaenda til að vaxa. Þar með er unnt að endurbyggja eyðilagða sjóntaug.

Gen í frumunni virkjað

Með genabreytingu virkja vísindamennirnir það gen í taugafrumunni sem kóðar fyrir prótíninu protrúdín. Prótínið berst þangað sem sköddun hefur orðið á taugaþráðum í sjóntauginni.

Prótínið byggir upp form

Prótínið byggir um eins konar form sem taugaþráður getur lagst í og vaxið. Jafnframt dregur prótínið að allar þær sameindir sem þarf til að endurbyggja innri og ytri hluta taugaþráðarins.

Fruman nær aftur sambandi

Taugaþræðir frumunnar byggjast upp á ný og vaxa alla hina löngu leið gegnum sjóntaugina til sjónstöðvanna aftast í heilanum. Þannig næst aftur samband milli nethimnunnar og sjónstöðvanna.

Prótín endurbyggir sjóntaugina

Vísindamenn hafa uppgötvað prótín sem fær taugaenda til að vaxa. Þar með er unnt að endurbyggja eyðilagða sjóntaug.

Gen í frumunni virkjað

Með genabreytingu virkja vísindamennirnir það gen í taugafrumunni sem kóðar fyrir prótíninu protrúdín. Prótínið berst þangað sem sköddun hefur orðið á taugaþráðum í sjóntauginni.

Prótínið byggir upp form

Prótínið byggir um eins konar form sem taugaþráður getur lagst í og vaxið. Jafnframt dregur prótínið að allar þær sameindir sem þarf til að endurbyggja innri og ytri hluta taugaþráðarins.

Fruman nær aftur sambandi

Taugaþræðir frumunnar byggjast upp á ný og vaxa alla hina löngu leið gegnum sjóntaugina til sjónstöðvanna aftast í heilanum. Þannig næst aftur samband milli nethimnunnar og sjónstöðvanna.

Gláka er ein algengasta örsök blindu hjá eldra fólki. Sjúkdómurinn stafar af því að taugaþræðir skaddast og þeir endurnýjast ekki, þar eð prótínið er ekki til staðar í fullvöxnum taugaþráðum.

 

Aðferðin virkar á lifandi mýs

Vísindamennirnir ræktuðu taugafrumurnar fyrst í petriskálum og skáru taugaþræðina í sundur með leysi. Eftir það örvuðu þeir framleiðslu protrúdíns og það kom taugaþráðunum til að vaxa saman aftur.

Yfirþrýstingur í auga getur leitt til gláku

Gláka stafar af því að sjóntaugin, milli augans og sjónstöðvanna, skaddast. Ástæðan er ekki nákvæmlega þekkt, sjúkdómurinn tengist því að þrýstingur vökva í augasteini verður of hár. Á heimsvísu þjást um 2% fólks af sjúkdómnum en til eru tvö afbrigði:

 

  • Opin gláka

Er aldurstengd og birtist oft smám saman án áberandi einkenna. Þegar sjúklingurinn tekur eftir að sjón á öðru auganu er tekin að dofna hefur sjóntaugin oft þegar verið að skaddast smám saman í mörg ár.

 

  • Lokuð gláka

Birtist skyndilega og bitnar oftast á fólki eftir fertugt og virðist tengjast fjarsýni. Sjónin verður þokukennd á köflum og fólk finnur fyrir verkjum yfir augabrúnum. Án meðferðar getur fólk orðið blint á fáeinum dögum.

Þegar vísindamennirnir prófuðu aðferðina síðar á lifandi músum með eyðilagðar sjóntaugar, fengu þeir alveg jafn sannfærandi niðurstöður. Taugaþræðirnir uxu greinilega á næstu vikum.

 

Prótínið gerir tvennt

Tilraunin sýndi að protrúdín hefur tvenns konar verkun. Fyrst myndar það eins konar byggingargrind sem stýrir vexti taugaþráðanna og síðan dregur það að allar nauðsynlegar sameindir til enduruppbyggingarinnar.

 

Þessar nýju niðurstöður veita vonir um að fólk sem hefur misst sjónina af völdum gláku geti fengið hana aftur með því að auka framleiðslu protrúdíns.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Andspyrnustríð á Balkanskaga: Mulningsvél Títós

Náttúran

Topp 5 – Hvaða hryggdýr er langlífast?

Spurningar og svör

Fær það virkilega staðist að ánamaðkar geti skipt sér?

Menning og saga

Hvað er víkingur?

Læknisfræði

Tekist hefur að lengja æviskeið músa um 41%

Lifandi Saga

Sannleikurinn um hið afskorna eyra Van Goghs

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is