Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Fleira en ofþyngd getur aukið hættuna á elliglöpum síðar meir á lífsleiðinni, ef marka má vísindamenn að baki nýlegri rannsókn.

BIRT: 18/04/2024

Heilabilun er sívaxandi heilbrigðisvandamál sem talið er að hrjái minnst 55 milljón manns víðs vegar um heiminn í dag og sem gert er ráð fyrir að alls 153 milljónir muni þjást af árið 2050.

 

Vísindamenn um allan heim leggja fyrir bragðið ríka áherslu á að finna lausnir til að hefta þróun heilabilunarsjúkdóma áður en sjúkdómarnir fara að hefta heilastarfsemina og draga úr andlegri færni okkar.

 

Áður hefur verið bent á ofþyngd sem sökudólg hvað þróun alsheimers snertir. Nýverið birtist í vísindatímaritinu Alzheimer’s Association rannsókn sem leiddi í ljós að sérlegar breytingar á líkamsþyngd okkar geti haft áhrif á þróun elliglapa síðar á lífsleiðinni og að of léttu fólki geti einnig stafað hætta af.

Hvað er líkamsþyngdarstuðull?

Líkamsþyngdarstuðull, BMI (ens: Body Mass Index), er reiknaður sem þyngd mæld í kg/hæð2. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin notar eftirfarandi BMI-viðmið:

 

  • <18,5 undirþyngd

 

  • 18,5 til 24,99 eðlileg þyngd

 

  • ≥25 ofþyngd

 

  • ≥30 offita

Sérlegt mynstur kom í ljós

Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn niður í kjölinn gögn úr langtímarannsókn sem gerð var á íbúum bæjarins Framingham í Massachusetts. Rannsóknin fylgdi þátttakendunum eftir í 39 ár og var líkamsþyngd allra skráð annað til fjórða hvert ár.

 

Rannsakendurnir völdu 2.405 einstaklinga á bilinu 30 til 50 ára sem ekki voru með elliglöp, úr hópi allra 14.000 þátttakenda og könnuðu þróun líkamsþungans, bæði meðal þeirra sem áttu eftir að veikjast að heilabilun og þeirra sem ekki áttu eftir að veikjast.

 

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þeim þátttakendum sem höfðu fitnað snemma á lífsleiðinni og svo grennst aftur á miðri ævi hætti meira til að þróa með sér elliglöp en þeim þátttakendum sem þyngdin hafði ekki sveiflast hjá.

 

Ofþyngd getur verið skaðleg fyrir heilann

Niðurstöðurnar komu Kasper Jørgensen ekki á óvart. Kasper er taugasálfræðingur við Þekkingarmiðstöð heilabilunar í Danmörku og fylgist grannt með öllum rannsóknum á sínu sviði.

 

Kasper segir að vitað sé að yfirþyngd og offita snemma á lífsleiðinni geti aukið hættu á elliglöpum sem skýrist af því að yfirþyngd geti leitt af sér of mikið insúlín í blóði og það geti reynst heilanum skaðlegt. Þá gefa aðrar rannsóknir jafnframt til kynna að undirþyngd, einkum seint á lífsleiðinni, geti aukið hættu á heilabilun.

Það sem er nýtt í þessu máli er að vísindamenn einblína nú á breytingar á líkamsþyngdarstuðli sem hluta af ferlinu og hafa bent á þá sem fyrst þyngjast og síðan grenna sig sem sérstakan áhættuhóp. Hann hvetur fólk til að hafa auga með aukatölunum á baðvoginni, einkum þegar miðjum aldri er náð.

 

„Við höfum greint sérlega mikla aukningu hvað snertir þróun heilabilunar síðar á lífsleiðinni meðal þeirra sem eru haldnir offitu eða ofþyngd á árunum milli 45 og 65 ára og fyrir vikið er brýnt að gæta þess að halda grönnu línunni á miðjum aldri, því hér er mikið í húfi“, segir hann.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is