Maðurinn

Brjóstagjöf í átta mánuði gagnast barninu til lengri tíma

Spænskir vísindamenn hafa komist að því að brjóstagjöf geti styrkt hæfileika barns á vissum sviðum og það sést strax við fjögurra ára aldurinn.

BIRT: 31/10/2024

Leiðbeiningar um hversu lengi móðir ætti að hafa barnið sitt á brjósti  eru nánast óteljandi.

 

En eitt er nú víst. Á meðan á brjóstagjöf stendur fær barnið mikilvæg næringarefni sem styrkja bæði ónæmiskerfið og þol gegn sýkingum og ofnæmi.

 

Nýlegar rannsóknir sýna nú fram á greinilegan, vitrænan ávinning af móðurmjólkinni.

 

UNICEF mælir með brjóstagjöf í sex mánuði en spænskir vísindamenn vilja meina að það geti verið mikill ávinningur seinna meir ef barnið er haft á brjósti í átta mánuði.

 

Samkvæmt niðurstöðu þeirra getur barnið orðið greindara á vissum sviðum.

 

Langvarandi ávinningur brjóstagjafar

Vísindamenn frá Rovira háskólanum í Virgili vildu komast að því hvort það væri munur á greindarvísitölu 4 ára barna eftir því hvort þau, sem ungabörn, hefðu verið á brjósti eður ei.

 

Niðurstöður fyrri rannsókna bentu til þess, en niðurstöður voru nokkuð óljósar þegar tekið var tillit til þátta eins og aldurs móður, kyns barnsins og reykinga á meðgöngu.

 

Því skoðuðu spænsku vísindamennirnir gögn 613 drengja og stelpna sem voru prófuð bæði hvað varðar greindarvísitölu og svo almennum, vitsmunalegum og andlegum hæfileikum og tóku tillit til þessara þátta.

 

Niðurstaða vísindamannanna er sú að það sé „langvarandi vitsmunalegur ávinningur af brjóstagjöf“.

 

Betri vitsmunahæfileikar

Í rannsókninni benda rannsakendur á að börn sem fengu brjóstagjöf í einn til átta mánaða höfðu hærri greindarvísitölu samanborið við börn sem ekki höfðu verið á brjósti.

Kostir brjóstamjólkur

  • Móðurmjólkin smellpassar við þroska og þarfir barnsins frá nýbura til barns.

 

  • Mjólkin hefur verndandi eiginleika sem gefa barninu þol gegn sjúkdómum á unga aldri sem og þegar þau eldast.

 

  • Með brjóstagjöf verður barnið ekki eins viðkvæmt fyrir smitsjúkdómum. Til dæmis gegn hinum ýmsu sýkingum.

 

  • Móðurmjólkin hefur einnig verndandi áhrif gegn hvítblæði hjá börnum og mögulega vernd gegn ofnæmi.

 

  • Rannsóknir hafa einnig sýnt að brjóstamjólk hjálpar til við að þróa heila og greind barna.

Að auki voru aðrir vitrænir hæfileikar betri hjá þeim sem höfðu verið á brjósti – t.d. vinnsluminni, svokallaðir óyrtir hæfileikar (non-verbal), rýmisvitund og hæfileikar til að leysa vandamál.

 

Ávinningurinn sást hjá börnum á aldrinum fjögurra til fimm ára og sást einnig þegar leiðrétt var fyrir greindarvísitölu móður og tengsl milli barns og móður.

 

Lestu leiðbeiningar vísindanna um ákjósanlegt uppeldi.

Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að foreldrar ættu að spara reiðilegu orðin. Ekki er aðeins hætt við að börnin eigi eftir að þjást af geðrænum kvillum fyrir vikið, heldur minnka heilar þeirra að sama skapi. 

Vísindamenn segja í rannsókninni að brjóstagjöf fram yfir átta mánuði hafi reynst draga úr hættu á svokölluðum neikvæðum, óyrtum hæfileikum.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu International Journal of Early Childhood.

 

Samkvæmt UNICEF ætti barn eingöngu að neyta brjóstamjólkur fyrstu sex mánuðina og eftir það sé annari fæðu smám saman bætt við.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.