Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að foreldrar ættu að spara reiðilegu orðin. Ekki er aðeins hætt við að börnin eigi eftir að þjást af geðrænum kvillum fyrir vikið, heldur minnka heilar þeirra að sama skapi. Hér má lesa vísindalegar leiðbeiningar um vænlegasta uppeldið.

BIRT: 02/03/2024

Þess vegna skaltu lesa greinina

Hvernig færð þú barn þitt til að hegða sér almennilega? Þarftu að setja því mörk hvað tölvuleiki og sjónvarp snertir? Og viltu gera allt sem í þínu valdi stendur til að dekra barnið ekki um of? Hér má lesa vísindaleg svör við spurningum þínum.

Ertu að gera rétt? Á foreldrum hvílir sú mikla ábyrgð að gefa börnunum gott veganesti út í lífið. Fyrsta árið er þetta nokkuð auðvelt – þó það í raun sé erfitt. Uppfylla þarf allar þarfir litla sólargeislans og segja má að ekki sé hægt að dekra barnið um of. Þetta á þó eftir að breytast.

 

Þegar barnið er eins til tveggja ára gamalt byrjar sjálfsmynd þess að þroskast, svo og félagslegur og siðferðislegur skilningur þess og barnið fer að finna fyrir stolti, skömm og samviskubiti. Jafnframt þessu fer barnið að verða meðvitað um eigin þarfir og komast að raun um að það geti beitt töfrum, þrjósku eða tárum til að ráðskast með foreldrana.

 

Smábarnið fer að láta reyna á mörkin sem foreldrarnir verða ekki einungis að ákvarða, heldur einnig að hafa gát á. Þú þarft með öðrum orðum að ala barnið upp en því verkefni lýkur ekki fyrr en seint á unglingsárunum.

Uppeldi er viðfangsefni sem gerir marga foreldra óörugga. Flestir vilja að börn þeirra spjari sig vel og nái markmiðum sínum en vilja að sama skapi að barnið læri að sýna samkennd og tillitssemi.

 

Mýmargar spurningar koma upp. Á að hlífa barninu við erfiðleikum lífsins eða leyfa því að takast á við andstreymi og ófarir? Eiga foreldrar að taka mjög mikinn þátt í lífi barna sinna eða á barnið að læra að standa á eigin fótum?

 

Spurningarnar eru áleitnari nú en nokkru sinni fyrr. Foreldrar verja meiri tíma með börnum sínum en áður tíðkaðist eða um sex klukkustundum meira á viku en við átti fyrir 40 árum. Finna má urmul ólíkra skoðana um viðfangsefnið á netinu.

 

Vísindin hafa til allrar hamingju látið sig varða umræðuna og nýjustu rannsóknir veita nú mörg svör við því hvers konar uppeldi er vænlegast til að tryggja börnunum gott líf og hvers kyns uppeldi skilur eftir sig djúp ör á sálinni.

Fjórir hópar

Vísindamenn flokka foreldra

Árið 1966 skipti bandaríski þróunarsálfræðingurinn Diana Baumrind foreldrum í fjóra hópa og vísindamenn í dag styðjast enn við flokkunarkerfi hennar. Foreldrarnir voru jafnframt metnir með hliðsjón af því hvort þeir gerðu kröfur til barna sinna og hvort þeir væru skilningsríkir í garð barnanna, þ.e. hvort þeir umvefðu börnin með hlýju og hrósyrðum.

 

Tvær tegundanna gerður kröfur til barnanna, þó hvor á sinn hátt. Þeir sem nefndir eru strangir foreldrar ráðskast með börnin sín, segja þeim nákvæmlega hvað þau eiga að gera og refsa þeim ef þau breyta ekki rétt, annað hvort líkamlega eða munnlega. Þessir foreldrar kæra sig kollótta um þarfir barnanna og eiga ekki samræður við þau.

 

Þeir sem flokkast sem ákveðnir foreldrar gera einnig kröfur en eru að sama skapi opnir og vingjarnlegir. Þeir láta sér ekki nægja að segja börnunum hvað þau eigi að gera, heldur útskýra jafnframt hvers vegna og hvernig og eru tilbúnir með ráðleggingar ef barnið fær efasemdir eða lendir í vanda.

47 prósent bandarískra foreldra tilheyra ákveðna hópnum.

Tvær síðustu foreldragerðirnar gera engar kröfur. Önnur gerðin sem kallast eftirlátir foreldrar, er sér mjög meðvituð um þarfir barna sinna og gengur langt til að fullnægja þeim. Þeir vorkenna börnunum fyrir að þurfa að virða kröfur og mörk eða þá þeir leggja ekki í rökræður við börnin ef þau eru annarrar skoðunar en foreldrarnir.

 

Hin tegundin sem felur í sér afskiptalausa foreldra, setur börnunum engin mörk, því þeim er í raun réttri slétt sama. Þessir foreldrar setja sjálfa sig í fyrsta sætið og börnunum mætir tómlæti og áhugaleysi.

 

Algengasta aðferðin, samkvæmt bandarískri rannsókn, er sú sem felur í sér ákveðni, þar sem foreldrarnir gera kröfur en eru jafnframt skilningsríkir gagnvart börnum sínum. Alls 47% foreldranna beittu þeirri aðferð.

 

Annað sætið vermdi svo gamla stranga aðferðin sem alls 24% foreldranna leggja stund á og þetta veldur mörgum vísindamönnum áhyggjum. Ýmsar rannsóknir hafa nefnilega sýnt fram á að sambland þess að vilja að barnið hlýði í einu og öllu og að virða ekki skoðanir barnsins er eitruð blanda.

Hörð lína

Reiði skilur eftir ævarandi sár

Árið 2021 tóku kanadískir vísindamenn sneiðmyndir af heilum 94 barna sem fengið höfðu einhvers konar strangt uppeldi.

 

Sneiðmyndirnar leiddu í ljós að því strangara sem uppeldið hafði verið þeim mun minni voru framlægu ennisblöðin. Þessi heilasvæði skipta meginmáli fyrir persónuleikann og getuna til að hugsa, skipuleggja, setja sér mörk og meta hvað er gott og slæmt.

 

Þá var heilasvæðið sem nefnist mandla að sama skapi minna í börnum sem áttu mjög stjórnsama foreldra en í því svæði er einkum unnið úr ótta og varnarviðbrögðum. Auk þess gáfu rannsóknir á geðslagi barnanna einnig til kynna að þessi sömu börn sýndu merki um kvíða.

Líkamleg refsing er enn lögleg í mörgum löndum þrátt fyrir að slíkt geti skilið eftir sig varanleg geðræn vandamál hjá börnum.

Bandarískir vísindamenn komust að áþekkum niðurstöðum þetta sama ár. Þeir rannsökuðu börn sem höfðu verið löðrunguð en að öðru leyti ekki beitt ofbeldi eða misnotkun.

 

Niðurstöðurnar sýndu fram á að heilar barnanna brugðust harkalegar við myndum af óttaslegnum andlitum en heilar barna sem aldrei hafði verið refsað líkamlega. Niðurstaðan var sú að strangt, ósveigjanlegt uppeldi hafi áhrif á viðbrögð barna gegn ótta á neikvæðan máta.

Skammir geta orsakað minnkun heilans.

Grófar árásir og misnotkun geta skaðað heila barna en nýleg rannsókn sýnir að ekki þarf svo mikið til. Skammir og löðrungar geta nægt til að láta þrjú heilasvæði skreppa saman að stærð.

Börn leita uppi deilur

Heilasvæðið mandla skiptir m.a. máli í úrvinnslu aðstæðna sem einkennast af streitu. Svæðið er minna í börnum sem hlotið hafa strangt uppeldi og getur haft í för með sér ofbeldiskennda hegðun síðar meir á ævinni sem einkennist af því að einstaklingarnir leita uppi deilur.

Heilinn glatar hömlum

Hliðlægur forennisbörkur skiptir sköpum fyrir viðbrögð barns gagnvart skömmum og líkamlegum refsingum. Strangt uppeldi getur valdið minnkun svæðisins með þeim afleiðingum að börnin verða hvatvísari og aðlagast síður félagslega.

Tilfinningar verða stjórnlausar

Miðlægi forennisbörkurinn ræður því hvernig barn bregst við hrósi og viðurkenningum. Strangt uppeldi veldur því að svæðið minnkar með þeim afleiðingum að barnið á í meira basli með að hafa stjórn á tilfinningum sínum og verður tilfinningalega viðkvæmt.

Hvernig sem á málið er litið hafa vísindamenn fundið sterkar vísbendingar um að strangt uppeldi sé skaðlegt.

 

Börnin verða oft árásargjörn og eiga erfitt með að hafa hemil á reiðinni ef þau lenda í erfiðum aðstæðum, eru með lélega sjálfsmynd, spjara sig síður í námi og eiga erfitt með að mynda tengsl við aðra. Þá er jafnframt aukin hætta á að þau lendi í neyslu, þrói með sér þunglyndi og taki eigið líf.

Eftirlæti vísindamanna

Kröfur leiða af sér lífsgleði

Langflestir foreldrar telja ákveðni best til þess fallna að leiða af sér börn sem eru í góðu jafnvægi og líður vel. Til allrar hamingju er þessi aðferð einnig sú sem hvað flestir foreldrar beita í dag.

 

Foreldrar sem ala börn sín upp af ákveðni sýna þeim mikinn kærleika, áhuga og virðingu en sjá jafnframt til þess að setja börnunum mörk og að gera kröfur.

 

Þeir skamma sjaldan en vekja meðvitað athygli á slæmri framkomu, ef sú er raunin og eyða tíma í að útskýra hvers vegna hegðunin sé ekki viðunandi. Þannig skilja börnin á hvern hátt þau hafa breytt ranglega og verða fyrir bragðið áhugasamari um að hegða sér betur.

 

Ákveðnu foreldrarnir hlusta jafnframt á börn sín og gefa þeim fleiri tækifæri, t.d. til að smyrja sjálf brauðsneið, ef þau kæra sig alls ekki um kvöldmatinn. Þessi börn geta fengið leyfi til að fara út að leika, ef þau skilja að það sé á þeirra eigin ábyrgð að þau hafi fyrst lokið við heimalærdóminn.

3 vísindaleg ráð fyrir foreldra

Uppeldi felur í sér blæbrigðaríkan jafnvægisgang og ógerningur er að veita sundurliðaðar, alhliða ráðleggingar um uppeldi en vísindamenn hafa fundið nokkrar leiðbeiningar sem gott er að hafa í huga.

Fækkið skammaryrðunum

Tíðar skammir eða löðrungar skaða þroska heilans og börnin eiga á hættu að þjást af félagslegum og atferlislegum vanda síðar meir á lífsleiðinni. Fyrir bragðið er ráðlegt að halda skömmunum í lágmarki og að tala þess í stað af yfirvegun við börnin.

Takmarkið skjátíma

Tölvuleikir í litlum skömmtum geta haft jákvæð áhrif á börnin en ef marka má kínverska rannsókn skyldi daglegur skjátími vera skemmri en ein klukkustund á dag – að öðrum kosti rýrnar einbeitingargeta barnanna og löngun þeirra til að fara í skólann.

Stillið „krulluuppeldinu“ í hóf

Foreldrar sem sópa burtu öllum hindrunum fyrir börn sín eiga það á hættu að börnin þoli síður andstreymi og eigi eftir að kljást við geðræna kvilla. Þess í stað ættu börnin að reyna sig sjálf innan ákveðins ramma.

Ákveðnin er þó ekki ætíð auðveld í reynd, einkum ekki þegar börnin komast á unglingsaldur. Þegar þar er komið sögu ganga þau nefnilega í gegnum eðlilega þróun sem felur í sér uppreisn og sinnuleysi og erfitt getur verið að ná til þeirra með því að höfða til skynseminnar.

 

Ef foreldri krefst þess t.d. að unglingurinn komi heim kl. 22 geta þeir þurft að víkja frá vingjarnlegum reglum sínum og stíga fastar til jarðar, m.a. með því að beita hótunum um hæfilegar refsingar, séu reglurnar virtar að vettugi.

 

Þegar á heildina er litið er ákveðnin gagnleg og það er ekki að ástæðulausu sem vísindamenn mæla með henni: Börn sem alin eru upp á þann hátt mynda sterkari félagsleg tengsl, ljúka lengra námi, eiga við færri geðræn vandamál að etja og spjara sig að flestu leyti betur en önnur börn.

Krulla

Börnin þín eru ekki vinir þínir

Margir foreldrar sem elska börnin sín mikið og vilja þeim allt hið besta, eiga í basli með að setja þeim mörk. Þetta á við um eftirlátu foreldrana en um 19% bandarískra foreldra eiga heima í þessum flokki.

 

Þeir foreldrar óska þess að börnin líti á sig sem vini og jafningja, í stað yfirvalds. Þeir sleppa því að ásaka börnin ef þau hafa t.d. ekki lokið við heimalærdóminn og aðstoða börnin oft svo mikið að þau hafa ekki tækifæri til að læra af eigin reynslu.

 

Þessi gerð foreldra er stundum nefnd „krulluforeldrar“, því þeim er líkt við þátttakendur í íþróttagreininni „krullu“ sem sópa og sópa til að krullusteinninn komist leiðar sinnar en foreldrarnir greiða leið barnsins á svipaðan hátt og eru dæmi um að slíkir foreldrar ónáði kennara sem gera sérstakar kröfur til barnsins.

19 prósent bandarískra foreldra tilheyra eftirláta hópnum.

Ýmsar rannsóknir gefa til kynna að „krulluuppeldið“ gefi ekki góða raun því börnin eigi t.d. erfiðara með að takast á við erfiðleika og eigi frekar á hættu en önnur börn að verða sjálfhverf eða döpur.

 

Sænsk rannsókn frá árinu 2015 leiddi m.a. í ljós að táningar sem áttu eftirláta foreldra væru líklegri til að byrja að drekka áfengi en þeir unglingar sem hlotið hefðu ákveðnara uppeldi.

 

Börn eftirlátra foreldra byrja jafnframt frekar að reykja tóbak og gerðu frekar en aðrir unglingar tilraunir með kannabis og önnur ólögleg efni.

 

Skýringin kann að felast í því að börn þessi skorti sjálfsaga, geri óraunhæfar kröfur og finni fyrir öryggisleysi þegar þeim er ætlað að standa á eigin fótum.

„Krulluforeldrar“ gera börnum sínum bjarnargreiða með því að sópa burt öllum hindrunum.

Á hinn bóginn reynist oft erfitt að greina á milli ákveðinna foreldra og þeirra eftirlátu því erfitt getur reynst að ákvarða hvenær foreldrar sem hafa gott eitt í hyggju, aðstoða börnin í svo miklum mæli að þeir í raun taka ábyrgðina frá þeim.

 

Tökum sem dæmi þær flóknu aðstæður sem upp geta komið þegar barnið á í basli með stærðfræðidæmin og getur alls ekki fundið réttu lausnina þótt foreldrarnir hafi eytt löngum tíma í að útskýra hvernig leysa skuli verkefnin.

 

Þá geta foreldrarnir staðið frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvort senda eigi barnið í skólann með ranga lausn sem barnið hefur reiknað út sjálft eða með réttu lausnina sem foreldrarnir hafa gefið því upp, án þess að barnið hafi skilið útreikninginn.

LESTU EINNIG

Eftirlátu foreldrarnir myndu að öllu jöfnu vilja vernda barnið og koma í veg fyrir að það bíði ósigur í skólanum. Sennilega myndu þeir því gefa barninu rétta svarið. Ákveðnu foreldrarnir myndu á hinn bóginn segja að barnið hefði gott af að læra af mistökum sínum og senda það í skólann með röngu úrlausnina.

 

Síðari valkosturinn er í raun erfiðari fyrir foreldrana en sennilega þó réttari fyrir barnið, til lengri tíma litið.

 

Þrátt fyrir ókostina sem tengjast „krulluaðferðinni“ álíta fræðimenn hana vera næstbestu uppeldisaðferðina. Hún gagnast börnunum sem sé betur en hefðbundna stranga aðferðin. Og fyrir því er góð ástæða.

Það mikilvægasta

Umhyggja kemur fram í erfðavísum

Ástæða þess að „krulluaðferðin“ reynist ekki vera versta aðferðin er sú að „krulluforeldrarnir“ eru kærleiksríkir og athugulir og hafa velferð barnsins í fyrirrúmi. Þetta setur mark sitt á barnið.

 

Öruggt umhverfi, vinsamleg orð, faðmlag og saga fyrir svefninn valda mikilli framleiðslu kærleikshormónsins oxýtósíns í barninu. Hormónið er framleitt í heilanum og hefur áhrif á ýmis líffæri, þar með talinn sjálfan heilann.

 

Útkoman er tilfinning sem einkennist af gleði og trausti sem gerir vart við sig lengst inni í frumum barnsins af völdum efnabreytinga í erfðaefninu og þessi vænlega tilfinning kann að vara það sem eftir er ævinnar og jafnvel að berast áfram til næstu kynslóðar.

 

Í öllum þeim urmul uppeldisráða sem fyrirfinnast er ein þumalfingurregla sem alltaf á við og hún er þessi: Gættu þess að barnið finni að það sé elskað.

Hormón lætur gott af sér leiða um langa hríð

Umhyggja og kærleikur eru ekki einvörðungu vænleg börnum okkar. Með svolítilli hjálp frá hormóninu oxýtósíni mun kærleiksríkt uppeldi tryggja mörgum komandi kynslóðum gott líf.

Foreldrar sýna mikla umhyggju

Mikið magn af hormóninu oxýtósíni í blóði foreldranna orsakar aukna umhyggju. Foreldrarnir veita þörfum barnanna meiri athygli, verja lengri tíma í að líta til með börnunum og sýna velferð þeirra aukinn áhuga.

Barnið verður ánægt og öruggt

Börn sem njóta mikillar umhyggju af hálfu foreldranna, framleiða meira oxýtósín sem styrkir tengslin við foreldrana og skilur eftir sig fleiri jákvæðar tilfinningar á borð við gleði og traust. Hormónið dregur að sama skapi úr ótta og kvíða hjá barninu.

Barnið verður sjálft gott foreldri

Ást foreldranna veldur svokölluðum formaukningarbreytingum í erfðavísum barnanna sem eykur jákvæð áhrif oxýtósíns á heilann. Breytingarnar vara alla ævi og barnið sjálft þroskast yfir í að vera kærleiksríkt og umhyggjusamt foreldri.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN

Shutterstock, © Sabrina Suffren, © Shutterstock & Malene Vinther, © Getty Images,

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.