Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Of mikið sjónvarpsgláp í æsku getur verið fyrirboði alvarlegri fíknar síðar á ævinni.

BIRT: 08/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

„Þú færð ferhyrnd augu af því að horfa á of mikið sjónvarp.“

 

Í áraraðir hafa margir foreldrar sagt börnum sínum með skjáþráhyggju það til að fæla þau frá of miklu sjónvarpsglápi.

 

Þó ferköntuð sjónvarpsaugu séu óeftirsóknarverð, getur mikil sjónvarpsneysla hins vegar tengst öðrum skaðlegum afleiðingum sem ná langt fram á fullorðinsár.

 

Þetta sýnir ný rannsókn frá háskólanum í Otago á Nýja Sjálandi sem hefur verið birt í International Journal of Mental Health and Addiction.

 

Hér hefur hópur vísindamanna skoðað þýðingu skjágláps í æsku og áhrif þess á fullorðinsárum nánar.

 

Merki um fíkn

Niðurstaðan er óhugnanlegur lestur fyrir foreldra skjáelskandi barna.

 

Mikil sjónvarpsneysla á fyrstu árum einstaklings getur bæði verið boðberi aukinnar hættu á spilafíkn og reykingum á fullorðinsárum.

 

Vísindamenn skoðuðu sérstaklega stóran hóp barna sem öll voru fædd 1972 eða 1973 á Nýja Sjálandi.

 

Í æsku barnanna, frá því þau voru 5 til 15 ára, skráðu vísindamennirnir sjónvarpsnotkun viðfangsefnanna á fimm virkum dögum vikunnar út frá frásögnum foreldra og barnanna sjálfra.

 

Á næstu árum þegar svarendur voru 18 til 45 ára, skoðuðu rannsakendur hvort þeir hefðu þróað með sér einhverja aðra fíkn.

 

Rannsakendur komust að því að mikið sjónvarpsáhorf á barnsaldri tengdist meiri líkum á að eiga á hættu að þróa með sér vímuefnatengda sjúkdóma – bæði hvað varðar áfengisfíkn, tóbak, kannabis og fjárhættuspil.

 

Gögnin voru aðlöguð samkvæmt félagshagfræðilegri stöðu barnanna og getu þeirra til að beita sjálfstjórn á barnsaldri.

 

Með þessum þáttum sem hluta af útreikningnum gátu rannsakendur sýnt fram á að hættan á að verða háður tóbaki og þróa með sér hneigð til fjárhættuspila síðar á ævinni jókst enn meir með mikilli sjónvarpsneyslu.

 

Getur bent til tveggja hluta

Að sögn forsvarsmanns rannsóknarinnar, doktor Helenu McAnally, getur tengingin þýtt tvennt.

 

„Maður talar oft um sjónvarpsneyslu sem fíkn; þessi rannsókn sýnir að fyrir sumt fólk getur sjónvarpsneysla aukið möguleika á fíknisjúkdómum eða leitt síðar til vímuefnatengdra og annarra ávanasjúkdóma,“ útskýrir hún.

 

Samkvæmt meðhöfundi rannsóknarinnar, prófessor Bob Hancox, hefur óhófleg sjónvarpsneysla í æsku og á unglingsárum einnig áður verið tengd ýmsum heilsu- og vellíðanvandamálum á fullorðinsárum.

LESTU EINNIG

Hins vegar, að sögn Hancox, er þessi rannsókn ein af þeim fyrstu til að kanna nákvæmlega hvernig algeng en hugsanlega ávanabindandi hegðun eins og skjánotkun getur tengst því að þróa með sér fíkn síðar á ævinni.

 

Að sögn Hancox eru „hæfilegar“ ráðleggingar til barna og ungmenna að horfa á sjónvarp að hámarki tvo tíma á dag að meðaltali.

BIRT: 08/12/2022

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is