Óleystar gátur

Leysiblossi gæti orðið fyrsta lífstáknið

Leysiblossi gæti orðið fyrsta lífstáknið

Nú eru liðin rétt 50 ár síðan vísindamenn byrjuðu að hlusta eftir útvarpsbylgjusendingum frá framandi vitsmunaverum í geimnum. Það þarf ekki að koma á óvart þótt ekkert hafi heyrst enn, því í stjarnfræðilegu samhengi samsvara 50 ár ekki nema sekúndubroti. En SETI-vísindamenn láta sér ekki nægja að hlusta. Fyrstu sjónaukarnir eru nú farnir að leita að lífsmerkjum í formi leysigeisla,...

Hvernig var  höllin byggð?

Hvernig var höllin byggð?

Hin dularfulla höll, Coral Castle, í Suður-Flórída er meðal sérkennilegustu ferðamannastaða í þessu sólskinsfylki Bandaríkjanna. Á tiltölulega litlu svæði, samtals aðeins nokkur þúsund fermetrum, geta gestir gengið um milli þykkra múra, gegnum hlið sem vega mörg tonn og skoðað turna sem gerðir eru úr risavöxnum steinblokkum. Allt er þetta byggt af einum manni, lettneska innflytjandanum Edward Leedskalnin, sem hóf bygginguna árið 1920...

Tveir flugmenn hurfu sporlaust í Atlantshafið

Tveir flugmenn hurfu sporlaust í Atlantshafið

Aðeins 14 dögum áður en bandaríski flugmaðurinn Charles Lindbergh varð fyrstur til að fljúga yfir Atlantshaf 1927 og þar með beint inn í sögubækurnar, reyndu tveir Frakkar að gera hið sama. En þeir hurfu sporlaust á leiðinni. Francois Coli var 45 ára og Charles Nungesser 10 árum yngri. Þeir voru báðir stríðshetjur úr fyrri heimsstyrjöld og höfðu margra ára flugreynslu. Þeir hófu...

Hvenær komu menn til Ameríku?

Hvenær komu menn til Ameríku?

Fyrir um 13.500 árum fluttu asískir veiðimenn sig frá Síberíu eftir þurrlendisræmu til Alaska í leit að stórum veiðidýrum. Þaðan dreifðu þeir sér á tiltölulega fáum öldum bæði um Norður- og Suður-Ameríku. Þetta hefur áratugum saman talist viðurkenndur sannleikur, en kenningin mætir nú öflugri mótspyrnu. Á síðari árum hafa vísindamenn tekið að setja fram aðrar hugmyndir um það sem kallað...

Hvar eru bein Hitlers?

Hvar eru bein Hitlers?

Síðustu dagar Þriðja ríkisins einkenndust af blóðbaði og eyðileggingu. Miklir bardagar geisuðu í Berlín og í rammgerðu loftvarnarbyrgi undir Þinghúsinu í Berlín frömdu Adolf Hitler og Eva Braun sjálfsmorð þann 30. apríl 1945. Þegar aðstoðarforingi Hitlers, Heinz Linge, hafði gengið úr skugga um að bæði væru látin voru líkin borin upp í sundursprengdan garð að baki byggingunum þar sem bensíni...

Hver lagði eld að Róm?

Hver lagði eld að Róm?

Þann 18. júlí árið 64 var steikjandi hiti í hinni tilkomumiklu höfuðborg Rómarríkis. Því miður var nokkur strekkingur þennan dag sem reyndist óheppilegt þegar eldur varð laus síðla kvölds í kraðaki af sölubúðum, sem lágu þétt saman umhverfis Circus Maximus í miðborg Rómar. Þrátt fyrir að margar hallir og opinberar byggingar væru úr steini og marmara, bjó mestur hluti íbúanna...

Page 1 of 2 1 2

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR