Menning og saga

Leyndardardómurinn um fljótandi fætur í Kanada

Á tólf árum finnast fimmtán mannsfætur við strendur Vancouver-eyju í Kanada. Allir í gúmmískóm eða gönguskóm. Sögusagnir um raðmorðingja lifa góðu lífi en þá taka vísindin sig til og leysa ráðgátuna.

BIRT: 10/10/2023

Árið 2007 fundu íbúar Bresku-Kólumbíu í Kanada, á aðeins einni viku, tvo mannsfætur við strendur Salish-hafsins í vesturhluta Kanada. Báðir í stærð 46, báðir í hlaupaskóm og hvorir tveggja hægri fótleggir.

 

Ári seinna fundust fimm nýir fætur og á næstu tólf árum skolaði alls fimmtán fótum á land án eigenda. Flestir fundust við strendur Salish-hafs en einnig hafði nokkrum fótum skolað á land við Pugetsund sem er suðurhluti sama innhafs, Ameríku megin við landamærin.

 

Lögreglan hóf þegar leit og sögusagnir um raðmorðingja voru fljótar að breiðast út. En með hjálp vísindanna fann lögreglan að lokum hinn raunverulega geranda – samspil flókinna hafstrauma, svangra krabba og nútíma skófatnaðar.

 

Að fljóta eða sökkva

Hvers vegna rak fæturna á land en eigendurna ekki?

 Hér fundust hinir mennsku fótleggir.

Annað hvort lágu lík hinna ólánsömu göngumanna falin einhvers staðar eða þá að þau höfðu sokkið. En af hverju sukku fætur þeirra þá ekki líka?

 

Rannsókn f árinu 1977 sýndi fram á að sjö af hverjum tíu líkömum drukknaðs fólks fljóta í hafinu, jafnvel þó að þau hafi ekkert súrefni í lungunum.

 

Rannsóknin sýndi hins vegar einnig að örlítill munur ákvarðar hvort dauður einstaklingur flýtur eða sekkur. Til dæmis getur blautur fatnaður dugað til að draga líkið til botns.

 

Í heitara vatni geta líkin þó flotið aftur upp á yfirborðið eftir einhvern tíma þegar líkaminn fer að rotna og mynda lofttegundir. En í köldu vatni fer annað ferli í gang sem umbreytir líkamsvef í feitt vaxkennt efni (adipocere).

 

Sýni af þessum fljótandi fótum sýndu greinilegar vefjabreytingar og vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að líkin hefðu sokkið.

 

En tveimur spurningum var samt ósvarað:

 

  • Af hverju flutu fætur hinna dauðu upp á yfirborðið?

 

  • Og af hverju gerðist það svona oft á sama stað í innhafi við vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada?

 

Hræétandi skelfiskar nöguðu lappirnar af

Vísindamennirnir þurftu að komast að því hvað verður um lík í sjónum. En af siðferðilegum ástæðum var ekki hægt að nota látnar manneskjur í slíkum tilraunum.

 

Þess í stað sökktu þeir dauðum svínum í Salish-haf. Svínin sukku strax niður á um 100 metra dýpi og ofan í djúpinu biðu þeirra grimmúðleg örlög.

 

Á stuttum tíma voru svínin étin af gráðugum hræætum sjávar, eins og t.d. kröbbum, rækjum og humri.

 

En hræætur djúpsins kjósa frekar mjúkvef og þó að ökklar á mönnum séu fyrst og fremst gerðir úr mjúkvef, þá eru fæturnir það ekki.

 

Ökklarnir hafa því einfaldlega verið étnir og þannig losað fæturna frá líkamanum.

 

Þökk sé nýrri tækni við gerð hlaupaskóa, þar sem sólarnir innihalda meira loft en áður, munu fætur klæddir hlaupaskóm því fljóta upp á yfirborðið og reka á land – til skelfingar og hryllings fjörugöngumanna.

 

Flóknir hafstraumar halda fótunum á sama stað

Hinn mikli fjöldi nagaðra fóta á ströndum Bresku- Kólumbíu stafaði af því að vindur þar er fyrst og fremst aflandsvindur frá Kyrrahafi.

 

Vindarnir ásamt flóknum sjávarstraumum í Salish-hafi og Pugetsundi gerðu það að verkum að fæturna rak því ekki út úr flóunum.

 

Náttúran og dýralíf á þessu svæði buðu því upp á sérstaklega góðar aðstæður til að þessa fljótandi fætur án líkama rak þar á land.

 

Fyrst birt í maí árið 2021

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

Shutterstock, © Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Stærsta stöðuvatn heims

Lifandi Saga

Hversu margar aðalbækistöðvar hafði Hitler yfir að ráða?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Maðurinn

Grænar hægðir: Þess vegna breytist liturinn í klósettskálinni

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Lifandi Saga

Umdeilt starf dóttur nasista

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is