Ný rannsókn varpar ljósi á ráðgátu í Formúlu 1

Skiptir ökumaðurinn, liðið eða bíllinn mestu máli í Formúlu 1? Nú vitum við svarið.

BIRT: 28/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Meðal kappakstursáhugamanna hefur lengi ríkt áhugi á því hvað skipti mestu máli til að ná árangri í Formúlu 1. Nú hafa vísindamenn gengið í málið.

 

„Það hefur lengi verið nokkuð almennt álit að bíllinn og liðið standi fyrir um 80% af árangrinum en aðeins 20% séu undir ökuþórnum komin en við höfum nú komist að þeirri niðurstöðu að málið sé ekki svo einfalt. Samskipti bílstjórans og liðsins vega um 30-40% en afgangurinn ræðst af ýmsum þáttum í hverjum kappakstri fyrir sig,“ segir Duane Rockerbie, prófessor við Lethbrigdeháskóla í Kanada sem er aðalhöfundur niðurstöðugreinarinnar.

 

Ökuþórinn reyndist líka gera miklu meira en að bara koma bílnum alla leið yfir marklínuna – hann skilar líka til liðsins afar mikilvægum upplýsingum um bílinn. Framlag þeirra sem sitja undir stýri hefur þannig verið vanmetið.

 

Ekki beint samhengi

Rannsóknin byggði á árangri í Formúlu 1 á árunum 2012-2019. Fjárhagsaðstæður liðanna í Formúlu 1 reyndust einnig hafa mikla þýðingu.

 

Það lið sem hafði best fjárráð hafði jafnframt bestu aðstæðurnar til að ráða bestu bílstjórana og nota bestu efnin í bílasmíðina. Á hinn bóginn fannst ekki beint samhengi milli peningaeyðslu og árangurs.

 

En þeir bílstjórar sem komust að hjá bestu liðunum reyndust líka líklegastir til að ná góðum árangri.

BIRT: 28/01/2023

HÖFUNDUR: POUL TVILUM

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is