Alheimurinn

Ráðgátan við Roswell

Í rösklega þrjá áratugi fól bærinn Roswell í Bandaríkjunum í sér leyndarmál eftir að undarlegur hlutur féll til jarðar í 50 km fjarlægð frá bænum. Síðar komust á kreik sögusagnir þess eðlis að Bandaríkjastjórn hefði gómað geimveru og falið á leynilegu hersvæði sem nefnist Svæði 51. Sannleikurinn reyndist þó vera allt annar.

BIRT: 28/09/2023

Í upphafi júlímánaðar árið 1947 hrapaði óþekktur hlutur af himnum ofan á landareign bónda í fylkinu Nýju-Mexíkó í grennd við smábæinn Roswell.

 

Bóndinn, William Brazel, rakst á hluta úr flakinu inni í kindagirðingu sinni og lýsti því sem hann sá á þann veg: „Á stóru svæði gaf að líta glansandi flakhluta úr gúmmílistum, silfurpappír, grófum pappír og prikum“.

 

Brazel var ekki með síma heima á bænum, svo það liðu nokkrir dagar áður en hann gat sagt lögreglustjóranum í Roswell, að hann teldi sig jafnvel hafa fundið einn þessara „fljúgandi hringja“ sem hann hefði heyrt um í útvarpi.

 

Lögreglustjórinn flýtti sér að hafa samband við herflugstöðina á svæðinu sem sendi liðsforingja og almennan borgara til hans á sveitabæinn, þar sem þeir tóku að tína dótið saman þann 7. júlí og keyra það á brott. Skömmu síðar voru öll ummerki um flakið á bak og burt og aðeins örfáir sjónarvottar eftir með vitneskju um hvað þeir hefðu séð umræddan sumardag árið 1947.

FFH-bylgjan hófst fyrir alvöru þegar bóndi að nafni William Brazel fann nokkuð sem hann taldi vera leifarnar af fljúgandi diski.

Nú lifnuðu einhverjar þær langlífustu og þekktustu samsæriskenningar sem um getur. Hrapið við Roswell er sagan um það þegar Bandaríkjaher skaut niður og hertók geimveru sem enn þann dag í dag er sögð lifa í fangavist á háleynilegri flugherstöð, Svæði 51, þar í grenndinni.

 

Í bókum sem ritaðar hafa verið um atburðinn segjast sjónarvottar hafa komið auga á tvo staði sem eitthvað hafi hrapað á, inni í kindagirðingu Williams Brazels og að djúpar holur hafi myndast, líkt og eitthvað stórt hafi lent á jörðinni á miklum hraða.

 

Allt í kring hafi legið flakhlutar úr áður óþekktu, sveigjanlegu efni utan úr geimnum „sem ekkert þekkt efni fékk grandað“.

 

Ef marka má sjónarvotta sem reyndar voru aldrei nafngreindir, lágu á víð og dreif mýmörg lítil, kræklótt lík og í stöku frásögnum sem byggðu á viðtölum við fólk, staðhæfðu nokkrir að þeir hefðu orðið vitni að sjálfu dularfulla hrapinu og jafnframt séð lifandi verur með gríðarstór höfuð ganga um á svæðinu áður en farið var með þær burt.

 

Öllu efninu og geimverunum var safnað saman, sögðu sjónarvottarnir og ekið í burtu með það í stórum, brynvörðum flutningabifreiðum. Fyrr en varði hafi öll verksummerki eftir hrapið verið horfin.

Árið 1991 opnaði geimverusafn í Roswell. Hér geta gestir m.a. séð hvernig krufning geimveranna fór fram.

Herinn rannsakaði fljúgandi furðuhlutinn

Ekki hefur tekist að fá neina af sögunum staðfestar og það eina sem sagnfræðingar vita fyrir víst í dag er að fulltrúar Bandaríkjahers hafi nokkrum dögum síðar sent frá sér tilkynningu þess eðlis að þeir hefðu komist yfir „fljúgandi disk“ sem sérfræðingar hafi rannsakað frekar á flugherstöðinni við Roswell og síðan sent „æðstu yfirvöldum“.

 

Fulltrúar frá hernum héldu fámennan blaðamannafund þar sem þeir sýndu gúmmí, álpappír og við sem þeir sögðust hafa fundið eftir hrapið í Roswell og sögðu leifar þessar eiga rætur að rekja til veðurloftbelgjar.

 

Fyrir þá sem vilja reyna að skilja hvað átti sér stað í Roswell, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að Bandaríkjamönnum var mjög umhugað um „fljúgandi furðuhluti“ (FFH). Furðuhlutaáráttan náði hámarki rétt eftir síðari heimsstyrjöld og mýmargir fljúgandi furðuhlutir héldu áfram að sjást næstu tvo áratugina, þó einkum í Bandaríkjunum en að einhverju leyti í Evrópu líka.

Fimm dögum eftir atvikið í Roswell sýndi bandaríski herinn hvernig veðurloftbelgir búnir ratsjá eru sendir upp.

Fyrsta hefðbundna lýsingin á slíku geimfari átti sér stað sumarið 1947, skömmu eftir atvikið í Roswell. Að þessu sinni tilkynnti flugmaðurinn Kenneth Arnold að hann í flugferð sinni hefði komið auga á níu undarlega, óþekkta hluti sem virtust fljúga í oddaflugi og hann kvað hlutina hafa flogið líkt og um diska hefði verið að ræða.

 

Þannig komst hugtakið „fljúgandi diskur“ inn í daglegan orðaforða fólks og framvegis voru það einkum fljúgandi diskar sem fólk virtist koma auga á.

 

Engum tókst að útskýra hvað Kenneth Arnold í raun og veru hefði komið auga á en blaðagreinar um þessa furðulegu reynslu flugmannsins drógu dilk á eftir sér og næstu daga og vikur sáust ótalmargir fljúgandi diskar víðs vegar um Bandaríkin.

 

Alls staðar af landinu mátti nú heyra frásagnir fólks sem hafði barið augum kringlótt geimför sem líktust diskum, á sveimi um himininn og iðulega fylgdu þessu dularfull fyrirbæri á borð við straumrof eða skyndilegt myrkur.

Árið 1947 lýsti flugmaðurinn Kenneth Arnold fyrstur allra fyrirbærinu sem farið var að kalla fljúgandi furðuhluti. Hann kvað hlutina fljúga á 2.750 km hraða á klst. og lýsa mætti fluginu sem óreglubundnu, „líkt og þegar maður fleytir kerlingar“.

Sérsveit metur ógnina

Öll þessi ógrynni fljúgandi furðuhluta héldu íbúum landsins á tánum og meira að segja stjórnmálamenn fylgdust grannt með gangi mála.

 

Kalda stríðið var í algleymingi og ríkisstjórnin kvaðst myndu leggja allt kapp á að leiða í ljós hvort fljúgandi furðuhlutirnir tilheyrðu erlendum ríkjum eða skýringin hugsanlega væri önnur. Fyrir vikið var komið á stofn sérsveit innan bandarísku leyniþjónustunnar, Project Sign sem gegndi því hlutverki að leggja mat á skýrslur um slík fyrirbæri.

 

 

Árið 1949 gat sérsveitin slegið því föstu að þó svo að ekki reyndist unnt að útskýra öll 243 tilvikin sem sérfræðingar sveitarinnar hefðu rannsakað, væri ekkert sem benti til þess að þjóðinni stafaði hætta af fljúgandi furðuhlutum.

Þessi mynd frá árinu 1952 á sennilega að sýna FFH en bandaríski flugherinn komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða barðastóran hatt sem einhver hefði hent í loft upp fyrir framan ljósmyndarann.

Sérsveitinni tókst hvorki að sanna né afsanna fyrir víst að tilteknir einstaklingar hefðu í raun orðið vitni að fljúgandi furðuhlutum af þeirri tegund sem engin skýring fékkst á en langflest fyrirbærin tókst að útskýra á þann veg að um ofureðlileg veðurfyrirbæri væri að ræða. Forsvarsmenn sérsveitarinnar drógu fyrir vikið þá ályktun að á meðan ekki hefðu fundist neinar áþreifanlegar sannanir um tilvist geimvera væri engin ástæða til að ætla annað en að um væri að ræða ósannar frásagnir eða ofureðlileg veðurfyrirbæri.

 

Sérsveitin var fljótlega lögð niður og í hennar stað var sett á laggirnar nýtt verkefni sem nefndist Grudge og sem langtum minna bar á. Grudge leiddi í ljós að engin hætta væri á ferðum og að atvikin ættu fyrst og fremst rætur að rekja til misskilinna náttúrufyrirbæra í bland við svolitla múgæsingu.

 

Þegar svo Grudge leið undir lok var sett á stofn nýtt verkefni sem gekk undir heitinu Operation Blue Book sem sá um að skrásetja og flokka rösklega 12.000 atvik á meðan það var við lýði.

„Af öllum hugsanlegum skýringum er heimsókn frá annarri plánetu sú allra ósennilegasta“.

Haft eftir bandaríska teyminu „Operation Blue Book“ sem stundaði rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum.

Mörg þúsund tilvik um fljúgandi furðuhluti (FFH) urðu kveikjan að því að Bandaríkjamenn fóru að tala um UFO (skammstöfun úr orðunum Unidentified Flying Objects) árið 1953. Maður að nafni Edward J. Ruppelt bjó orðið til en hann var hershöfðingi í bandaríska flughernum og yfirmaður verkefnisins Operation Blue Book.

 

Hann lét sér detta í hug hugtakið sökum þess að honum fannst „fljúgandi diskur“ vera allt of ónákvæmt orð yfir hluti sem sést höfðu með ýmiss konar lögun og sem hegðuðu sér með afar ólíkum hætti. Framvegis skyldu hlutir sem tengdust slíkum atvikum nefndir „fljúgandi furðuhlutir“ eða UFO, sagði Ruppelt.

 

Þó svo að aldrei hafi tekist að útskýra nokkur þeirra mála sem bárust inn á borð Operation Blue staðhæfðu vísindamennirnir á bak við verkefnið að engar áþreifanlegar sannanir væru fyrir því að nokkurt atvikanna tengdist óvinveittum farartækjum utan úr geimnum.

 

Teymið sló því föstu í eitt skipti fyrir öll að „af öllum þeim skýringum sem hugsanlegar væru, þætti langósennilegast að um væri að ræða heimsókn frá öðrum plánetum“. Árið 1969 lagði bandaríska varnarmálaráðuneytið svo niður í eitt skipti fyrir öll alla starfsemi tengda fljúgandi furðuhlutum.

Hægt er að flokka samskipti við geimverur í þrennt

Hægt er að flokka vensl við fljúgandi furðuhluti í þrennt með notkun svonefnds Hynek-kvarða sem útbúinn var af einum helsta furðuhlutasérfræðingi heims, Josef Allen Hynek. Hann gaf út bókina „Reynsla af fljúgandi furðuhlutum: Vísandarannsókn“ árið 1972.

Náin kynni af fyrstu gráðu

Ljós, skuggar og annað það sem líkist fljúgandi furðuhlut, heyrir undir skilgreininguna „náin kynni af fyrstu gráðu“. Fyrirbærið má ekki vera í meira en 150 metra fjarlægð.

Náin kynni af annarri gráðu

Sjónarvottar upplifa eitthvað sem lýsa mætti sem líkamlegum áhrifum, t.d. þegar fljúgandi furðuhlutir hafa áhrif á útvarpssendingar, sjást á ratsjá, fá dýr til að bregðast við eða valda hitasveiflum á svæðinu.

Náin kynni af þriðju gráðu

Talað er um náin kynni af þriðju gráðu þegar sjónarvottar koma auga á veru eða vélmenni sem virðist hafa stjórn á fljúgandi furðuhlutnum. Árið 1977 gerði kvikmynd Stevens Spielbergs það að verkum að Hynek-kvarðinn var á hvers manns vörum.

Augu allra beindust að Roswell

Þeir sem trúðu statt og stöðugt á tilvist fljúgandi furðuhluta sannfærðust hins vega um að dvínandi áhugi hersins á slíkum fyrirbærum væri til marks um að ríkisstjórnin vildi halda sannleikanum leyndum fyrir almenningi. Og áhuginn á fljúgandi furðuhlutum lét ekki á sér standa.

 

Framtíðarskáldskapurinn gekk gegnum sitt blómaskeið og gífurlegur áhugi var fyrir öllu því sem átti sér stað úti í geimnum, jafnframt því sem geimkapphlaupið var í fullum gangi. Forvitið fólk myndaði með sér félög sem gáfu út bækur, framleiddu kvikmyndir og lögðu stund á meira eða minna vísindalegar tilraunir.

 

Enginn nefndi þó atvikið í Roswell á nafn fyrr en árið 1978 þegar slúðurblaðið National Enquirer sem var þekkt fyrir greinar sínar um Stórfót og nasistabækistöðvar á tunglinu, hóf að prenta á nýjan leik upprunalegu blaðagreinina úr Roswell Daily Record, þar sem sagt hafði verið frá fljúgandi disknum. Segja má að þar með hafi Roswell verið komið á heimskortið yfir fljúgandi furðuhluti.

 

Tveimur árum síðar kom svo út bókin „The Roswell Incident“ eftir Charles Berlitz og William L. Moore.

Kenningin um að geimverur hefðu hrapað í Roswell vakti athygli meðal almennings með bókinni "The Roswell Incident" frá árinu 1980.

Bókin samanstendur aðallega af sögusögnum og viðtölum við afkomendur og kunningja sjónarvotta að atburðunum frá árinu 1947 en ekkert um þá sem í raun urðu vitni að hrapinu né heldur um afleiðingar þess.

 

Þarna var í fyrsta sinn haft eftir syni Williams Brazels að hlutirnir sem fundust á akri föður hans eitt sumarkvöld árið 1947, hafi verið gerðir úr efni sem gat alls ekki átt rætur að rekja til jarðarinnar.

 

Einn þeirra sem kom fram með nýja vitneskju eftir þetta, var fullorðinn maður að nafni Glenn Dennis sem starfað hafði sem útfararstjóri í Roswell sumarið 1947 og sá m.a. um útfarir í tengslum við flugherstöðina í grenndinni.

 

Eftir að hafa horft á sjónvarpsþátt um Roswell hafði Glenn þessi samband við Stanton Friedman sem lagði stund á rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum og þeim tókst í sameiningu að rifja ýmislegt upp. Skyndilega mundi Dennis eftir atriðum sem hann hafði ekki einu sinni leitt hugann að í 42 ár. Þessar minningar mannsins áttu síðan eftir að mynda grunninn að öllum frásögnum sem spruttu upp í kjölfarið um atburðina í Roswell.

 

Hlustið á Glenn Dennis segja frá því sem hann upplifði í Roswell:

Útfararstjórinn frá UFO-bænum gat bætt ýmsum smáatriðum við sem engan hafði áður órað fyrir. Hann lýsti því m.a. að hann hefði ekið með slasaðan flugmann til herstöðvarinnar og hefði þá komið auga á sjúkrabíl fullan af pörtum úr flakinu.

 

Hann hélt því jafnframt fram að hann hefði rætt við vinkonu sína, hjúkrunarkonu á vellinum sem hefði sagt sér frá skelfilegri krufningu þriggja, svartra, bæklaðra líkama. Krufningu sem herinn varð að stöðva, sökum þess að lofttegundir úr líkunum gerðu þeim ókleift að halda verkinu áfram.

 

Dennis hafði enn fremur séð manneskju eða veru með óeðlilega stórt höfuð ganga um á svæðinu. Reiðilegur, rauðhærður ofursti hafi síðan rekið sig út af herstöðinni og hann aldrei stigið fæti á nokkurt hersvæði síðan.

 

Þegar Dennis síðar meir hugðist hafa samband við vinkonu sína, hjúkrunarkonuna, hafði honum verið tjáð að hún starfaði ekki lengur á vegum hersins og hann heyrði aldrei frá henni síðan.

 

Allar þessar upplýsingar stóðu Dennis skyndilega ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og tryggðu honum í það minnsta frægð á efri árum hans.

Bandaríkjaher notaði A-12 flugvélarnar aðeins á árunum milli 1963 og 1968. Hönnun flugvélarinnar var svo þróuð áfram í tegundina SR-71 Blackbird sem enn þann dag í dag á metið sem hraðskreiðasta mannaða þota heims.

Flugvélar leyniþjónustunnar ýttu undir vangaveltur

Á flugherstöðinni Svæði 51 gerði bandaríska leyniþjónustan, CIA, tilraunir með njósnaflugvélina A-12 sem með einstakri lögun sinni og miklum hraða gat fengið áhangendur samsæriskenninga til að halda að þeir hefðu séð fljúgandi furðuhlut.

 

Háleynileg njósnaflugvél leyniþjónustunnar, A-12 vélin sem síðar meir var þróuð yfir í könnunarflugvélina SR-71 Blackbird, var einkar óvenjuleg á að líta. Neðan frá séð gat flatur títanbúkurinn minnt mjög á tækniviðundur frá öðrum plánetum, þegar vélin flaug fram hjá á ógnarhraða.

 

Vélin sem var útbúin glænýjum, svörtum ratsjárfelubúnaði, minnti alls ekki á flugvél. Hún flaug hraðar og hærra en nokkur önnur þekkt flugvél en þess má geta að hún gat flogið á þreföldum hraða hljóðsins og komist upp í 26 km hæð. Hraðametið sem var slegið í SR-71 flugvél árið 1978, hefur enn ekki verið slegið.

Hámarkshraðinn var 4.100 km/klst, fluglengd allt að 4.630 km og flughæðin 26 km. Auðvelt hefur verið fyrir þá sem ekki vissu betur að rugla njósnaflugvélinni A-12 saman við fljúgandi furðuhlut.

Sjónarvottum skipað að þegja

Gríðarlegt afl þotuhreyflanna gerði það að verkum að tilraunaflugmönnunum reyndist torvelt að stjórna þeim á flugvellinum á flugherstöðinni Svæði 51. Árið 1963 hrapaði ein vélin svo í Utah. Svæðislögreglunni, svo og fjölskyldu sem varð vitni að hrapinu, var fyrirskipað að þegja yfir atburðinum og hótað „alvarlegum afleiðingum“ ef þau segðu frá.

Öll flugvélin var gerð úr ofurmálmi

Að öllu jöfnu er títan aðeins notað í þá hluta flugvélar sem mest mæðir á en meira að segja stjórnklefinn í A-12 var nær einvörðungu gerður úr þessum sterklega málmi. Títan hefur yfir að ráða sama styrk og stál en vegur langtum minna.

Málmurinn kom frá Sovétríkjunum

Erfitt reyndist að útvega títan í vélina en Sovétríkin voru helsti framleiðandi títans í heiminum. Bandaríska leyniþjónustan studdist fyrir vikið við lepp þegar kaupin fóru fram, til þess að ekkert kvisaðist út um flugvélina.

Hámarkshraðinn var 4.100 km/klst, fluglengd allt að 4.630 km og flughæðin 26 km. Auðvelt hefur verið fyrir þá sem ekki vissu betur að rugla njósnaflugvélinni A-12 saman við fljúgandi furðuhlut.

Sjónarvottum skipað að þegja

Gríðarlegt afl þotuhreyflanna gerði það að verkum að tilraunaflugmönnunum reyndist torvelt að stjórna þeim á flugvellinum á flugherstöðinni Svæði 51. Árið 1963 hrapaði ein vélin svo í Utah. Svæðislögreglunni, svo og fjölskyldu sem varð vitni að hrapinu, var fyrirskipað að þegja yfir atburðinum og hótað „alvarlegum afleiðingum“ ef þau segðu frá.

Sjónarvottum skipað að þegja

Gríðarlegt afl þotuhreyflanna gerði það að verkum að tilraunaflugmönnunum reyndist torvelt að stjórna þeim á flugvellinum á flugherstöðinni Svæði 51. Árið 1963 hrapaði ein vélin svo í Utah. Svæðislögreglunni, svo og fjölskyldu sem varð vitni að hrapinu, var fyrirskipað að þegja yfir atburðinum og hótað „alvarlegum afleiðingum“ ef þau segðu frá.

Málmurinn kom frá Sovétríkjunum

Erfitt reyndist að útvega títan í vélina en Sovétríkin voru helsti framleiðandi títans í heiminum. Bandaríska leyniþjónustan studdist fyrir vikið við lepp þegar kaupin fóru fram, til þess að ekkert kvisaðist út um flugvélina.

Sannleikurinn kom í ljós 30 árum síðar

Ógerningur er að segja fyrir víst hvað átti sér stað þetta sumarkvöld í Nýju-Mexíkó árið 1947. Sönnunargögnin eru löngu horfin og sagnfræðingar hafa einungis frásagnir örfárra sjónarvotta til að styðja sig við.

 

Mikilvægt er að hafa í huga að ævintýralegustu tilgáturnar um hvað gerst hefði, litu ekki dagsins ljós fyrr en eftir rösklega þriggja áratuga þögn. Margir eygðu gróðrarvon þegar Roswell-atburðurinn var rifjaður upp eða gerðu sér vonir um að öðlast frægð.

 

Skyndilega höfðu verurnar frá Roswell breyst í fjársjóð fyrir alla þá sem sömdu bækur um viðfangsefnið. Bókin með viðtalinu við Glenn Dennis seldist t.d. í að minnsta kosti 160.000 eintökum.

 

Allt frá árinu 1980 kom út ógrynni bóka sem ekki aðeins fólu í sér nýjar upplýsingar um atburðinn, heldur innihéldu að sama skapi þversagnir. Sameiginlegt fyrir alla nýju vitneskjuna var að hún byggði á vitnisburði örfárra vitna sem fæst höfðu séð nokkurn skapað hlut, heldur sögðu frá atburðum sem þau höfðu „heyrt frá öðrum“.

Árið 1962 tók ungur Breti tilkomumikla mynd af fimm fljúgandi furðuhlutum. 10 árum síðar viðurkenndi hann skömmustulega að myndin væri bara gabb.

Aðalvitnið, útfararstjórinn Glenn Dennis, átti að eigin sögn í mesta basli með minnið og ruglaði stöðugt saman dagsetningum og smáatriðum og gagnrýnendur hafa sýnt fram á að sum atriðin sem hann nefnir geti ómögulega verið sönn, auk þess sem þeir kunngjöra langtum líklegri skýringar á því sem hann segist hafa heyrt og séð.

 

Dennis hélt því t.d. fram að reiðilegi, rauðhærði ofurstinn hafi verið í fylgd með svörtum liðsforingja sem kemur engan veginn heim og saman því svartir hermenn fengu ekki aðild að sömu hersveitum og hvítir fyrr en árið 1949.

 

Horfna hjúkrunarkonan hefur að sama skapi fundist og borin hafa verið kennsl á hana. Hún hafði veikst og verið lögð inn á sjúkrahús en þetta gat Dennis engan veginn hafa vitað, sökum þagnarskyldu sjúkrahússtarfsfólksins. Síðast en ekki síst má geta þess að Boeing KC97G-hrapaði árið 1956 og allir farþegar og áhafnarmeðlimir fórust í eldi sem kom upp í farþegarýminu.

 

Á flest líkin vantaði útlimi og búkarnir voru skældir og hálfbrunnir. Þrjú þessara líka voru krufin í líkhúsinu sem Dennis starfaði í en útfararstjórinn varð að stöðva verkið sökum þess að líkin voru gegnsósa af eldsneyti og krufningin fyrir vikið flutt í kælirými á herstöðinni.

Árið 1992 var fyrsta myndin gerð um atburðinn í Roswell. Síðan þá hafa verið gerðar aragrúa kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Glenn Dennis var með öðrum orðum kominn aftur á herstöðina nærri Roswell níu árum eftir að hafa komist í tæri við „geimverurnar“ árið 1947, þó svo að hann héldi því fram að sér hafi verið meinaður aðgangur þar. Ekki þykir ólíklegt að hann hafi í raun hitt rauðhærða, skapstóra ofurstann á herstöðinni í tengslum við síðari atburðinn. Í það skipti þekktu allir fórnarlömbin og vitað er að tilfinningarnar geta sem best hafa borið menn ofurliði.

 

Staðreyndin er sú að frá því að fyrsta bókin kom út árið 1980 hafa samsæriskenningasmiðir og lukkuriddarar gefið út kynstrin öll af bókum, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og greinum og allt inniheldur þetta ný atriði um atburðina í Roswell. Tekist hefur að hrekja flest allar þessar upplýsingar, m.a. frásagnirnar í enskri geimverukrufningarmynd sem frumsýnd var árið 1995 í London en þess ber að geta að sú mynd inniheldur eintóma firru.

Brazel sá ekkert dularfullt

Þeir sem vilja komast að sannleikanum í málinu gerðu rétt í að líta aftur á fyrstu vitnisburðina sem spruttu frá einstaklingum sem sjálfir urðu vitni að atburðinum, sama dag og hrapið átti sér stað eða stuttu eftir það.

 

Út frá því sem haft hefur verið eftir því fólki er ljóst að engin vitni voru að sjálfu hrapinu, heldur hafi bóndinn fundið flakhlutana og hafi hann alls ekki gefið til kynna að þeir væru gerðir úr dularfullu efni, né heldur að lík hafi verið að finna á víð og dreif í grenndinni. Þá er einnig vitað að Bandaríkjaher kallaði flakið „fljúgandi hlut“ og hafi síðan leiðrétt sig og talað um „veðurathugunarbelg“.

 

Allar upplýsingar um mikinn liðssöfnuð hermanna, gíga, lík, geimverur, fleiri hermenn en þá tvo sem Brazel nefndi til sögunnar, hernaðarökutæki og tilraunir til að þagga niður í sjónarvottum, allt átti þetta rætur að rekja til bóka sem ritaðar voru einum 30 til 50 árum eftir atburðinn, af höfundum sem þóttust hafa rætt við sjónarvotta en höfðu í raun mestmegnis aðeins tekið viðtöl við nágranna, afkomendur og aðra sem ekki höfðu sjálfir orðið vitni að hrapinu í Roswell.

Hvað gæti fólk hafa séð á himninum?

Sjónarvottar telja sig sjá vera eitthvað óútskýranlegt en sérfræðingar vilja meina að oftast séu  þetta í raun einhvers konar veðurfyrirbæri eða frumgerðir flugvéla.

F-117 Nighthawk

F-117 njósnasprengjuflugvélin var prófuð á Svæði 51. Skarpar brúnir og lögun flugvélarinnar gera hana ósýnilega á ratsjám. Almenningur hefur oft ruglast á þessari dularfullu vél og fljúgandi furðuhlutum.

Lockheed U-2

U-2 er ein mjög fárra flugvéla – sem verið hefur í notkun í meira en 50 ár. Á tímum kalda stríðsins flaug bandaríska njósnaflugvélin leiðangra yfir Sovétríkin til að taka myndir af leyndarmálum óvinanna.

Fljúgandi diskur

Hinu klassíska FFH er oft lýst af sjónarvottum sem málmhlut böðuðum skínandi ljósi. Vísindamenn telja að hægt sé að útskýra þessa reynslu fólks sem veðurfyrirbæri, þar sem sólarljós skapar hillingar.

Hvað gæti fólk hafa séð á himninum?

Sjónarvottar telja sig sjá vera eitthvað óútskýranlegt en sérfræðingar vilja meina að oftast séu  þetta í raun einhvers konar veðurfyrirbæri eða frumgerðir flugvéla.

F-117 Nighthawk

F-117 njósnasprengjuflugvélin var prófuð á Svæði 51. Skarpar brúnir og lögun flugvélarinnar gera hana ósýnilega á ratsjám. Almenningur hefur oft ruglast á þessari dularfullu vél og fljúgandi furðuhlutum.

Lockheed U-2

U-2 er ein mjög fárra flugvéla – sem verið hefur í notkun í meira en 50 ár. Á tímum kalda stríðsins flaug bandaríska njósnaflugvélin leiðangra yfir Sovétríkin til að taka myndir af leyndarmálum óvinanna.

Fljúgandi diskur

Hinu klassíska FFH er oft lýst af sjónarvottum sem málmhlut böðuðum skínandi ljósi. Vísindamenn telja að hægt sé að útskýra þessa reynslu fólks sem veðurfyrirbæri, þar sem sólarljós skapar hillingar.

Flugherinn leysir frá skjóðunni

Við vitum einnig fyrir víst að sagan um veðurathugunarbelginn var í raun úr lausu lofti gripin. Við vitum enn fremur að bandaríski flugherinn var í raun að leyna einhverju því þegar kalda stríðinu lauk og þörfin fyrir launungarmál gagnvart hinum mikla óvini í austri minnkaði, fór Bandaríkjaher að leysa frá skjóðunni og skýra frá gömlum leyndarmálum undanfarinna áratuga.

 

Ef marka má leyniskjöl sem engin leynd hvíldi yfir lengur á þessu stigi, var það ekki veðurathugunarbelgur sem hrapaði í Roswell heldur heil röð slíkra belgja sem voru hluti af háleynilegu verkefni sem gekk undir heitinu Mogul.

 

Belgirnir mynduðu rösklega 200 metra langa keðju sem hélt uppi löngum loftnetum og ýmiss konar öðrum leynilegum tilraunamælibúnaði sem ætlað var að fylgjast með kjarnorkusprengingum sem Sovétmenn lögðu stund á í tilraunaskyni.

 

Þetta skýrir jafnframt hvers vegna flakhlutarnir líktust engu sem íbúarnir í Roswell og á herstöðinni höfðu áður séð og hvers vegna herinn lét fjarlægja alla flakhlutana eins hratt og raun bar vitni.

Reykurinn frá geimflaugunum sem Bandaríkin hafa skotið á loft hefur oft verið rangtúlkaður sem merki um geimverur.

Þegar Mogul-belgirnir hröpuðu í Roswell taldi flugherinn mjög brýnt að Sovétríkin kæmust ekki að raun um að erkióvinurinn hefði tök á að fylgjast með kjarnorkuáætlun þeirra úr loftrýminu yfir Nýju-Mexíkó.

 

Veðurathugunarbelgur hljómaði nógu sakleysislega og allar Gróusögurnar um geimverur leiddu hugsanir manna enn frekar frá jarðbundnum sannleikanum. Samdar voru tvær skýrslur, árið 1994 og 1997 sem lokuðu málinu endanlega hvað bandaríska flugherinn snerti.

 

Niðurstaðan var sú að flakhlutarnir í raun réttri stöfuðu frá Mogul-verkefninu og þá kom jafnframt í ljós að sögusagnirnar um geimverurnar og krufninguna væru sprottnar af samblandi af flugvélarhrapi og leynilegri tilraun á 6. áratugnum, Operation High Dive, þar sem flugherinn gerði tilraunir með fallhlífar sem varpað var úr gríðarlegri hæð og notaðar voru dúkkur í mannsmynd í stað manna.

 

Sökum þess að viðtölin við sjónarvotta áttu sér ekki stað fyrr en nokkrum áratugum eftir atburðina var ruglingur í ártölum og nokkrir atburðir virðast hafa runnið í eitt atvik sem fólkið svo tengdi við geimverur í Roswell.

Jesse Marcel ofursti var sá fulltrúi Bandaríkjahers sem fyrstur barði augum hlutinn í Roswell.

Þetta vita sagnfræðingar fyrir víst

  • Dularfullir hlutir hröpuðu í Roswell.

 

  • Flakhlutarnir voru ekki úr fljúgandi diski.

 

  • Sennilega áttu þeir rætur að rekja til kjarnorkueftirlitskerfisins Mogul.

 

  • Svæði 51-herstöðin er enn í notkun og almenningi meinaður aðgangur.

 

  • Margar af leynilegu hernaðarflugvélunum voru hannaðar á Svæði 51.

 

  • Atburðurinn í Roswell árið 1947 flokkaðist ekki sem þjóðþrifamál fyrr en árið 1978.

 

  • Engir flakhlutar hafa fundist sem tilheyrt gætu loftfari utan úr geimnum.

Leynilega herstöðin sem allir þekktu

Í augum þeirra sem enn eru sannfærðir um að geimverur hafi lent í Roswell árið 1947 eru skýrslurnar tvær enn ein leið Bandaríkjahers til að leyna því sem raunverulega hafði gerst. Ef við eitt andartak ákveðum að leggja trúnað við að hermenn hafi tínt saman flakhluta úr fljúgandi furðuhlut, svo og dularfullar geimverur, hlýtur næsta spurningin að snúa að því hvert hafi verið farið með leifarnar og verurnar og hvernig hafi verið unnt að halda tilvist þessara hluta leyndum í svo mörg ár? Við þessu væri sjálfsagt hægt að finna mörg svör.

Yfir Minneapolis, Minnesotafylki, sá sjónarvottur - og myndaði - dularfullt ljós sem hann hélt að hlyti að vera FFH. Hin sérkennilega fyrirbæri var útskýrð sem veðurfyrirbæri.

Sumir telja að líkin hafi verið flutt til Nellis flugherstöðvarinnar í Nevada. En almennt er talið að ógerlegt hefði verið fyrir Bandaríkjastjórn að halda geimverum leyndum á einhverri af stóru herstöðvunum þar sem þúsundir starfa.

 

Hefði flugherinn lagt stund á leynilegt verkefni sem fól í sér tilraunir á framandi verum og tækni þeirra, hlyti slíkt að hafa átt sér stað þar sem engir almennir borgarar höfðu aðgang að og þar sem einungis starfaði fólk með öryggisvottun.

 

Slíka herstöð er raunar að finna í eyðimörkinni í Nevada, nærri þeim stöðum sem Bandaríkjamenn hafa stundað tilraunir með kjarnorkusprengingar, u.þ.b. 134 km norðvestur af stærstu borg fylkisins, Las Vegas.

 

Herstöðin var sett á laggirnar árið 1955, rétt við uppþornað saltstöðuvatn sem kallast Groom Lake en þar er einmitt flatneskja frá náttúrunnar hendi sem hentar vel fyrir flugbrautir.

 

Skömmu eftir að herstöðin, Svæði 51, var tekin í notkun fóru nágrannar hennar að veita athygli aukinni flugumferð. Flugvélar tóku á loft og lentu og íbúarnir á svæðinu fóru að tala um fljúgandi furðuhluti.

Þetta skortir sagnfræðinga svör við

Hvað gerðist eiginlega í Roswell?

Almenningur þekkir opinberu skýringuna sem einnig þykir vera sú sennilegasta en þar sem svo óralangt er frá því að hrapið átti sér stað, fyrirfinnast engin áþreifanleg sönnunargögn. Flest allar Gróusagnirnar og ágiskanirnar urðu til mörgum árum síðar og virðast annað hvort vera sprottnar af hreinum uppspuna eða slælegu minni.

Hvað gerist á Svæði 51?

Leyndardómsfulla flugherstöðin í Nevada-eyðimörkinni er sennilega ekki lengur sveipuð sömu dulúð en engu að síður er fátt vitað um hana. Ekki er vitað hversu stór hún er, hve stór hluti af búnaðinum leynist neðanjarðar, né heldur við hvað starfsfólkið fæst. Flestir geta sér til um að þarna séu þróaðar nýjar herflugvélar.

Stafa óútskýrðir fljúgandi furðuhlutir utan úr geimnum?

Þó svo að skýringa sé að finna við 99% allra atvika sem tengjast óútskýrðum fljúgandi hlutum þá hefur ekki fengist skýring á litlum hluta þeirra. Árið 2020 birti bandaríska varnarmálaráðuneytið fjögur myndbönd frá árunum 2004-2019 og viðurkenndi að ekki væri til einhlít skýring á því hvaða hraðskreiðu, kringlóttu farartæki myndböndin sýndu.

Sannleikurinn er leiðigjarn

Árið 1989 kom maður að nafni Bob Lazar fram á sjónarsviðið og sagðist vera vísindamaður sem unnið hefði við kjarnorkuáætlunina í Los Alamos, þegar hann hefði verið ráðinn til starfa á Svæði 51.

 

Lazar þessi sagði frá því að flogið hefði verið með sig og aðra starfsmenn milli Las Vegas og herstöðvarinnar í laumi, þeim gert að sverja þagnareið og látnir vinna í stórum rannsóknarstofum sem staðsettar voru neðanjarðar.

 

Þar heyrði það m.a. til verkefna hans að komast að raun um hvernig andþyngdaraflskerfið virkaði á fljúgandi disk sem fundist hafði. Hann hafði jafnframt aðgang að skjölum um gráar geimverur frá plánetu sem var á sporbaug kringum stjörnuna Zeta Reticuli. Verur þessar áttu að hafa verið á ferli á jörðinni í 10.000 ár.

 

Lazar kom fyrst fram í lítilli sjónvarpsstöð í Las Vegas en átti síðar þátt í gerð nokkurra kvikmynda, sjónvarpsþátta og bóka. Hann bar ábyrgð á því að Svæði 51 var á allra vörum og síðar meir hafa svo ýmsir aðrir sjónarvottar bætt við meira eða minna ótrúlegum sögum.

 

Enginn virðist þó hafa getað staðfest frásagnir Lazars né heldur fært sönnur á að hann hafi í raun nokkra háskólagráðu eða hafi yfirleitt lagt stund á háskólanám. Bob Lazar heldur því fram að Bandaríkjaher hafi eytt öllum upplýsingum um hann til að kasta rýrð á frásögn hans.

Samsæriskenningasmiðurinn Bob Lazar hefur fullyrt ýmislegt um Svæði 51 - sem allar hafa verið afsannar af sérfræðingum.

Enginn vafi leikur hins vegar á því að leynilega herstöðin Svæði 51 er í raun til og margir þekkja til hennar. Árum saman vildi bandaríski flugherinn samt sem áður ekki viðurkenna tilvist hennar og það var ekki fyrr en árið 2005 sem skjöl er sannreyndu tilvist hennar komu fyrir almenningssjónir og það sama átti við um nokkrar af leynilegu aðgerðunum.

 

Þessi skjöl hafa leitt í ljós að herstöðin var sett á laggirnar árið 1955 og var staðsetningin valin með tilliti til þess að flatneskjuleg saltsléttan við Groom Lake hentaði fullkomlega fyrir flugbrautir ætlaðar nýrri tegund háleynilegra flugvéla. Þarna gerði leyniþjónustan, CIA, tilraunir með U-2 njósnaflugvélarnar sem voru hannaðar með það fyrir augum að fljúga yfir Sovétríkjunum í það mikilli hæð að ratsjár Sovétmanna gætu ekki numið þær.

 

Fyrsta U-2 njósnavélin fór í loftið árið 1955 og þessi sama flugvélartegund hefur verið notuð í könnunarflug allar götur síðan, m.a. í Afganistan. Þegar U-2 vélarnar tóku á loft frá leynilegu herstöðinni í miðri Nevada eyðimörkinni var mesta hæð sem farþegaflugvélar gátu komist upp í sex km en hernaðarflugvélar hins vegar gátu komist upp í helmingi meiri hæð.

 

Tæplega 20 metra löng U-2 njósnavélin sem var með 31 metra vænghaf, gat hins vegar flogið í 21 km hæð, þótt furðulega hljómi og engin furða þótt flugmenn farþegaflugvéla sem komið hafa auga á flugvél í þeirri hæð hafi talið að um væri að ræða fljúgandi furðuhluti sem byggju yfir áður óþekktum eiginleikum.

 

 

Á eftir U-2 var njósnaflugvélin U-12 tekin í notkun en hún gat flogið hraðar og hærra en nokkur önnur flugvél og líktist engum öðrum flugvélategundum en hún var útbúin einstökum flötum ratsjárfelubúnaði.

 

Það var enn fremur við Groom Lake sem flugherinn hóf að þróa fyrstu raunverulegu feluflugvélarnar en um var að ræða frumgerðina Have Blue sem fyrst tók á loft árið 1977. Have Blue var svo þróuð áfram yfir í hernaðarlegu leynisprengjuflugvélina F-117 sem með klunnalegum vængjum sínum og afar sérstæðri vængjalögun líktist engri annarri flugvél.

 

F-117 er m.a. þekkt fyrir að vera sú flugvél sem hrinti af stað Flóabardaga árið 1991 með því að óvirkja ratsjárkerfi óvinarins sem gerði kleift að nota hefðbundnar sprengjuflugvélar til að ráðast til atlögu án þess að eiga á hættu að verða skotmörk flugskeyta sem skotið var á loft frá jörðu í Írak.

„Um var að ræða leynilega herstöð þar sem fram fór óskemmtilegt starf“.

Sagði fyrrum forseti BNA, Bill Clinton, árið 2005  um Svæði 51

Bill Clinton hafði þetta við forvitna landa sína að segja eftir að hann lét af embætti sem forseti:

 

„Ég var með svo margt fólk á mínum snærum sem sagði að þó svo að frásagnirnar frá Roswell væru skröksögur, væri staðurinn engu að síður raunverulegur og þess vegna sendi ég fólk þangað til að kanna hvað væri í gangi. Herstöðin sem nefnist Svæði 51 er einungis leynilegt hernaðarmannvirki, þar sem innt er af hendi leiðigjörn vinna sem við einfaldlega kærðum okur ekki um að aðrir fengju vitneskju um“.

 

Bækurnar um Roswell eru samt sem áður góð afþreying, auk þess að vera arðvænlegar.

Hér má lesa meira um atburðinn í Roswell

Benson Saler, Charles A. Ziegler & Charles B. Moore: UFO Crash at Roswell: The Genesis of a Modern Myth, Smithsonian Institution Press , 1997

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Bue-Kindtler-Nielsen og Hans Lauring

Shutterstock, Roswell Daily Record,© Jirka Matousek,© THE UNIVERSITY OF TEXAS AT ARLINGTON SPECIAL COLLECTIONS, Getty Images, Imageselect,© The Roswell Incident, Roy Smith, US National Archives, Taras Young, Creative Commons, SpaceX, US Nave, Dudeanatortron,

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Tækni

100 milljónir hafa kosið: Hér eru hin sjö nýju undur veraldar 

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.