Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Útskýra má langstærstan hluta af svokölluðum fljúgandi furðuhlutum. Það er bara ekki alltaf sem sjáandinn er fær um að gera það. Við höfum fundið þrjár náttúrulegar útskýringar á reynslusögum af fljúgandi diskum.

BIRT: 26/01/2023

 

1. Stjörnuljós veita grunsemdir um FFH

Loftsteinar og halastjörnur hafa um áraraðir verið tengd við fljúgandi furðuhluti. Það er vitanlega ekki undarlegt, enda fara þessi fyrirbæri jafnan yfir næturhimininn. En stjörnur eiga einnig sinn þátt í að laða fram falskar FFH-reynslusögur.

 

Þunnt lag af skýjum á himni getur t.d. fengið ljósstyrk stjarnanna til þess að virðast falla og aukast í styrkleika sem mannsaugað getur auðveldlega ruglað saman við farartæki á hreyfingu.

 

Plánetur geta einnig veitt missýn um heimsóknir frá framandi siðmenningum. Plánetan Venus er helsti syndaselurinn hvað varðar falskar FFH-sagnir.

 

Á eftir tunglinu er Venus bjartasta fyrirbærið á næturhimni. Það stafar af því að plánetan er nærri sólu og er með lofthjúp sem samanstendur af þykkum skýjum en þau endurkasta sólarljósinu auðveldlega til jarðar.

 

Venus er einungis sýnileg lágt á lofti yfir sjóndeildarhringnum, ýmist við sólarupprás eða sólsetur.

 

Vegna þessarar lágu stöðu hefur Venus margsinnis verið talin fljúgandi furðuhlutur – og einn af þeim sem að varð þeirrar skoðunar var verðandi forseti Bandaríkjanna, Jimmy Carter sem árið 1969 ruglaði Venusi saman við fljúgandi furðuhlut.

 

Plánetan Venus séð frá jörðu

2. Ljósnæmar myndavélar draga fram FFH

Þann 9. janúar árið 2008 myndaði ellilífeyrisþeginn David Caron röð undarlegra ljósafyrirbæra á himni yfir bænum Stephenville í BNA með kvikmyndavél sinni.

 

Maður gat séð það miklu betur í gegnum linsu myndavélarinnar.

Ellilífeyrisþeginn David Caron um FFH-reynslu sína.

 

Hann var sannfærður um að þarna væri á ferðinni fljúgandi furðuhlutur.

 

„Maður gat séð það miklu betur í gegnum linsu myndavélarinnar“ sagði hann eftir atburðinn. En það var einmitt vandamálið.

 

Þegar maður myndar öflugt ljós með myndavél sem maður heldur á munu agnarlitlar handarhreyfingar leiða af sér ljósrendur ef lokunartími myndavélarinnar er rangt stilltur. Lokunartíminn er sá tími sem líður meðan linsan er opin og hleypir ljósi inn – við þetta verður myndin sjálf til.

 

Taki maður myndir á nóttunni með löngum lokunartíma munu jafnvel minnstu hreyfingar handanna verða til þess að stjörnur mynda ljósstrik. Flestir þekkja fyrirbærið frá myndum af upplýstum borgum sem teknar eru með löngum lokunartíma:

Síðkvöld í Lundúnum virðist litríkara en venjulega vegna langs lokunartíma.

 

Með sama hætti geta slíkar upptökur eða myndir af lýsandi fyrirbærum á næturhimni veitt þá sjónhverfingu að þarna fari litríkt, ójarðneskt fyrirbæri á hreyfingu, þegar oftast er einungis um að ræða kyrra ljósuppsprettu sem t.d. flugvél eða gervihnöttur hefur fangað með röngum stillingum myndavélarinnar.

 

3. Ský gabba áhorfendur

 

Linsulaga ský yfir Mayon-eldfjalli á Filippseyjum.

Fjölmargar frásagnir um FFH haldast í hendur við náttúruleg veðurfyrirbæri, eins og t.d. eldingar í miklu þrumuveðri – einkum svokallaðir vígahnettir sem myndast í þrumuveðri sem á sér stað hátt uppi í lofthjúpnum.

 

Þessar eldingakúlur geta myndað strik eða þræði yfir himininn sem er oft ruglað saman við fljúgandi furðuhluti.

 

Það sama á við vindsorfin linsulaga ský sem myndast að jafnaði þegar kyrrt og rakt loft streymir niður fjall eða fjallgarð. Skýin hafa, eins og nafnið bendir til, linsulaga form og líkjast þannig sígildum fljúgandi diskum.

 

Orrustuflugvélar, njósnaflugvélar, sprengjuflugvélar og tæknileg vopn, eins og t.d. flugskeyti, öllu er þessu oft ruglað saman við fljúgandi furðuhluti.

 

Um miðja síðustu öld prófaði bandaríski herinn fjölmörg ný og hátæknileg vopn í Nýju Mexíkó. Á sama tíma jókst tíðni tilkynninga um fljúgandi furðuhluti einmitt á þessu svæði.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

Shutterstock, © Patryk Reba

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is