Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Pýramídarnir voru byggðir af geimverum. Fljúgandi furðuhlutir ræna mönnum í slembivali og kornakrahringir eru listaverk sem framandi verur skapa. Hér eru fjórar af lífseigustu kenningunum um fljúgandi furðuhluti.

BIRT: 11/02/2023

1. samsæriskenning: Flugher BNA geymir geimverur í herstöð

 

Árið 1947 hrapaði FFH niður í Roswell, New Mexico. Bandaríski flugherinn flutti leifar geimfars og lík geimvera úr flakinu í leynilega herstöð í Area 51 í fylkinu Nevada.

 

Síðan hafa vísindamenn unnið hörðum höndum að því að öðlast meiri vitneskju um geimverurnar og einkum tækni þeirra.

 

Ein helsta heimild fyrir þessu er eðlisfræðingurinn Bob Lazar. Undir lok síðustu aldar steig hann fram og greindi frá því að hann hefði unnið að því að rannsaka fljúgandi furðuhluti sem höfðu hrapað í afar leynilegri herstöð sem er neðanjarðar og er kölluð S4. Hann hélt því fram að hann hefði um áraraðir unnið að því að greina hvernig fljúgandi furðuhlutir fljúga.

 

Útskýring: Area 51 var notuð sem stöð fyrir U2 njósnaflugvélar.

Bandaríska ríkisstjórnin hefur áður neitað því að Area 51 fyrirfinnist yfir höfuð. Það var fyrst árið 2013 þegar leynd var létt af skjölum við George Washington University sem CIA og ennfremur bandaríska ríkisstjórnin viðurkenndu tilveru þess.

 

Það þurfti samt að grandskoða í opinberum gögnum eftir vísbendingum um hina litlu grænu menn. Þess í stað mátti lesa að Area 51 var byggt upp til að þróa ákaflega leynilega njósnaflugvél, U2.

 

Síðan hafa aðrar flugvélar verið reyndar á þessum sama stað, m.a. hin örfráa A-12, fyrsta torséða flugvélin F-117 sem og sprengjuflugvélin B2.

 

 

2. samsæriskenning: Hringir á kornökrum eru listaverk geimvera

 

Frá því að kornhringir komu fyrst fram í Evrópu á 17. öld hafa þessi furðulegu mynstur leitt af sér ótal skringilegar skýringar.

 

Þessi flóknu og nákvæmu mynstur á kornökrunum voru strax nýtt sem röksemd fyrir því að menn gætu ómögulega staðið að slíku fyrirbæri. Kenningin hefur öðlast meðbyr því kornstráin eru beygð þar sem þau ættu að vera brotin.

 

Útskýring: Örbylgjur standa að baki ráðgátunum

Árið 2010 sýndi bandarískur lífeðlisfræðingur að veikleikar í kornstráunum geti myndast með svonefndum magnetron – sem skapar örbylgjur – frá venjulegum örbylgjuofni og 12 vatta rafhlöðum.

 

Þessu næst má leggja kornið flatt niður meðan gætt er að nákvæmninni með nýjustu verkfærum eins og leysihallamáli og nákvæmum gögnum frá gervitunglum.

 

3. samsæriskenning: Geimverur byggðu pýramídana

 

Mennirnir geta ómögulega hafa byggt jafn stórkostlegar byggingar eins og pýramídana í Egyptalandi – og hreint ekki fyrir meira en 4.000 árum.

 

Því telja þeir sem aðhyllast samsæriskenninguna að pýramídarnir séu smíðaðir af geimverum sem hafa heimsótt jörðina.

 

Ástæðan? Pýramídarnir eru í raun og veru risastór vöktunarbúnaður sem gerir geimverum kleift að fylgjast grannt með okkur.

 

Útskýring: Sleðar, rampar og endalaust strit skóp pýramídana.

Það er ennþá óljóst nákvæmlega hvernig Egyptar byggðu pýramídana fyrir mörg þúsund árum síðan. En það er enginn vafi á því að þessi byggingarafrek eru mannanna verk.

 

Helsta spurningin er sú hvernig Egyptum tókst að koma þessum risavöxnu steinblokkum jafn hátt í loft upp og raun ber vitni með tækni þess tíma.

 

Sumar kenningar snúast um að blokkunum hafi verið hnikað áfram og þær dregnar á stórum sleðum og jafnan hafi verið hellt vatni fyrir framan sleðana til að minnka viðnámið. Aðrir fornleifafræðingar telja að rampar hafi gegnt meginhlutverki, bæði að innanverðu og utanverðu.

 

 

4. samsæriskenning: FFH rænir mönnum fyrir tilraunir

 

Þann 5. nóvember 1975 var hinn 22 ára gamli skógarhöggsmaður Travis Walton numinn brott af FFH í fjalllendi í Arizona.

 

Hann kom ekki til byggða fyrr en eftir fimm daga og var þá bæði skelfingu lostinn og algerlega miður sín.

 

Walton mundi eftir öllu sem gerst hafði og greindi frá því hvernig geimverurnar hefðu haldið honum föngnum og rannsakað hann hátt og lágt. Travis Walton fór í fjölmörg lygapróf og stóðst þau öll – og hann heldur fast við sögu sína enn þann dag í dag.

 

Þúsundir – já, jafnvel meira að segja tæpar fjórar milljónir manna í BNA einum saman – geta greint frá svipuðu brottnámi. Sumir staðhæfa að þeir hafi haft kynmök við geimverurnar.

 

Útskýring: Fjörugt ímyndunarafl og svefnlömun skapar sjónhverfingar.

Margar ástæður geta verið fyrir því að sumir telji sig sannfærða um að þeir hafi verið numdir brott af geimverum.

 

Bandarísk rannsókn frá árinu 1991 sem nær til 152 manna sem staðhæfa að þeir hafi haft samband við eða verið numdir á brott af FFH, sýnir að 132 þeirra voru með svonefnt „Fantasy-Prone Personality“ (FPT).

 

Það má einfaldlega segja um slíkar manneskjur að þær láta oft ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur og upplifa oftar en aðrir menn að hafa „farið út úr líkamanum“, séð drauga og huldufólk eða trúarlegar sýnir.

 

Önnur algeng ástæða þess að menn telji sig hafa verið brottnumda af FFH er svefnlömun.

 

Svefnlömun er lýst m.a. sem því að „dreyma í vöku“. Maður getur m.ö.o. séð og heyrt raunverulega hluti í kringum sig á sama tíma og mann dreymir.

 

Þess vegna virðast draumarnir vera ákaflega raunverulegir.

 

Lömunin á sér einkum stað milli draumafasa og vöku og varir að jafnaði í einhverjar 1 – 2 mínútur.

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

© X51,© Jabberocky,© Nina Aldin Thune,© Daniela Realpe/ Pixabay

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Nýtt lyf við getuleysi: Eitruð könguló getur bjargað kynlífi þínu 

Alheimurinn

Ofurleiðaraefni að finna í loftsteinum

Lifandi Saga

Krossferðaherinn sigraður með timburvögnum

Lifandi Saga

Kína verður aldrei aftur auðmýkt

Tækni

Hvers vegna sofum við?

Heilsa

Létt þjálfun er áhrifaríkari

Maðurinn

Fimm hollráð vísindamanna: Þannig má breyta leiða í styrk

Tækni

Sólarsellur flytja út í geim 

Heilsa

Algengt meðferðarúrræði fyrir konur á breytingaskeiði er talið hafa í för með sér alvarlegar aukaverkanir

Maðurinn

Er skaðlegt að halda sér vakandi alla nóttina?

Heilsa

Yfirsýn: Svona bjargar blóðið þér

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is