Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Árið 2009 kom dularfullur forritari fram með heimsins fyrstu rafmynt. Það átti eftir að gjörbreyta fjárhagslífi heimsins. Rafmynt gæti gert banka ónauðsynlega og komið í veg fyrir verðbólgu – en hún er fullkominn myntfótur fyrir glæpamenn.

BIRT: 27/03/2024

Hraðkúrs í rafmynt

Þess vegna er rafmynt umtöluð: Rafmynt er sögð vera bylting í fjármálaheiminum sem kann að gera banka ónauðsynlega.

 

Í hverju felst öryggi hennar? Rafmynt er dulkóðuð með flóknum stærðfræðilegum kóðum.

 

Talan sem þú ættir að þekkja: 20.000 – svo margar tegundir rafmynta er að finna í heiminum. Bitcoin er sú langstærsta. 

 

 

Hvernig getur ekkert verið milljarða króna virði? Hversu margar rafmyntir er að finna? Og geta svikahrappar komist inn í stafræna seðlaveskið mitt? 

 

Á tíu mínútum getur þú fengið svar við öllum þessum spurningum – og losnað við helstu ranghugmyndirnar um stafræna gjaldmiðla, bitcoin og bálkakeðjur. 

 

Hvað er rafmynt? 

Rafmynt er gjaldmiðill sem einungis er að finna á stafrænu formi og ólíkt hefðbundnum gjaldmiðlum eins og krónum, evrum og dölum, þá er engin stofnun eins og seðlabanki sem stendur að baki gjaldmiðlinum. 

 

Rafmynt nýtir sér dulkóðun til þess að tryggja viðskipti þegar einn eigandi millifærir rafmynt til annars.

 

Rafmynt er þannig kóðuð með stærðfræðilegu algrími og einungis er hægt að ráða þann kóða með sérstökum afkóðunarlyklum.

 

Eins eru það einungis þeir sem hafa réttan afkóðunarlykil sem geta umbreytt dulkóðuðum texta aftur í hið upprunalega skiljanlega form og þannig eignast rafmyntina. 

 

Þar sem engan seðlabanka er að finna sem tryggir verðgildi gjaldmiðilsins, þá verður það til þess að þegar ný rafmynt er gefin út er dulkóðun einnig notuð til þess að stjórna útgáfu nýrrar rafmyntar.

 

Þetta gerist jafnan með því að ný „dulkóðuð mynt“ er oft sannreynd með aðferð sem kallast proof of work (POW) – sönnun um vinnuframlag.

LESTU EINNIG

Dulkóðunarkerfi þetta inniheldur nokkra einstaka „myntkóða“ og ný mynt verður til þegar einhver getur sér til um réttan kóða. 

 

Sú tölva sem fyrst getur sér til um kóðann eignast myntina um leið og aðrar tölvur á netinu hafa staðfest að kóðinn sé réttur.

 

Það þarf gríðarlega mikla reikningsgetu í tölvum til þess að komast fremst í þessu kapphlaupi og rafmynt er þannig umbun sem sýnir að tölvurnar hafa vissulega unnið mikið verk. Þannig verður til nýr bálkur.

 

Bitcoin var fyrsti dulkóðaði gjaldmiðillinn og var kynntur til sögunnar árið 2009. Dulkóðaður gjaldmiðill er þróaður af einum – eða mögulega fleiri – forriturum sem fela sig á bak við dulnefnið Satoshi Nakamoto.

 

Þrátt fyrir umtalsverða rannsóknarblaðamennsku hefur engum ennþá tekist að afhjúpa hver er aðalmaðurinn á bak við þennan gjörning. 

 

Hvaða kostir eru við dulkóðaðan gjaldmiðil? 

Slíkur gjaldmiðill hefur marga kosti fram yfir hefðbundinn gjaldmiðil.

 

Einn þeirra er að enginn seðlabanki stendur á bak við gjaldmiðilinn. Þetta veitir notendum betri stjórn á eigin fjármálum og útilokar þörfina á milliliðum eins og t.d. bönkum.

Rafmynt útilokar milliliði og getur þannig gert banka ónauðsynlega

Án inngripa bankanna má framkvæma millifærslur með rafmynt hratt og með litlum kostnaði, enda þarf engan banka til þess að staðfesta eða viðurkenna millifærsluna. 

 

Slíkar millifærslur ganga hratt fyrir sig og mögulegt er að senda þannig peninga til móttakenda hvarvetna í heiminum. 

 

Þetta þykir mikill kostur á svæðum þar sem aðgangur að hefðbundinni bankaþjónustu er takmarkaður.

 

Það að vera rafmyntarkúnni krefst nefnilega aðeins þess að viðkomandi hafi aðgang að netinu. Og þrátt fyrir að viðkomandi búi á afskekktum stað þar sem stjórnmálaástand er varhugavert getur hann með rafmyntaveski sínu bæði tekið á móti og sent peninga til almennra borgara í t.d. Frankfurt, New York eða Singapore.

 

Einn kostur í þessu kerfi er sá að eigandinn getur einnig verið nafnlaus. Þetta ver viðkomandi gegn því að bankar eða opinber yfirvöld geti vaktað aðgerðir hans en gallinn er sá að þetta gerir rafmynt einnig að heppilegum gjaldmiðli fyrir glæpahópa sem hyggjast þvætta peninga eða jafnvel fjármagna hryðjuverk. 

 

Til þess að reyna að hindra slíkt setti ESB vorið 2023 löggjöf sem ætlað er að gera yfirvöldum kleift að rekja háar yfirfærslur með rafmynt.

Rafmynt eins og bitcoin er ekki til í efnislegu formi, heldur er hún geymd stafrænt í sýndarveski eigandans.

En annar ávinningur – samkvæmt áhangendum rafmyntar – er sá að gjaldmiðillinn heldur gildi sínu. 

 

Þegar rafmyntinni var komið á laggirnar ákváðu forritararnir hversu margar einingar af viðkomandi rafmynt væri mest hægt að gefa út – fyrir bitcoin er talan 21 milljón einingar en af þeim eru núna komnar 19,4 milljón einingar.

 

Þegar búið er að skapa allar 21 milljón eininga af Bitcoin bætast ekki neinar fleiri við – ólíkt t.d. dollurum, pundum og evrum en sífellt er verið að prenta út meira af þessum gjaldmiðlum. Þetta takmarkaða framboð af bitcoin á að tryggja fræðilega séð að rafmyntin haldi gildi sínu.

 

 
Hvernig kaupir maður rafmynt?

Rafmynt er hægt að kaupa með margvíslegum hætti. Einn sá algengasti er að kaupa sér slíka hjá rafmyntamiðlurum sem eru eins konar kauphallir. 

 

Þar geta notendur með staðfest auðkenni komið sér upp reikningi og sett „raunverulega“ peninga – t.d. dollara eða evrur – inn á eigin reikning.

 

Þessa fjármuni má síðan nota til að kaupa rafmynt en hana er hægt að setja inn á annan reikning sem kallast „wallet“ – seðlaveski – rétt eins og um væri að ræða hefðbundinn reikning í banka.

Svona virkar rafmynt 

Öll kaup og sölur með rafmynt, eins og t.d. bitcoin, fara fram í gegnum flókin forrit sem umbreyta sýndarmyntinni í einstakt stafrænt fingrafar og tengir alla rafmyntanotendur saman um heim allan. 

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

Þekktasta og útbreiddasta rafmyntin er bitcoin en það fyrirfinnast um 20.000 aðrar gerðir – t.d. etherum, binance coin og dogecoin. 

 

Sú síðasta var upprunalega þróuð af tveimur forriturum sem eins konar grín til að spauga í vaxandi rafmyntamarkaði en í dag er dogecoin álitin vera fullgildur fjárfestingarkostur. 

 

Meðal fjárfesta er Tesla-eigandinn Elon Musk og vangaveltur hans um dogecoin sumarið 2023 urðu til þess að hann var kærður fyrir að reyna að hafa áhrif á hlutabréfamarkaðinn með ólögmætum hætti. Í tvítum og viðtölum hafði hann hrósað dogecoin og það varð til þess að virði rafmyntarinnar steig um þriðjung. 

 

Hvernig virkar bálkakeðja? 

Flestar rafmyntir byggja á tækni sem nefnist bálkakeðja og er eins konar stafræn viðskiptabók. Bálkakeðjan skrásetur öll viðskipti með sérhverja rafmynt með þeim hætti að ekki er hægt að falsa þau, né breyta. 

 

Bálkarnir samanstanda af gagnablokkum sem innihalda upplýsingar um viðskipti með rafmynt. Þessar gagnablokkir eru festar saman í keðju sem mynda þannig fulla skrá yfir ferðalag rafmyntarinnar frá einum eiganda til annars og allir hafa aðgang til að skoða viðkomandi færslu. Hins vegar getur enginn séð hver stendur að baki viðskiptunum.

Yfirvöld hafa grunsemdir um að Bandaríkjamaðurinn Sam Bankman-Fried hafi stofnað rafmyntina FTX til þess að svíkja út milljarða.

Keðjur af slíkum gagnablokkum er að finna á fjölmörgum mismunandi tölvum á gjörvöllu rafmyntanetinu. Þegar ný færsla á sér stað er hún staðfest af netverkinu til að tryggja að ekki sé um svindl að ræða og þessu næst bætist einn bálki í keðjuna. 

 

Er hægt að svindla með rafmynt? 

Þrátt fyrir innbyggt öryggi bálkakeðjunnar er mögulegt að svindla með rafmynt.

 

Svikahrappar geta t.d. sent frá sér svonefnda phishing mail sem móttakandi ætlar að sé frá áreiðanlegum miðlara. Ef notendur gefa þannig upp skrásetningarupplýsingar sínar eða sína eigin dulkóðunarlykla til sviksamlegra sendenda, þá geta svikahrapparnir öðlast aðgang að reikningum fórnarlambsins og stolið allri rafmynt hans. 

 

Svikahrappar geta einnig gengið öllu lengra og hreinlega stofnað nýja rafmyntamiðlun og lofað notendum góðum hagnaði í slíkum viðskiptum.

 

Markmið þeirra er hins vegar ekki að veita kost á lögmætum viðskiptum. Þegar notendur hafa greitt inn peninga eða rafmynt á reikninga sína stela svikahrapparnir verðmætum viðskiptavinanna og eftir stendur innantóm „kauphöll“. 

Gengi rafmynta sveiflast oft um 5-10 prósent á einum degi og fjárfestar geta náð miklum hagnaði – eða tapað gríðarlegum fjármunum.

Í desember 2022 var forstöðumaður hinnar stóru og virtu rafmyntakauphallar FTX, Sam Bankman-Fried, handtekinn og ákærður fyrir umfangsmikil svik.

 

Öllum að óvörum hafði FTX orðið gjaldþrota nokkrum mánuðum áður og yfirvöld í BNA töldu að eina markmiðið með stofnun FTX hafi frá upphafi verið að mjólka sem mesta peninga úr kúnnunum.

 

Í sjóðinn vantaði um 8 milljarða dala – meira en 1.000 milljarða króna – sem viðskiptavinir höfðu lagt inn. Sam Bankman-Fried hafði hins vegar fært þessa fjármuni yfir í önnur fyrirtæki. 

 

Réttarhöldin yfir honum geta staðið í mörg ár og verði Bankman Fried dæmdur sekur getur hann átt von á meira en hundrað ára fangelsisdómi fyrir svik sín. 

 

Hvers virði er rafmynt?

Sumar rafmyntir hafa gengi sem tengt er við hefðbundinn gjaldmiðil eins og dollara og helst alltaf nálægt verðgildi þessa gjaldmiðils. Þessi tegund rafmyntar er kölluð „stablecoins“.

 

Aðrar rafmyntir – t.d. bitcoin – fylgja framboði og eftirspurn markaðarins og því getur verðið hækkað og lækkað. Þetta eru svokallaðar óstöðugar rafmyntir, þ.e. rafmyntir sem hafa tilhneigingu til mikilla sveiflna á stuttum tíma.

Gengi rafmynta í beinni

Rafmyntir eins og bitcoin sveiflast mjög í verði. Skoðaðu núverandi gengi rafmyntamarkaðarins hér.

 

Bitcoin var fyrsta rafmyntin og er jafnframt sú stærsta og þekktasta. Hún var kynnt til sögunnar árið 2009 og síðan þá hefur verðið á einni bitcoin sveiflast frá 0,09 og  upp í 68.789,63 dollara. Sveiflur á verði bitcoin geta verið 5-10 prósent daglega.

 

Gríðarlegar gengissveiflur gera það að verkum að ríkidæmi myndast og tapast. T.a.m. lækkuðu verð helstu rafmynta verulega vorið 2022.

 

Kanadamaðurinn Changpeng Zhao, sem er maðurinn að baki rafmyntarkauphallarinnar Binance, tapaði 87 milljörðum dala á nokkrum vikum þegar verð á rafmyntaeign hans snarféll. Enginn einstaklingur hefur tapað eins miklu á eins skömmum tíma.

 

Hve mikla orku kostar rafmynt? 


Rafmynt krefst hvorki bankaboxa né brynvarinna peningaflutningabíla en er engu að síður slæm fyrir loftslagið.

 

Verslun með rafmynt krefst gríðarlega mikilla reikninga í tölvum – sem kallast námugröftur – og orsakar þannig mikla losun á CO2.

Alþjóðlegt tölvunet heldur utan um öll viðskipti með rafmyntir. Rafmyntatölvurnar losa meira CO2 en meðalríki.

University of Cambridge í Englandi vaktar orkunotkun Bitcoin-netsins og á síðustu árum hefur hún verið ríflega 100 TWh á ári hverju. 

 

Þetta samsvarar til 100 milljarða kWh eða álíka mikinn straum og 20 milljón evrópsk heimili nota.

 

Losun vegna framleiðslu á rafmagni fyrir Bitcoin er því nálægt því að vera um 50 milljón tonn af CO2 á ári hverju. Það er næstum fjórum sinnum meira en heildarlosun okkar Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum. 

 

Rafmynt er þannig slæm fyrir baráttu manna gegn hnattrænni hlýnun en hefðbundin bankaviðskipti eru heldur alls ekki græn. Tölvukerfi, bankar og ferðir starfsmanna til og frá vinnu valda einnig mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. 

HÖFUNDUR: Ebbe Rasch

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

Lifandi Saga

Topp – 10: Fáránlegustu stríð sögunnar

Maðurinn

Svona má þekkja sjálfsdýrkanda

Tækni

Hversu mikið menga flugeldar?

Alheimurinn

Tíu atriði sem þú vissir ekki um sólina

Glæpir

Góðgerðarsamtök stýrðu undirheimum Berlínar 

Alheimurinn

Vetrarbrautin – Stjörnuþokan okkar

Alheimurinn

Hvers vegna er mestan landmassa að finna á norðurhveli jarðar?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is