Bitcoin losar meiri koltvísýring en heil ríki

Sýndargjaldmiðillinn bitcoin er „grafinn“ upp með gríðarlega stórvirkum tölvum og rafmagnsnotknun þeirra veldur meiri koltvísýringslosun en ríki á borð við Eistland, Króatíu eða Keníu.

BIRT: 11/02/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

22 milljónir tonna af koltvísýringi á ári.

 

Svo mikil er losun af völdum þeirra tölvukerfa sem notuð eru til að vinna bitcoin samkvæmt niðurstöðum rannsóknar hjá Tækniháskólanum í München.

 

Það er um helmingur koltvísýringslosunarríkja á borð við Svíþjóð, Finnland, Danmörk og Noreg – og meira en ríki á borð við Eistland, Króatíu eða Keníu. Ísland losar um 3,3 milljón tonn á ári.

 

Sýndarnámugröftur þarf mikinn straum

Þessi ofboðslega rafmagnsnotkun og meðfylgjandi losun koltvísýrings er fylgifiskur gríðarstórra tölvuvera sem risið hafa á síðari árum, einkum í Asíu.

 

Það þarf orku til að keyra forritin og vélbúnaðurinn þarf kælingu allan sólarhringinn í þeim stóru tölvuverum sem vinna bitcoin.

 

Þessi furðulegi „námugröftur“ felst í því að reikna út hvar næsta mynt í bicoin-kerfinu leynist og til þess þarf flókna útreikninga.

 

Þegar ein tölvan hefur leyst reikningsdæmið og fundið myntina, þurfa allar hinar tölvurnar að byrja á byrjunarreit til að reikna út hvar næstu mynt sé að finna. Hvaða tölva verður fyrst til að uppgötva þá mynt er svo aftur sama happdrættið.

Hvað er bitcoin?

– Bitcoin eru stafrænir peningar sem geymdir eru í eins konar rafrænu veski og hægt er að nota í viðskiptum utan allra bankakerfa.

 

– Þessi gjaldmiðill kom til sögunnar fyrir um áratug. Höfundurinn er óþekktur en kallar sig „Satoshi Nakamoto“.

 

* Verðgildið sveiflast mikið. Einn bitcoin-peningur jafngilti íslenskri milljón sumarið 2019, en tæpum 7  milljónum í nóvember 2021. Í febrúar 2023 er einn bitcoin peningur metinn á rúmar 3 milljónir króna.

Svona virkar þetta: Stafræn keðja heldur hökkurum úti

Á bak við auðveldar og hraðar millifærslur með bitcoin liggur flókið og vel kóðað kerfi, nefnt „blockchain“.

Tæknin safnar millifærslum í blokkir sem tengdar eru saman í keðju, sem hakkarar geta ekki rofið.

Millifærsla með bitcoin tekur um tíu mínútur og gengur svona fyrir sig:

1. Bitcoinmarkaður

Lárus ætlar að millifæra bitcoin til Nínu. Fyrst hann að skrá sig inn á bitcoinmarkað á netinu, þar sem hann getur keypt þennan rafræna gjaldmiðil með kreditkorti.

 

2. Rafrænt veski

Bitcoin-aurarnir sem Lárus keypti eru nú komnir í rafrænt veski hans á netinu – eins konar bankareikning án banka. Lárus fær aðgang að peningunum gegnum tölvuna eða símann.

 

3. Heimilisnúmer

Veskið skapar heimilsnúmer úr löngum runum, sem svipar til bankareikningsnúmera og aðrir bitcoineigendur geta notað til að leggja inn hjá Lárusi. Hvert heimilisnúmer er aðeins hægt að nota einu sinni.

 

4. Beiðni um millifærslu

Nína sendir Lárusi heimilisnúmer – aðeins Lárus og Nína vita að hún á þetta númer.

 

Lárus sendir bitcoingreiðsluna.

 

5. Einkalykill

Í veski Lárusar myndast lykill, eins konar rafrænt fingrafar, sem staðfestir samninginn.

Jafnframt er sendur út opinber kóði sem allir notendur geta séð.

 

6. Opinber lykill

Á grundvelli kóðans staðfesta aðrir notendur að millifærslan komi úr „lögmætu“ veski. Aðeins kóðinn er opinber, en hvorki Lárus né Nína.

 

7. Námuvinnsla

Kerfið skapar gríðarlanga, einstaka slembitölu, sem tölvur grafa upp til að framkvæma millifærsluna. Það tæki venjulega fartölvu milljónir ára að giska á slembitöluna.

 

8. Útborgun

Sá sem finnur töluna fær greitt fyrir það í bitcoin og á að annast millifærslur sem bíða afgreiðslu – þeirra meðal er sending Lárusar til Nínu.

 

9. Blockchain

Sigurvegarinn safnar upplýsingum um nýju peningana og þær samþykktu millifærslur sem bíða í rafrænan pakka sem kallast blokk. Blokkin er sett inn í langa keðju slíkra blokka, sem kallast blokkakeðja eða „blockchain“.

 

Blokkakeðjan er risastór gagnaskrá sem varðveitir upplýsingar um allar millifærslur sem nokkurn tíma hafa verið gerðar með bitcoin. Allir bitcoin-notendur hafa eintak af gagnaskránni í tölvu sinni og skráin er stöðugt uppfærð. Allir hafa því upplýsingar um síðustu millifærslur.

 

Þetta veldur því að nánast ógerlegt er að hakka sig inn í upplýsingarnar. Sérhvert frávik í keðjunni uppgötvast strax og er sjálfkrafa leiðrétt. Hakkari þyrfti því að breyta gagnaskránni á sama hátt í tölvum allra notenda samtímis og í framkvæmd er það algerlega ómögulegt.

BIRT: 11/02/2023

HÖFUNDUR: Lasse Skytt

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is