Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Hinn happasæli Thomas Edison og hinn kornungi Nikola Tesla stunduðu rannsóknir á ágætum rafmagnsins saman. Ströng samkeppnin um fé og persónulegan heiður átti þó eftir að breytast í ævilangan fjandskap.

BIRT: 02/12/2022

Stórmyndina „The Current War“ er hægt að sjá Netflix, og í henni má segja að rafmögnuð samkeppnin á milli þeirra Tómasar Edisons og Nicola Tesla vakni til lífsins á nýjan leik.

 

Edison fann upp ljósaperuna, en í kjölfarið hófst hatrömm barátta um það hvort sjá skyldi heiminum fyrir rafmagni með jafnstraumi eða riðstraumi.

 

Edison veðjaði á öruggari, en jafnframt dýrari lausnina, þ.e. jafnstraum, en Tesla og fjárfestirinn George Westinghouse reyndu að fá hinn flókna en afskastameiri jafnstraum út á leiðslunetið í New York.

 

Uppgjörið á milli þessara tveggja fylkinga átti ekki einvörðungu eftir að kosta mannslíf og heiður, heldur leiddi það jafnframt til þess að rafmagnsstóllinn leit dagsins ljós.

 

Sjá kynningarmynd fyrir „The Current War“:

Í greininni sem fylgir hér að neðan er hægt að lesa alla söguna um átakanlegan metinginn á milli Edisons og Tesla:

 

Hinn 6. júní árið 1884 steig snyrtilega klæddur serbneskur verkfræðingur á land í höfninni í New York, nýkominn frá Evrópu. Jakkafötin voru í raun eini klæðnaður hins 27 ára gamla Nikola Tesla og ferðataskan hans hafði ekkert að geyma annað en nokkur ljóð og greinar, sem hann sjálfur hafði samið, auk meðmælabréfs til uppfinningamannsins Thomasar Edisons. Tesla flutti enn fremur með sér draum sinn, nefnilega að sjá Bandaríkjunum fyrir ódýru og áreiðanlegu rafmagni.

 

Þegar þetta gerðist var New York einmitt rétti staðurinn fyrir mann eins og Tesla. Sístækkandi borgin, þangað sem streymdu innflytjendur frá Evrópu alla ársins daga, var höfuðborg rafmagnsins. Og þetta var ekki hvað síst Thomasi Edison að þakka.

 

„Ameríski draumurinn“

Edison persónugerði ameríska drauminn. Hann var af alþýðufólki kominn og hafði ekki hlotið neina formlega menntun. Sem unglingur vann hann á daginn til að sjá sjálfum sér farborða, en á kvöldin og nóttinni stundaði hann tilraunir með rafmagn og símskeyti.

 

Þegar fram liðu stundir tókst honum að flytja í eigið húsnæði í Menlo Park í New Jersey og setja þar á laggirnar eigið uppfinningaverkstæði. Aðeins þrjátíu ára gömlum tókst honum að slá í gegn með hljóðrita sínum, tæki sem gat tekið upp hljóð og spilað það.

 

Öðlaðist heimsfrægð

Uppfinning þessi hafði orð á sér fyrir að flokkast undir galdra og Edison varð þekktur sem „galdrakarlinn frá Menlo Park“. Síðan hófst hann handa með næsta verkefni sitt: Ljósaperu sem almenningur réði við að kaupa.

 

New York borg var sneisafull af moldríkum fjárfestum og viðskiptajöfrum. Margir þeirra gerðu sér grein fyrir að rafmagn væri framtíðin. Í Ameríku ríkti ekki sú sama vantrú gagnvart nútímatækjum og –búnaði og einkenndi yfirstéttirnar í Evrópu. Ljósaperan varð þess í stað að eins konar stöðutákni og margir auðjöfrar eyddu stórfé í að láta rafvæða skrifstofur sínar og einkahallirnar.

Edison fann upp ljósaperuna en Tesla útvarpstækið.   

Vandinn fólst í því að útbúa nægilega öfluga rafala, sem séð gátu ljósaperunum fyrir raforku. Hér kom Tesla til sögunnar. Daginn eftir að han steig á land í New York gekk hann rakleiðis upp í Fimmta breiðstræti, þangað sem skrifstofu Edisons var að finna. Uppfinningamaðurinn tók sjálfur á móti Tesla.

 

Mennirnir tveir voru að mörg leyti algerar andstæður. Edison var jarðbundinn og hagsýnn maður, sem hrinti hlutunum í framkvæmd. Tesla var aftur á móti heimspekingur, sem lagt hafði stund á mörg tungumál og lesið öll helstu verkin á sviði bókmennta og vísinda.

Ljósmynd af Nikola Tesla á rannsóknarstofu sinni þar sem hann gerði tilraunir með gervieldingar.

Þegar Tesla var aðeins þriggja ára að aldri olli breytingum á lífi hans nokkuð sem í fljótu bragði virtist vera algerlega meinlaust atvik. Þegar litli drengurinn strauk ketti fjölskyldunnar um bakið mynduðust skyndilega neistar á hendi hans. Furðu lostinn spurði hann föður sinn hverju sætti. „Þetta, sonur sæll, kallast rafmagn“, svaraði þá faðirinn.

 

Tesla gat einfaldlega aldrei gleymt þessum neistum. Hann menntaði sig sem rafmagnsverkfræðingur en gat aldrei sæst við eingöngu að reikna út og hanna. Tesla hafði áhuga á að rannsaka innsta eðli rafmagnsins.

 

Frá samstarfi yfir í samkeppni

Mönnunum tveimur samdi vel fyrst í stað, þrátt fyrir hvað þeir væru ólíkir. Tesla fékk góða vinnu og gat strax hafist handa. Fyrr en varði hafði samstarf þeirra þó breyst í hatramma samkeppni.

 

Tesla starfaði aðeins í rúmt ár hjá nýja vinnuveitandanum. Fljótlega eftir að hann hóf störf gerði hann sér grein fyrir að rafmagnsmótorar Edisons, svo og rafalarnir, voru síður en svo gallalausir. Tesla hélt því svo fram að Edison hefði lofað sér 50.000 dollara umbun tækist þeim fyrrnefnda að gera endurbætur á búnaðinum.

Tesla gerði jafnframt tilraunir með nýju röntgengeislana. Hér má sjá mynd af hendi hans.

Tesla lagði nótt við dag marga næstu mánuðina og fann lausn á vandanum. Þegar hann hins vegar fór fram á að fá greidda umbunina sem Edison hafði lofað honum sló hinn síðarnefndi öllu upp í grín og sagðist hafa verið að gantast. Þess í stað bauð hann Tesla 10 dollara launahækkun á viku. Tesla svaraði með því að segja upp störfum. Frá og með þeim degi urðu þeir hatrammir andstæðingar.

 

Tesla stofnaði þess í stað eigið fyrirtæki. Hann var einkar hæfileikaríkur verkfræðingur og uppfinningamaður, en hafði að sama skapi afar lítið viðskiptavit. Ekki leið á löngu áður en fjárfestarnir höfðu svikið hann og Tesla stóð uppi slyppur og snauður, auk þess sem hann hafði glatað einkaleyfum sínum. Honum áttu þó eftir að gefast ný tækifæri. Árið 1888 fékk hann einkaleyfi fyrir skammhlaupsmótor sem knúinn var með riðstraumi. Hann seldi George Westinghouse uppfinningu sínu, en sá var einmitt svarinn óvinur Edisons. Tesla hlaut 60.000 dollara greiðslu fyrir, auk loforðs um prósentur af sölu.

Jafnstraumur var engan veginn gallalaus

Edison notaði jafnstraum til að flytja rafmagnið. Tesla var aftur á móti fullviss um að það hlyti að fyrirfinnast vænlegri kostur, þ.e. riðstraumur. Edison taldi jafnstrauminn vera hættuminni, auk þess sem tæknin hefði verið rannsökuð til hlítar. Flestir rafmagnsfrumkvöðlar 19. aldarinnar höfðu stuðst við jafnstraum.

 

Tæknin fól þó í sér einn verulegan ágalla: Fjarlægðin frá orkuveitu til notanda gat ekki numið meiru en örfáum kílómetrum. Með riðstraumi var á hinn bóginn kleift að dreifa rafmagni um langar vegalengdir og sjá heilu borgunum fyrir raforku.

Thomas Edison (fyrir miðju aftan við borðið) umkringdur nokkrum starfsmönnum sínum.

Tesla átti raunar ekki fyrstur manna hugmyndina að riðstraumi, heldur endurbætti hann tæknina með ýmsu móti sem gerði notkun þessarar nýju aðferðar hagkvæmari en áður. Þó svo að Edison hefði áttað sig á ágætum riðstraums hafði hann fulla ástæðu til að halda áfram baráttunni við Tesla. Einkaleyfi hans byggðust nefnilega á jafnstraumi þannig að ef hann hygðist græða fé yrði tæknin að grundvallast á jafnstraumi.

 

Langvarandi og hatrömm deila

Barátta mannanna tveggja um að sjá landinu fyrir raforku dróst á langinn og átti eftir að reynast hatrömm. Edison var tilbúinn til að verja miklu fé í að sigra andstæðinginn í baráttunni sem kölluð hefur verið „raforkustríðið“. Edison fýsti að sýna fram áhættuna sem væri fólgin í notkun riðstraums og fyrirtæki hans skipulagði í sama tilgangi áróðursherferð, sem m.a. fólst í því að láta lóga fíl með raflosti með notkun riðstraums.

Rafmagnsstóllin sem Edison lét útbúa. 

Rafmagnsstóllinn var einnig hugmynd Edisons. Hann réði til sín mann að nafni Harold P. Brown í því skyni að hanna þennan aftökubúnað, sem fólst í notkun riðstraums til að lífláta fanga sem dæmdir höfðu verið til dauða.

 

Markmiðið var enn og aftur að vekja athygli almennings á hættunni sem væri fólgin í tækni mótherjans. Tesla og Westinghouse gáfust hins vegar ekki upp, þrátt fyrir slæmt umtal. Árið 1893 var nýja heimssýningin í Chicago svo opnuð. Nú var í fyrsta sinn ætlunin að lýsa upp með rafmagni sýningu af þeim toga.

Heimssýningin í Chicago árið 1893 var sú fyrsta sinnar tegundar sem lýst var upp með rafmagnsljósum.   

Edison barðist gegn Westinghouse um að tryggja sér samninginn og jafnframt þá upphefð sem fólst í honum. Westinghouse bar þó sigur úr býtum. Ein helsta ástæða þess var að Edison hafði þörf fyrir svo mikinn kopar í leiðslurnar í jafnstraumskerfinu að kostnaðurinn varð helmingi hærri en við átti um samkeppnisaðilann.

 

Sigur Tesla

Hinn 1. maí árið 1893 var heimssýningin svo opnuð með hátíðarbrag. Forseti Bandaríkjanna, Grover Cleveland, ýtti á hnapp og við það kviknaði á 100.000 ljósaperum. Alls 27 milljón manns sóttu heimssýninguna. Sýningin fól í sér stórkostlegan sigur fyrir tæknina hans Tesla og fyrirtæki Westinghouses varð brátt allsráðandi á markaðinum.

 

Sigurinn í raforkubaráttunni átti þó ekki eftir að gagnast efnahag Tesla svo nokkru nam. Hann var stöðugt að hrinda í framkvæmd nýjum og metnaðarfullum verkefnum. Hann var svo iðulega orðinn auralaus áður en verkefnin fóru að standa undir sér sjálf. Þegar frá leið gerðist hann jafnframt stöðugt sérlundaðri. Hann bjó í hótelherbergi í New York og hafði orð á sér fyrir að vera einfari.

 

Thomas Edison lést árið 1931, þá 84 ára að aldri. Dagblöðin kepptust um að hylla þennan mikla uppfinningamann. Tesla hafði á hinn bóginn ekki gleymt gömlu óvildinni. Hann lýsti þessum látna keppinaut sínum í dagblaðinu New York Times, þar sem hann kallaði hann leiðindadurt, sem hefði kært sig kollóttan um bæði menntun og hreinlæti.

 

Hann hélt því jafnframt fram að velgengni Edisons hefði mestmegnis byggst á einskærri heppni. Tólf árum síðan lést Tesla í hótelherbergi sínu í New York.

 

Margar sögusagnir voru á kreiki um verðlaunahafana árið 1915.

Kom Edison í veg fyrir að Tesla áskotnuðust Nóbelsverðlaunin?

Í nóvember árið 1915 birti fréttastofa Reuters markverða frétt, þegar þeir sögðu fregnir herma að Thomas Edison og Nikola Tesla ættu að skipta með sér Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði.

 

Orðrómurinn reyndist ekki á rökum reistur en leiddi hins vegar af sér margvíslegar getgátur. Því var meðal annars haldið fram að fjandskapur keppinautanna tveggja gerði það að verkum að þeir neituðu að skipta verðlaununum með samkeppnisaðilanum, sökum þess að hvor um sig vildi gera lítið úr afrekum hins.

 

Þá hefur því jafnframt verið haldið fram að efnamaðurinn Edison hafi brugðið fæti fyrir Tesla til þess að sá síðarnefndi fengi ekki hlut í verðlaunaupphæðinni, sem var allverulega há. Nóbelsverðlaunanefndin hafnaði reyndar öllum slíkum sögusögnum. Nefndin kvað bæði Edison og Tesla hafa verið tilnefnda, en hvorugan hafa unnið.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Library of Congress,© Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is