Tækni

Eiffelturninn er gegnryðgaður

Skýrsla, sem lekið var til fjölmiðla, afhjúpar að kennileiti Parísar þarfnast gagngerrar endurbóta – en ekkert á að gera.

BIRT: 09/08/2022

Þegar Eiffelturninn var fullgerður í París árið 1889 sagði Gustave Eiffel, en fyrirtæki hans sá um smíðina, að “málning er mikilvægasta efnið þegar kemur að því að vernda byggingu úr málmi” – þar sem málningin kemur í veg fyrir að ryð myndist. „Mikilvægast er að koma í veg fyrir ryð,“ sagði hann einnig.

 

En það verkefni virðist hafa mistekist.

 

Skýrsla sérfróðra verkfræðinga, sem lekið var til fjölmiðla, sýnir að Eiffelturninn er mjög ryðgaður og þarfnast gagngerra endurbóta. „Þetta er mjög einfalt. Ef Gustave Eiffel heimsótti staðinn núna fengi hann hjartaáfall“, er haft eftir ónefndum yfirmanni í starfsliði Eiffelturnsins.

 

En í stað raunverulegra endurbóta er nú verið að mála Eiffelturninn fyrir um átta milljarða íslenskra króna vegna Ólympíuleikana, sem haldnir verða í París árið 2024 .

Sem liður í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í París árið 2024 hefði átt að vera búið að mála um þriðjung Eiffelturnsins en, vegna tafa í kórónuveirufaraldrinum, hefur aðeins 5% turnsins verið endurmálaður.

Kennileiti gæti orðið dauðagildra

Ef niðurstöður skýrslunnar, sem lekið var, eru réttar gæti kennileiti Parísar orðið svo skemmt af ryði að turninn, sem vegur 10.100 tonn og tekur á móti sjö milljónum gesta á hverju ári, gæti átt á hættu að hrynja. Málningin getur aðeins komið í veg fyrir skemmdir – ekki lagað þær – segir í skýrslunni.

 

Það er ekki í fyrsta skipti sem endingartími Eiffelturnsins kemst í fréttirnar. Árið 1925 frétti svindlarinn Robert V. Miller að borgarstjórn Parísar íhugaði að losa sig við turninn – og því reyndi Miller að selja hann.

 

Fyrirtækið sem ber ábyrgð á rekstri Eiffelturnsins hefur hingað til neitað að loka turninum fyrir gestum þar sem það myndi kosta of mikið í töpuðum aðgangseyri.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Benjamin Christensen

Shutterstock, © Krzysztof Pazdalski / Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.