Lifandi Saga

Myndirnar sem breyttu heiminum

Þú manst líklega eftir myndinni af kínverska námsmanninum fyrir framan skriðdrekana eða kjól Marilyn Monroe sveiflast í loftstraumnum úr grind í gangstéttinni. En fæstir ljósmyndarar geta státað af því að hafa breytt heiminum. Sjáðu myndirnar sem fengu heiminn til að hata Víetnamstríðið, berjast gegn alnæmi og eltast við al-Qaeda.

BIRT: 29/10/2024

Stöku sinnum tekst ljósmyndurum að festa á mynd atburði sem brenna sig fasta í huga allra. Myndin fangar augnablik sem kallar fram sterkar tilfinningar og viðbrögð þeirra sem sjá hana óháð því hvar eða hvenær þeir sjá hana.

 

Eitt af þessum sérstöku augnablikum átti sér stað á aðfangadagskvöld 1968 þegar bandaríska geimfarið Apollo 8 var á braut um tunglið í rúmlega 380.000 km fjarlægð frá jörðinni.

 

„Jim, áttu rúllu af litfilmu? Réttu mér eina, fljótt,“ hrópaði geimfarinn Bill Anders til samstarfsmanns síns Jim Lovell. Út um eitt af kýraugum Apollo geimfarsins hafði Anders séð eitthvað sem hann varð agndofa yfir: Hann sá jörðina rísa upp fyrir hrjóstrugt yfirborð tunglsins.

 

Anders tók fyrstu litmyndina af bláu plánetunni okkar og myndin vakti heimsathygli. Allt í einu gátu allir séð hversu lítið og viðkvæmt heimili okkar er. Myndin varð innblástur til að halda fyrsta jarðardaginn árið 1970, þar sem 20 milljónir manna víðsvegar um Bandaríkin lögðu áherslu á mikilvægi þess að hugsa um umhverfið.

 

Á næstu árum þar á eftir notuðu umhverfissamtök eins og Greenpeace og Friends of the Earth einnig mynd Anders til að ýta undir umhverfismeðvitund fólks.

 

Við skulum opna mikilvægasta myndaalbúm sögunnar og kíkja á myndirnar sem fengu heiminn til að hata Víetnamstríðið, berjast gegn alnæmi og eltast við al-Qaeda.

Uppreisnin í Ungverjalandi hnekkir öllum blekkingum

Höfuð Stalíns á götunni í Búdapest. Uppreisnin kostaði 2.000 Ungverja lífið og 200.000 flúðu til vesturs þegar sovéskir skriðdrekar ruddust inn í borgina.

Árið 1956 tilkynnti sovétleiðtoginn Nikita Khrushchev um endurskoðun á einræðisstefnu forvera síns. Í stað kúgunar Stalínstímans gætu kommúnistar nú hlakkað til að lifa í frjálsara samfélagi.

 

Ungverjar tóku forskot á sæluna og nýttu tækifærið til að koma kommúnistastjórn landsins frá völdum. Ljósmyndin af afsöguðu höfði styttunnar af Stalín flaug um heiminn. En skömmu síðar sendi Khrushchev sovéska skriðdreka til að bæla niður uppreisnina.

 

Innrásin hnekkti tálsýninni um mannúðlegan kommúnisma og varð til þess að þúsundir sögðu sig úr kommúnistaflokkum Vesturlanda.

Dani fékk Bandaríkin til að berjast gegn fátækrahverfum

Myndin af heimilislausum smábörnum sofandi á loftræstirist í New York, skar í hjartað.

Bókin „How the Other Half Lives“ – Hvernig hinn helmingurinn býr – hneykslaði Bandaríkjamenn þegar hún kom út árið 1890.

 

Verk hins danskættaða ljósmyndara Jacobs A. Riis sýndi svart á hvítu að margir íbúar í fátækrahverfum borganna bjuggu við verstu aðstæður stórborganna.

 

Forseti Bandaríkjanna, Theodore Roosevelt (1901-1909), þakkaði Riis fyrir að opna augu fólks og bókin varð einnig innblástur fyrir Franklin D. Roosevelt sem síðar varð forseti (1933-1945), þegar hann þurfti að draga úr áhrifum kreppunnar miklu á fjórða áratugnum.

Kveðjustund ljær alnæmi mannlega ásýnd

Tveimur árum eftir dauða David Kirby gaf tískuhúsið Benetton út litaða útgáfu af ljósmyndinni. Ólíkt mörgum öðrum var fjölskylda Kirbys ánægð með auglýsinguna sem jók skilning fólks á alnæmi.

Í lok árs 1990 lét David Kirby ljósmyndara fanga dauða sinn. Bandaríkjamaðurinn lá á sjúkrahús í Ohio á meðan alnæmi batt smám saman enda á líf hans.

 

Skömmu síðar birti tímaritið Life myndina af hinstu stund Kirbys umkringdum syrgjandi fjölskyldu sinni. Árið 1990 var skoðun margra bandarískra stjórnmálamanna sú, að „ósiðsamt fólk með alnæmi“ ætti að vera í sérstökum búðum og stjórnvöld hunsuðu faraldurinn þrátt fyrir 100.000 dauðsföll.

 

Ljósmyndin gaf alnæmi andlit og viðhorfið til þeirra sem smituðust tók að breytast – jafnvel meðal afneitandi heilbrigðisyfirvalda – og árið 1996 kom fyrsta gagnlega lyfið á markað.

Grimmileg ljósmynd bjargar mannslífum

Carter fékk haturspósta vegna þess að hann hafði ekki reynt að bjarga barninu. Árið eftir framdi hann sjálfsmorð.

Vorið 1993 voru 200.000 manns við dauðans dyr í hungursneyðinni í Suður-Súdan – án þess að umheimurinn brygðist við – ekki fyrr en ljósmyndarinn Kevin Carter rakst á hrægamm nálægt einni af neyðarhjálparmiðstöðvum SÞ, þar sem fuglinn beið þolinmóður eftir að lítill drengur mundi deyja.

 

Þegar The New York Times birti myndina varð sprenging í fjárframlögum og í stað 200.000 létust 20.000 í Súdan.

Ljósmyndari afhjúpar hrylling stríðsins

Ljósmyndarinn nefndi hina dapurlegu ljósmynd sína „A Harvest of Death“, – uppskera dauðans.

Um aldir höfðu listmálarar vegsamað stríð og sömuleiðis fyrstu stríðsljósmyndararnir. Á 19. öld þurfti mikinn búnað til að taka ljósmyndir og erfitt var að taka myndir af hlutum á hreyfingu, svo margir létu sér nægja að endurskapa myndefnið með hjálp leikara.

 

Allt þetta breyttist eftir orrustuna við Gettysburg í júlí 1863. Þegar þessari blóðugustu orrustu borgarastyrjaldarinnar var lokið lágu 51.000 Bandaríkjamenn í valnum.

 

Í stað hetjumyndar valdi ljósmyndarinn Timothy H. O’Sullivan að sýna rotnandi líkin á vígvellinum og nánast á einni nóttu breyttust stríðsfréttir dagblaðanna. Hér eftir lýstu þær einnig hinum raunverulega hryllingi stríðs.

Hér er unnt að lesa sér til um fremstu vísindakonur gjörvallrar sögunnar og átta sig á með hvaða hætti rannsóknir þeirra ollu straumhvörfum, auk þess sem hér upplýsist hvers vegna konurnar voru aldrei heiðraðar fyrir störf sín.

Rasisminn sýnir sitt ljóta andlit

Í friðsamlegri mótmælagöngu í Birmingham, Alabama var hinn 15 ára Walter Gadsden bitinn af lögregluhundi.

Lögreglan í Suðurríkjum Bandaríkjanna notaði reglulega hunda og kylfur til að brjóta niður friðsamleg mótmæli gegn kynþáttafordómum en enginn tilkynnti um hörku yfirvalda.

 

Það sérstaka við þessa ljósmynd er að hún var í raun birt í innlendum dagblöðum eins og The New York Times, The Washington Post og The Los Angeles Times. Myndin af unglingnum og hundinum jók stuðning við baráttuna fyrir borgaralegum réttindum.

Napalm stúlkan þrýstir Bandaríkjunum út úr Víetnam

Í júní 1972 vörpuðu suður-víetnamskar flugvélar napalmsprengjum á bæinn Kim Phuc. Stúlkan á myndinni, hin svokallaða Napalm-stúlka lifði af og fékk seinna hæli í Kanada.

Þorp hinnar níu ára Kim Phuc í Víetnam hafði skömmu áður orðið fyrir napalmsprengjum. Húðin á baki hennar var að bráðna. Með andlitið afmyndað af sársauka hljóp hún frá eldhafinu.

 

Þetta var árið 1972 og bandarísk dagblöð hikuðu við að birta myndina því stúlkan var ósæmilega klædd. Sem betur fer vó svívirðingin af að sprengja börn þyngra.

 

Ein mikilvægasta ljósmynd heimssögunnar jók verulega andstöðuna við Víetnamstríðið og hún stuðlaði að því að Bandaríkin drógu sig algjörlega út úr átökunum árið eftir.

Fáninn tryggði fjármagn til að sigra Japan

Myndin af landgönguliðum að reisa fána og fagna sigri í bardaganum um Iwo Jima fór um allan heim.

Þegar bandarískir hermenn reistu fána á Iwo Jima í febrúar 1945 var Japan langt frá því að vera sigrað. Leið Bandaríska hersins til Tókýó yrði löng, dýr og blóðug.

 

Eftir meira en þriggja ára stríð óttuðust stjórnvöld að áhugi Bandaríkjamanna á að kaupa stríðsskuldabréfin sem fjármögnuðu stríðsreksturinn færi dvínandi en myndin frá Iwo Jima ýtti undir ættjarðarást hjá stríðsþreyttum Bandaríkjamönnum, svo sjöundi flokkur stríðsbréfa varð sá sem skilaði mestu fé.

Á 19. öld umbylti James Marion Sims læknavísindum þegar hann hóf lækningar á sjúkdómum kvenna. Byltingarkenndar aðferðir hans björguðu þúsundum kvenna en huldu óhugnanleg leyndarmál.

Baráttan gegn hryðjuverkum hefst

Hryðjuverkaárásin á World Trade Center í New York kostaði tæplega 3.000 manns lífið þegar báðir tvíburaturnarnir hrundu.

Klukkan 8.46 að morgni 11. september 2001 lenti farþegaþota á Norðurturni World Trade Center í New York. Þegar önnur flugvél flaug á Suðurturninn 17 mínútum síðar rann upp fyrir sjónvarpsáhorfendum um allan heim að Bandaríkin hefðu orðið fórnarlamb ofbeldisfullrar hryðjuverkaárásar.

 

Einni og hálfri klukkustund síðar voru báðir turnarnir hrundir og Bandaríkin hófu stríðið gegn al-Qaeda, Talibönum og öðrum herskáum múslimahópum.

 

Aðildarríki NATO og nokkrar aðrar þjóðir studdu Bandaríkjamenn í stríðinu sem er í raun enn í gangi í dag, þó það sé minna áberandi.

HÖFUNDUR: Søren Flott , Jannik Petersen

© Bill Anders/Wikimedia Commons. © Fortepan adományozó HOFBAUER RÓBERT, CC BY-SA 3.0 , via Wikimedia Commons. © Jacob Riis (May 3, 1849 – May 26, 1914)/Wikimedia Commons. © Therese Frare/AP/Ritzau Scanpix. © Kevin Carter/Getty Images. © Timothy H. O’Sullivan/Wikimedia Commons. © Bill Hudson/AP/Ritzau Scanpix. © Nick Ut/Associated Press/Wikimedia Commons. © Joe Rosenthal/Wikimedia Commons. © rds323/Flickr.com/Wikimedia Commons.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.