Spurningar og svör

Er ekki bara hægt að lyfta Títanic upp á yfirborðið?

Eftir að flak Títanic fannst 1985 hefur verið stungið upp á að nota belgi, borðtenniskúlur, glerkúlur eða vax til að lyfta skipinu. Hvernig stendur á að það skuli ekki vera hægt?

BIRT: 10/05/2024

Ryð, öflugir straumar og síðast en ekki síst járneyðandi örverur valda því að það er nánast óhugsandi að bjarga flakinu. Niðurbrotið er komið svo langt að skipsskrokkurinn myndi hreinlega molna.

 

Það hefur vissulega tekist að bjarga skipsflökum í heilu lagi af sjávarbotni. T.d. lét danski uppfinningamaðurinn Karl Krøyer fylla fragtskipið Al-Kuwait með 27 milljón kúlum úr plastefninu polyesteren til að ná því upp árið 1964. En það skip var miklu minna en Títanic og lá tiltölulega grunnt.

 

Björgun raskar grafarró

Títanic liggur á 3.800 metra dýpi og úr því hefur einungis tekist að bjarga stökum hlutum. Alls hafa 5.500 hlutir verið fluttir upp á yfirborðið, einkum með dvergkafbátum og þrátt fyrir ástand flaksins tókst að hífa upp 20 tonna hluta úr skrokknum árið 1998.

 

Þessi björgun sætti þó harðri gagnrýni. Fyrirtækið sem að henni stóð, RMS Titanic Inc., var m.a. sakað um fégræðgi á kostnað vísinda og að skaða flakið. Fyrirtækið var líka sakað um að raska grafarró 1.500 fórnarlamba slyssins.

 

Bakteríur éta Titanic

Árið 2012 voru liðin 100 ár síðan skipið fórst og síðan hefur það verið friðað samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna. En það verður æ minna eftir til að vernda.

 

Örverur hamast við að brjóta skrokkinn niður og ein tegund þeirra hefur m.a.s. fengið nafn eftir skipinu, bakterían Halomonas titanicae.

 

Bakterían þrífst í eins konar ryðdropasteinum sem hún skapar sjálf. Þegar vísindamenn uppgötvuðu þessa atorkusömu bakteríu árið 2010, varð fljótlega ljóst að flakið af Títanic á ekki nema fáeina áratugi fyrir höndum. Bakterían er þó talin geta reynst nytsöm og geta komið að gagni við að hraða niðurbroti annarra skipsflaka og gamalla olíuborpalla.

Þegar Titanic sökk nóttina 15. apríl árið 1912 drakk yfirbakari skipsins sig blindfullan af viskíi. Himinhátt alkóhólinnihald bjargaði lífi hans.

Belgir lyfta sokknum skipum

Þótt Títanic verði tæpast bjargað er gerlegt að lyfta sokknum skipum aftur upp á yfirborðið með nægilegum fjölda belgja.

1. Flakið fyllt af belgjum

Sokknum skipum er oft lyft með lofti, oftast í belgjum úr mjög þolinni gúmmíblöndu. Fyrst er belgjunum komið fyrir í flakinu og síðan dælt í þá þrýstilofti af yfirborðinu.

2. Lyft í áföngum

Sé flakið á grunnsævi er því strax lyft alla leið. Sé það á meira dýpi er því lyft í áföngum. Eftir hvern áfanga er það dregið inn á grynnra vatn.

3. Ferðin endar í þurrkví

Þegar flakið er komið upp er það dregið til lands og sett í þurrkví sem hægt er að dæla sjónum úr. Eftir það geta sérfræðingar skoðað skipið, t.d. til að sjá hvað olli slysinu.

HÖFUNDUR: RUBEN SCHILHAB HANSEN

RUBEN SCHILHAB HANSEN. © Claus Lunau

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.