Það er í raun ekki hægt að gleypa tunguna. Það er aðeins hægt ef tungan hefur rifnað að einhverju leiti þ.a. hún sé ekki lengur fest rétt í munninum.
Svo framarlega sem vefir tungunnar og vöðvafestingar í neðri kjálka, tungubeini og höfuðkúpu eru heilir, helst hún í munnholinu.
Tungan getur samt valdið öndunarerfiðleikum.
Það getur hindrað öndun þegar fólk missir meðvitund, til dæmis þegar knattspyrnumaðurinn Christian Eriksens hné niður í Evrópuleiknum við Finnland.
Tungan getur einnig stíflað öndunarveg flogaveikra í flogakasti.
Þegar einstaklingur missir meðvitund slaknar á öllum vöðvum og eðlileg viðbrögð líkamans hverfa.
Ef meðvitundarlaus einstaklingur liggur á bakinu getur tungan fallið aftur í munnholið vegna skorts á vöðvaspennu, færst aftast í góminn og hindrað öndun.
Tungan hindrar öndun
Tungan er vel fest þ.a. ekki er hægt að gleypa hana. En þegar slakað er á vöðvunum getur tungan skapað öndunarerfiðleika.
1. Tungan er tryggilega fest.
Tungan er tryggilega fest í t.d. munnbotninn og í eðlilegri stöðu færist loft auðveldlega úr munni og nefi í barkann, jafnvel þegar legið er á bakinu.
2. Tungan fellur aftur
Ef þú missir meðvitund og átta vöðvar tungunnar missa þar af leiðandi spennuna, getur tungan fallið aftur í munnholið og hindrað öndunarveginn.
3. Stöðug hliðarlega heldur opnu
Þegar einstaklingur er settur í stöðuga hliðarlegu fellur tungan skáhallt fram í munninum og niður á við. Þannig færist hún frá barkanum og öndunin verður auðveldari.
Það er líklega einmitt vegna aðstæðna af þessu tagi sem orðasambandið „að gleypa tunguna“ er til, þó það sé ekki líkamlega mögulegt við venjulegar kringumstæður.
Til að koma í veg fyrir að tungan loki fyrir öndunarveginn er notuð svokölluð stöðug hliðarlega.
Manneskjan liggur í stöðugri hliðarlegu þannig að tungan getur aðeins fallið til hliðar og fram í munninn.
Knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen missti meðvitund á fótboltaleik á EM og því átti hann á hættu að tunga hans félli aftur í munninn og hindra þanning andardrátt.
Stöðugt hliðarlega vinnur einnig gegn annarri hættu hjá meðvitundarlausum einstaklingi: Til að hindra uppköst.
Hliðarlegan þýðir að uppköstin lenda ekki í öndunarveginum þar sem þau gætu kæft hinn meðvitundarlausa vegna þess að kyngingarvöðvar sinna ekki hlutverki sínu.