Nafngiftin „svarthol“ hefur náð festu í mörgum tungumálum sem heiti þessa fyrirbæris þar sem gríðarmikill massi hefur safnast í einn punkt með ofboðslegt aðdráttarafl.
Svarthol er þannig ekki holrými eða hola í venjulegum skilningi heldur er þetta eins konar myndlíking.
Ekki einu sinni ljósið sleppur
„Upp“ og „niður“ ræðst t.d. einmitt af þyngdaraflinu þegar um er að ræða holu í jörðina. Segja má að hið sama gildi um svarthol. Því nær sem t.d. geimskip kemur því fleiri áttir taka að liggja „niður“ og færri „upp“.
Þyngdarafl svarthols er svo kröftugt að ekki einu sinni ljós sleppur burtu þegar það er komið inn fyrir ljósdeildarhringinn.
Og þegar komið er inn fyrir ljósdeildarhringinn sleppur jafnvel ljós ekki burtu og allar áttir liggja „niður“.
Að þessu leyti mætti kalla svarthol öflugustu „holur“ geimsins.