Vetrarbrautin full af svartholum

Röntgensjónaukinn Chandra hefur fundið 12 svarthol í innan við 3,3 ljósára fjarlægð frá miðju Vetrarbrautarinnar.

BIRT: 24/07/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Stóra svartholið í miðju Vetrarbrautarinnar er ekki eitt. Rannsókn ein bendir til að kringum það snúist allmörg smærri svarthol, sem gleypi í sig nálægar stjörnur.

 

Stjörnufræðingar hjá Columbiaháskóla í New York hafa grandskoðað myndir sem röntgengeimsjónaukinn Chandra hefur tekið síðustu tíu ár.

 

Öflugar röntgenuppsprettur afhjúpa svarthol

Vísindamennirnir geta nú greint mörg hundruð greinilega uppsprettur röntgengeisla, en 12 af þeim skera sig úr. Frá þeim stafar svo sterkri röntgengeislun að hún getur aðeins borist frá ofurheitu efni sem er á snúningi kringum svarthol.

 

Þessi 12 svarthol hafa orðið til úr mjög stórum stjörnum sem hafa brunnið út og fallið saman undan eigin þunga. Einungis stjörnur sem eru a.m.k. 25 sinnum þyngri en sólin geta endað sem svarthol.

 

Þessi nýfundnu svarthol eru rétt hjá miðju Vetrarbrautarinnar, eða innan 3,3 ljósára geisla (radíus).

 

Uppgötvunin styrkir nýjustu kenningu um stjörnuþokur, en samkvæmt henni eiga stjörnuþokur á aldur við Vetrarbrautina að vera hálffullar af svartholum, sem myndast hafa úr mjög þungum stjörnum og mörg þeirra eiga að færast nær miðjunni með tímanum.

 

Samkvæmt kenningunni ættu svartholin að skipta þúsundum og snúast um hið ofurþunga svarthol í miðju Vetrarbrautarinnar.

 

Risasasvarthol margmilljón sinnum þyngra en sólin

Það svarthol er margmilljón sinnum þyngra en sólin og að líkindum til orðið snemma í sögu Vetrarbrautarinnar. Æ síðan hefur það gleypt í sig efni og þannig þyngst enn meira.

 

Hin nýfundnu svarthol hafa verið nefnd stjörnumassasvarthol vegna upprunans. Þetta eru þó aðeins dvergar í samanburði við svartholið í miðjunni.

BIRT: 24/07/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Giphy

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is