Alheimurinn

Árekstur í geimnum skapar nýja gerð svarthola

Í fyrsta sinn í sögunni hafa eðlisfræðingar séð að tvö svarthol hafa runnið saman og myndað svarthol í millivigtarflokki með meiri þyngd en hundraðfaldan massa sólar.

BIRT: 02/01/2024

Stjarneðlisfræðingar hafa nýlega séð merki um stærsta árekstur svarthola. Afraksturinn var svarthol af sérstakri gerð sem vísindamenn hafa ekki séð áður.

 

Svartholin tvö höfðu 66 og 85-falda þyngd sólar og útreikningar sýna að afrakstur samrunans varð svarthol með 143 sólmassa.

 

Þetta þýðir að áreksturinn hefur losað orku sem samsvarar níu sólmössum. Megnið af þeirri orku hefur streymt um geiminn í formi svonefndra þyngdarbylgna sem skynjararnir LIGO í BNA og Virgo á Ítalíu geta mælt.

Þyngdarbylgjur sýna stærð svartholanna

Þegar svarthol gleypa hvort annað losnar úr læðingi óhemjulegt magn orku í formi þyngdarbylgna sem ferðast um geiminn. Styrkur þeirra sýnir hve þung svartholin voru.

 

1. Mörkin við 100 sólmassa

Þyngdarbylgjur sem áður hafa mælst í LIGO og Virgo vegna samruna svarthola hafa skilið eftir sameinað svarthol undir 100 sólmössum.

 

2. Nýr samruni slær met

Greiningar á samruna tveggja svarthola sýna nú að þau voru 66 og 85 sólmassar og afraksturinn varð nýtt 142 sólmassa svarthol.

Samruninn er ekki aðeins stærsti atburður sem þyngdarbylgjur hafa mælst frá hingað til, heldur einnig sá fjarlægasti. Áreksturinn varð á svæði sem nú er í 17 milljarða ljósára fjarlægð héðan.

 

Það eru þó ekki liðnir 17 milljarðar ljósára frá árekstrinum, heldur aðeins sjö. Alheimurinn hefur sem sagt verið um helmingur af núverandi stærð. Vegna útþenslu alheimsins er þetta svæði nú í miklu meiri fjarlægð.

Risavaxinn árekstur tveggja svarthola kom af stað svokölluðum þyngdarbylgjum sem hafa ferðast um geiminn í 7 milljarða ára áður en skynjararnir Virgo (innfellt) og LIGO uppgötvuðu þær.

Uppgötvun 142 sólmassa svarthols er mikilvæg vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem fundist hefur svarthol í svonefndum millivigtarflokki en samkvæmt viðtekinni kenningu myndast slík svarthol við samruna tveggja smærri.

 

Fleiri árekstrar skapað svartholið

Minni svarthol myndast þegar stór stjarna en þó minni en 60 sólmassar, fellur saman. Sé stjarna yfir þessum stærðarmörkum tætist hún í sundur í stað þess að mynda svarthol.

 

Þessi tvö svarthol, annað 66 sólmassar en hitt 85, hafa því trúlega sjálf myndast í árekstri, segja vísindamennirnir.

Svarthol í fjórum þyngdarflokkum

1. Upprunalegt svarthol

Stjörnufræðingar hafa þá kenningu að í ungum alheimi hafi myndast mjög lítil svarthol á stærð við frumeind en með massa á við stórt fjall.

5. Stjörnumassasvarthol

Myndast þegar stjarna með 5-60 sólmassa brennur út og fellur saman. Sé stjarnan þyngri springur hún í tætlur í stað þess að mynda svarthol.

3. Millivigtarsvarthol

Vega milli 100 og 100.000 sólmassa. Myndast þegar tvö eða fleiri stjörnumassasvarthol renna saman í þyngra svarthol.

4. Ofurþung svarthol

Vega meira en milljón sólmassar og er trúlega að finna innst í öllum stjörnuþokum. Myndast um leið og stjörnuþokan sjálf er að taka á sig form.

Stjörnufræðinga skortir nú aðeins sannanir fyrir tilvist minnstu svartholanna. Samkvæmt kenningunni mynduðust þau skömmu eftir Miklahvell og eru ekki nema svo sem á við eitt fjall að þyngd. Enn hefur ekkert slíkt fundist.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Getty Images,© LIGO/Caltech/MIT/R. Hurt (IPAC),© Getty Images & The Virgo Collaboration, Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is