Alheimurinn

3 óskiljanlegar staðreyndir um svarthol

Það er ómögulegt að sjá þau en þau vega samt nógu mikið til að gleypa í sig allt sem er í nánasta umhverfi þeirra. Við reynum hér að teikna upp veikburða skissu af því hvers vegna svarthol eru ennþá ein helsta ráðgáta stjarnfræðinnar.

BIRT: 02/02/2023

Risavaxin stjarna springur og kjarni hennar hrynur niður í sjálfan sig með furðulegu afli. Svarthol eru leifar ótrúlega stórra stjarna en þau eru undraverð fyrirbæri, í sjálfu sér.

1. Við erum umkringd af milljónum svarthola

Teymi vísindamanna við University of California hefur komið fram með flókna útreikninga til að öðlast „kosmískt manntal“ svarthola.

 

Niðurstaða þeirra var sú að stjörnuþoka okkar inniheldur aragrúa af svartholum, nokkuð sem stingur í stúf við viðteknar skoðanir stjarnfræðinga.

 

Þetta felur í sér að það kunna að fyrirfinnast um 100 milljónir svarthola í stjörnuþoku okkar, Vetrarbrautinni.

2. Massi þeirra er langtum meiri en svo að maður getur skilið það

Svarthol verða til þegar svonefndar risastórar rauðar stjörnur sem eru mörg hundruð sinnum stærri en sólin okkar, falla saman og springa síðan í tætlur. Alþjóðlega heitið yfir þennan atburð er jafnan „supernova“ en á hinu ástkæra ylhýra máli okkar segjum við þetta vera sprengistjörnu.

 

Svarthol með þvermál sem nemur einum sentimetra, inniheldur massa upp á 3.370.000.000.000.000.000.000.000 kg – sem samsvarar um hálfum massa jarðar. Og þetta er pínulítið svarthol.

 

Massi svarthola orsakar svo mikið þyngdarafl að ekki einu sinni ljós getur sloppið undan þeim ægilega krafti.

3. Þau eru ósýnileg

Það er miklum örðugleikum bundið að skoða svarthol með beinum hætti, t.d. með sjónaukum, því þau endurvarpa ekki neinu ljósi. Á sama tíma hafa þau furðulega lítið rúmmál miðað við ógurlegan massa þeirra.

 

Það þarf því afar sérhæfða sjónauka til að afhjúpa tilvist þeirra, einkum út frá því hvernig stjörnur og gasský nærri svartholum haga sér.

 

Þegar svarthol og stjarna dansa í hring hvort um annað, myndast ótrúlega orkuríkt ljós sem einungis sérhæfður búnaður getur numið.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Rikke Jeppesen

NASA Images,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is